Hver var Robert E. Lee hershöfðingi?

Ferill Roberts E. Lees fyrir borgarastyrjöldina

Miklar deilur voru í fjölmiðlum vestan hafs um styttur af hermönnum úr borgarastyrjöldinni miklu sem geisaði í Bandaríkjunum frá 1861-1865. Ein af þeim er af frægum hershöfðingja úr her Suðurríkjanna, Robert E. Lee að nafni.

Hver er þessi maður og verðskuldar hann í raun og veru að stytta sé reist af honum eða hún sé rifin niður?

Robert E. Lee fæddist árið 1807 og lést 1870 og náði því 63 ára aldri. Hann var sonur byltingaherforingjans Henry eða „Light Horse Henry“. Lee dúxaði úr sínum árgangi úr Bandarísku herakademíunni (United States Military Academy), varð afburðarherforingi og herverkfræðingur sem þjónaði í Bandaríkjaher í 32 ár.

Robert E. Lee

 

 

Borgarastyrjöldin

Þekktastur var Lee fyrir störf sín sem hershöfðingi Sambandshersins í Norður-Virginíu í bandarísku borgarastyrjöldinni 1861-65. Áður þjónaði hann víðs vegar um Bandaríkin og varð þjóðþekktur í stríði Mexíkó og Bandaríkjanna.

Hann var jafnframt forstöðumaður Bandarísku herakademíunnar. Þegar Virginíufylki lýsti yfir sambandsslitum við Bandaríkin í apríl 1861, ákvað Lee að fylgja heimaríki sínu, þrátt fyrir vonir sínar um að landið haldist saman sem eitt ríki og boð um stöðu sem herforingi í her Norðurríkjanna.

Fyrsta ár stríðsins þjónaði hann sem hernaðarráðgjafi Jefferson Davis forseta Suðurríkjanna. Hann tók við stjórn vígvallahers Suðurríkjanna árið 1862 og brátt komu í ljós hæfileikar hans sem kænn og taktískur vígvallaherforingi þegar hann vann flest alla orrustur sem hann tók þátt í og það gegn margfalt stærri herjum Norðurríkjanna.

Meiri vafi er á stratískri framsýni Lees þegar kemur að tveimur meginárásum hans inn á yfirráðasvæði Norðurríkjanna sem báðum lauk með ósigri. Árásagjörn taktík Lees, sem leiddi til hátts mannfalls innan hans eigin raða, var mikið áfall í ljósi þess að Suðurríkin höfðu lítinn mannafla yfir að ráða frá byrjun og hefur þessi staðreynd leitt til gagnrýnnar á síðastliðnum árum.

Lee varð yfirhershöfðingi á lokaári stríðsins og var sá sem leysti upp herinn og gafst upp fyrir Ulyses S. Grant hershöfðingja Norðurríkjanna þann 9. apríl 1865. Lee hafnaði öllum tillögum samstarfsmanna sinna um áframhaldandi uppreisn gegn Norðurríkjunum og kallaði á sátt milli tveggja aðila.

Eftirstríðsárin

Eftir stríðið studdi Lee áætlun Andrew Johnson forseta um enduruppbyggingu og endurheimt vináttubanda milli stríðandi aðila. Hann hvatti menn til að endurskilgreina stöðuna milli norðurs og suðurs og stuðlaði að samruna og sameiningu fyrrum Suðurríkjamanna inn í pólitískt líf þjóðarinnar á ný.

Lee varð hin mikla Suðurríkjahetja stríðsins, eins konar eftirstríðstákn fyrir töpuðum málstað Suðurríkjanna (Lost Cause Confederacy) í augum sumra. En vinsældir hans jukust jafnvel í norðri, sérstaklega eftir lát hans árið 1870.

Til dæmis var hluti af byggingum West Point herskólans nefnt eftir honum árið 1962.

Söguleg staða Roberts E. Lees

Eftir stríðið eyddi Lee mörgum mánuðum í að jafna sig af andlegu og líkamlegu álagi sem undanhaldið og uppgjöfin hafði á hann og hann náði aldrei sömu heilsu aftur allt til dauða dags. Hann hafði miklar áhyggjur af framtíð sjö barna sinna, því að plantekra konu hans, Arlington, var tekin eignarnámi af bandarískum stjórnvöldum og hann, þegar hér var komið sögu, orðinn 58 ára gamall.

Bæði til að sjá sér farborða og lífsviðurværi fyrir fjölskyldu sína og vera nokkurs konar fordæmi fyrir atvinnulausa og fyrrum samforingja sína, tók hann við stöðu forseta Washington College (síðar Washington and Lee University) í Lexington.

Þrátt fyrir að sagan þekkir hann aðallega sem ,,uppreisnahershöfðinginn", var Lee vantrúaður á áframhaldandi þrælahald og var mótfallinn sambandsslitum. Hann var eftir sem áður skuldbundinn og óaðgreinilega tengdur ríki sínu Vestur-Virginíu sem faðir hans og ættingar höfðu svo barist hart fyrir og hjálpað til við að koma á fót.

Á þessum tímum mátu menn mikils dyggðirnar heiður og tryggð enda leit yfirstéttin í Suðurríkjunum á sig sem eins konar aðall og þar mátti ekki blettur falla á. Lee tilheyrði þessari elítu. Hann var ennfremur mjög áfram í að afneita stríði sem tæki og lausn á pólitískum vanda, staðreynd sem hefur verið næstum algjörlega hunsuð af þeim sem eftir komu og hafa skoðað sögu hans.

Hann var friðarsinni enda hafði hann horft upp á hörmungar stríðsins með eigin augum og séð á eftir mörgum góðum dreng í gröfina. Þegar hann var bandarískur ofursti í her Bandaríkjanna í Texas meðan á stjórnarkreppunni stóð seint á árinu 1860 og rétt fyrir sambandsslit, skrifaði hann:,,Ef deilur og borgarastyrjöld taka við af bróðurlegri ást og góðvild, mun ég syrgja fyrir hönd lands míns og óttast um velferð og framfarir mannkyns."

Sem átrúnaðargoð sigrað fólks, þjónaði Lee ágætlega sem dæmi um þrautseigju og mikilmennsku á tímum eyðileggingar, sundrungar, angistar og beiskju eftir langvarandi stríðsátök. Á þeim árum varð hann viðvarandi tákn Suðurríkjanna um það besta í arfleifð þeirra. Hann þjónaði ef til vill í röngum her og fyrir rangan málstað en maðurinn sjálfur var heill, réttlátur og leiddi til sátta milli suðursins og norðursins. Slíkur maður á sannarlega rétt á eitt stykki styttu, fólk hefur fengið stærri minnisvarða fyrir minna.

 

Robert statue


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband