Einn mikilvægasti þátturinn í lýðræðislegu samfélagi er réttur fólks til að mótmæla og gagnrýna. Þetta á sérstaklega við gagnrýni á stjórnvöld og aðgerðum þeirra. Rétturinn til þess að koma saman (fundarfrelsið) og mótmæla (málfrelsið) eða láta skoðun sína í ljós með öðrum hætti (til dæmis prentfrelsi eða listsköpun) er varinn í stjórnarskránni og af ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur skrifað upp á.
Hér má t.a.m. benda á tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar (73. gr.) sem tryggir fólki rétt til að láta í ljós skoðanir sínar. Í mannréttindasáttmála Evrópu eru einnig ákvæði sem tryggja tjáningarfrelsi (10. gr.) og funda- og félagafrelsi (11. gr.).
Hvað með stjórnarskrárvernduð tjáningarfrelsisákvæði? Það má árétta að í 7. kafla stjórnarskrárinnar er svonefndur mannréttindakafli og fjallar um rétt ríkisborgara landsins o.fl. sem eru staddir þar.
Þar segir í 1. grein segir að ...allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Tjáningarfrelsið er einn mikilvægasti rétturinn sem skilgreindur er í kaflanum, en þar er hverjum manni tryggður réttur til að tjá hugsanir sínar, en þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi og síðan er áskilið að ritskoðun og sambærilegar tálmanir á prentfrelsi skuli aldrei í lög leiða. Hins vegar megi setja tjáningarfrelsinu skorður ef það er í þágu "...allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."
Tjáningarfrelsið er undirstaða sem mörg önnur réttindi hvíla á, þar með talinn rétturinn til að vera öðruvísi í siðum og háttum. Gildisdómar eru viðurkenndir undir gildandi rétti og skulu refsilausir. Nái þessi tilraun eða atlaga fram að ganga, sem nú er verið að reyna að koma á, er tekinn af okkur réttur sem við höfum núna: að fella gildisdóma um menn og málefni.Ég tek hér með stofnaða hatursglæpadeild lögreglunnar í Reykjavík sem á fyrir hönd ríkisins að sækja menn til saka fyrir meint hatursbundin ummæli eða skoðanir.
Við skulum hafa í huga, og rétt fyrir þá sem velkjast um í vafa, að réttindin sem stjórnarskráin veitir eru þess eðlis að ekki er hægt að afnema þau með almennum lögum eða ákvörðunum stjórnvalda.
Þetta eru grunnlög samfélagsins sem öll önnur lög byggja á. Þannig myndu til dæmis lög frá Alþingi sem kvæðu á um bann við útifundum tiltekinna samtaka eða lög sem veittu stjórnvöldum heimild til að stöðva tiltekna útgáfu ekki standast gagnvart stjórnarskrárákvæðunum og dómstólar myndu því dæma slík lög ómerk.
Einnig getur framkvæmdarvalið, í þessu tilfelli, lögregluyfirvöld, ekki birt reglugerð sem bindur þessu stjórnarskrárbundnu réttindi borgaranna. Til þess að réttlæta það, þarf líklega hætta að steðja að allsherjarreglunni eða öryggi ríkisins ógnað sem erfitt er að sjá sjá gerast í lýðræðisríki og á friðartímum.Allra síst eiga lögregluyfirvöld að hafa þann rétt að stofna til deilda innan lögregluembætta og getað sótt menn til saka fyrir meint hatursummæli.
Íslenska stjórnarskráin gerir þó ráð fyrir því að setja megi tjáningarfrelsi skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Hingað til hafa menn eða hópar sem telja á sig hallað, sótt rétt sinn til dómsstóla á eigin vegum og án tilstuðla framkvæmdarvaldsins.
Það er ekki ríkisins (framkvæmdarvaldsins) að hlutast til um skoðanir og orð einstaklinga! Líkt og er byrjað er á hér á Íslandi, með því að siga lögreglunni á fólk (líkt og hunda á fólk) sem hefur ekki réttar skoðanir eða segir óviðeigandi hluti.
Ég hef engan áhuga á að breyta skoðun fólks og eru orð mín ekki beint til neins sérstaklega, heldur er ég að verja málfrelsið og mun gera það með kjafti og klóm. Hér er ekki bara vegið almennt að tjáningarfrelsinu, heldur að sjálfum réttinum til að tjá sig munnlega eða skriflega og það er málfrelsið.
Atli Harðarson heimspekingur svarar þessu álitamáli um réttinn til málfrelsis á Vísindavefnum á eftirfarandi hátt: ,,Málfrelsi felur í sér að menn megi segja hvað sem þeir vilja bæði í ræðu og riti, á opinberum vettvangi jafnt sem í lokuðum hópi. Málfrelsi felur hins vegar ekki í sér að menn eigi rétt á að nokkur gefi orðum þeirra gaum eða taki mark á þeim. Menn sem njóta málfrelsis mega mótmæla skoðunum okkar, hvetja aðra til að hlusta ekki á okkur eða trúa ekki því sem við segjum.
Atli Harðarson segir að ,,Siðferði krefst þess að menn gæti þess að segja satt, varist að bera út róg eða lygar um náungann og sýni kurteisi og tillitssemi. En það er alls ekki nein siðferðileg skylda að samþykkja skoðanir annarra eða jánka öllu sem sagt er....Þar sem er fullt málfrelsi leyfist mönnum að halda fram röngum skoðunum. Sá sem gerir þetta vísvitandi breytir þó rangt í siðferðilegum skilningi. Í flestum tilvikum er samt ekki um lögbrot að ræða og oftast lítið að óttast því málfrelsið leyfir öllum hinum að andmæla vitleysunni."
Atli Harðarson sagði líka þetta: ,,Bann við meiðyrðum og háskalegum blekkingum er lítt eða ekki umdeilt. Minni einhugur er hins vegar um ýmsar aðrar skorður við málfrelsi sem hafa verið leiddar í lög, til dæmis bann við niðrandi ummælum um kynþætti eða minnihlutahópa, eða við því að mæla með neyslu fíkniefna. Sjónarmið af þessu tagi hafa þó haft áhrif á löggjöf á seinni árum (samanber til dæmis 6. grein laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir númer 95 frá 2001 þar sem ýmisleg umfjöllun um einstakar tóbakstegundir er bönnuð).
Og Atli Harðarson bendir einnig á þetta: ,,Ýmis rök mæla gegn því að takmarka málfrelsi á þeim forsendum að banna verði málflutning af einhverju tagi, því skynsamleg rök gegn honum dugi ekki eða nái ekki eyrum fólks. Í fyrsta lagi er hætta á að bann við því að halda fram einhverri skoðun verði til þess að mönnum þyki hún spennandi og merkileg og dáist að þeim sem brjóta bannið. Slíkt bann getur því allt eins haft þau áhrif að fylgi við vitlausa skoðun vaxi eins og að það minnki.
Atli Harðarson segir: ,,Í öðru lagi ber öllum (þar á meðal löggjafa) siðferðileg skylda til að koma fram við aðra menn sem vitsmunaverur og virða rétt þeirra til að vega og meta á eigin forsendum hverju skuli trúa og hverju ekki. Sé bannað að birta mönnum einhverja skoðun þá er þeim ekki treyst til að vega og meta rök í málinu og taka sjálfir skynsamlega afstöðu og þá má efast um að þeim sé sýnd sú virðing sem menn eiga að bera hver fyrir öðrum. "
Þetta minnir mig á ákæruna gegn Sókratesi sem kom fyrstur manna með gagnrýnar samræður sem ýtti undir sjálfstæða hugsun. Þetta voru díalískar samræðum og er mikið notað í akademíum í dag til að komast að niðurstöðum og til skoðanaskipta. Eins og flestir vita var hann ákærður fyrir að guðlasta og afvegaleiða ungdóminn með rökræðum. Hann kaus frekar að láta lífið en að afneita sannleikanum og réttinum til að tjá sig.
Það hafa verið barist um þessi sjálfsögðu réttindi allar götur síðan, í um 2500 ár, og benda má á að núverandi tjáningarréttur hefur aðeins verið við lýði í 250 ár en hann komst á með prentfrelsinu í Svíþjóð. Svo vilja vinstri menn afnema þennan rétt!
Kommúnistar og sósíaldemókratar, einkum kommúnistar, hafa farið hamförum gegn málfrelsinu. Kommúnisminn datt dauður niður en þá tóku sósíaldemókratar upp hugsunarsvipuna (nota rétt orð og ekki megi móðga einn eða neinn með eðlilegum skoðanaskiptum) og vilja berja með henni á andstæðingum sínum. Gangi þeim vel!
Annar heimspekingur, nær okkur í tíma og enskur að uppruna, John Locke skrifaði um rétt stjórnvalda til íhlutunar í málefnum almennings í stjórnmálaheimspeki sinni. Hann segir að í svonefnda samfélagssáttmála, sé gerður samningur milli frjálsra einstaklinga en ekki milli ríkisvaldsins og þegnanna.
Locke leit svo á að þegnarnir héldu réttindum sínum eftir að ríkisvaldinu hefur verið komið á. Endanlega liggur valdið hjá fólkinu. Trygging réttinda þess - verndun lífs, frelsis (tjáningarfrelsið í allri sinni margbreytulegu mynd) og eigna hvers og eins - er eini réttmætti tilgangur ríkisvaldsins. Gangi ríkisvaldið á þessi réttindi með einræðistilburðum eða hætti að verja þau svo gang sé að, hafa þegnarnir siðferðislegan rétt - eftir að reynt eftir löglegum leiðum - á að steypa ríkisvaldinu.
Locke talaði fyrir umburðarlyndi gagnvart tjáningarfrelsinu. Hann leit því á að það sé bæði rangt og siðferðislega ámælisvert fyrir pólitískar og trúarlegar valdastofnanir að þröngva skoðunum sínum upp á fólk. Hann sagði: ,,Hvar sem er sá maður sem hefur óumdeild rök fyrir sannleika allra skoðana sinna eða fyrir ósannindum alls þess sem hann fordæmir eða getur sagt að hann hafi rannsakað ofan í kjölinn allar sínar eigin skoðanir eða annarra? (Bryan Magee, 2002).
Þetta á einnig við starfsfólk lögregluyfirvalda. Í skáldsögunni 1984 voru börn látin njósna um foreldra sína og tilkynna um ef þau segðu eitthvað pólitískt rangt. Sjónvörp eða mónótorar voru alls staðar, einnig inn á heimilum og gegnum þessi tæki var njósnað um borgarana. Stöðugum boðskapi frá stóra bróðir var útvarpað til að stjórna hugsunum og ímyndaður óvinur var búinn til. Er þetta ekki dálítið líkt nútímanum?
Hafði George Orwell, sem leit með hryllingi á ríki skoðanabræðra sinna, í Sovétríkjunum, ekki rétt fyrir sér um framtíðarríkið? Eru ekki komnar eftirlitsmyndavélar alls staðar og hægt að njósna um fólk (gegnum t.d. snjallsjónvörp eða tölvur) inn á heimilunum? Er ríkið ekki komið með tól og tæki til að fylgjast okkar daglega lífi? Er það, ríkisvaldið í lýðræðisríki, ekki farið að skipta sér af skoðunum og orðræðu hins almenna borgara um og of? Á ekki að vera erfitt að sækja menn til saka fyrir ummæli? Eiga þessi mál ekki heima undir einkaréttarlögsögu dómstóla og eiga hópa og einstaklingar ekki bara sjálfir að sækja rétt sinn ef á er hallað?
Það má benda fylgjendum þess að beita lögreglunni gegn meinum hatursummælum, að þeir eru komnir í vafasama hóp harðstjóra og harðstjórnarríkja, bæði til vinstri og hægri, kommúnistaleiðtoga sem og fastistaleiðtoga og einræðisherra almennt, að vilja stjórna því sem er sagt er opinberlega. En verra er að þetta er einnig atlaga að sjálfstæðri og frjálsri hugsun sem hin pólitíska rétthugsun er auðljóslega beint að.
Í fyrsta skipti í sögunni, getur almenningur tjáð sig milliliðalaust, án atbeina fjölmiðla eða stjórnvalda, við samborgara sína og við allan heiminn þess vegna. Þetta er gert gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook, Twitter og hvað þeir heita allir þessir miðlar, þar sem fólk getur tjáð sig milliliðalaust. Þetta er hreint og óskert málfrelsi.
En málið er ekki svona einfalt. Nú hefur ný hætta barið á dyr. Samfélagsmiðlar sem eru í eigu einkaaðila eru komnir í hlutverk stóra bróður og eru byrjaðir að ritskoða hvað sagt er á miðlum þeirra. Þetta sáu menn ekki fyrir, að hættan steðji að frá einkaaðilum, ekki ríkisvaldinu.
En hvernig ritskoða samfélagsmiðlar fólk? Jú, með því að koma með ,,fact check eða staðreyndaskoðun á viðkomandi efni samfélagsnotandans. Samfélagsmiðlar njóta víðtækra réttinda, vegna þess að þeir segjast vera ,,samskiptatorg og eru því ekki ábyrgir á efni notenda samkvæmt lögum. Þeir hafa þó tekið sér ritstjórnarvald með því að ,,staðreyndaskoða notendur sína sem sumir kalla ritskoðun.
Uppi eru því raddir að taka þessi ábyrgðarleysi af samfélagsmiðlunum og gera þá ábyrga fyrir dómstólum, enda eru þeir komnir í ritstjórnarstólinn og þar með ekki lengur óvilhallir aðilar. Aldous Huxley og George Orwell vöruðu okkur við afskipti ríkisvaldsins af tjáningarfrelsinu en hver sá fyrir tilkomu samfélagsmiðlanna og hættunni af þeim?
Þeir skulu hafa það hugfast sem vilja takmarka málfrelsið á einhvern hátt, að þar eru þeir komnir í hóp þeirra sem að ráðast á lýðræðið og lýðræðislega umræðu!
Helsta heimild: Atli Harðarson á Vísindavefnum. Einnig samtíningur héðan og þaðan ásamt skoðunum mínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.11.2020 | 20:27 (breytt 18.5.2022 kl. 13:28) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.