Þar sem við borgararnir erum eins og maurar í mauraþúfu, er erfitt að sjá heildarmyndina hver meginþróunin er og hvert stefnir, í óefni eða hamingjuríka framtíð. Sem sagnfræðingur sér ritari viðvörunarljós blikka, en er þetta bara bilunarmerki, ekki raunveruleg hætta?
Hvað er eiginlega að gerast á Vesturlöndum? Eru þau að hrynja innan frá vegna menningastríðs borgaranna og er óheftur innflutningur fólks frá öðrum menningaheimum að búa til jarðveg fyrir borgarastyrjaldir framtíðarinar? Ef svo er, hvað er langt í næstu borgarastyrjöld og í hvaða landi hefst hún, ef hún hefst á annað borð?
Byrjum á menningarstríðinu eða pólitíska sundrungu en hún hefur aukist mikið síðustu tvo áratugi, sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta birtist sem menningastríð (culture wars) þar sem deilt er um kynhlutverk, kynþátt, trú, innflytjendamál og þjóðernishyggju. Sjá má þetta í umræðu síðastliðna viku hér á Íslandi.
Svo er það ótvírætt að traust til stofnana hefur minnkað, hvort sem um er að ræða stjórnvöld, fjölmiðla eða menntakerfi. Hvers vegna? Er það vegna þess að þessar stofnanir hafa í raun brugðist og viðbrögð fólks í samræmi við það? Eða er fólk bara upplýstara en áður og lætur "stofnanir" ekki lengur leiða sig á "asaneyrunum", þökk sé samfélagsmiðlanna sem færir fólk upplýsingar beint í æð? Að netið búi til blöðrur sem fólk lifir í án tengsla við annað fólk með aðrar skoðanir?
Það er líka ljóst að hraðar samfélagsbreytingar eiga sér stað, bæði vegna tæknivæðingar og hnattvæðingar, valda óöryggi hjá mörgum hópum sem upplifa að þeir missi tökin á eigin framtíð. Er gervigreindin að fara að taka yfir starf mitt?
Er óheftur innflutningur fólks að skapa jarðveg fyrir átök, sérstaklega frá andstæðum menningaheimum? Saga Vesturlanda sýnir að stórar innflytjendabylgjur hafa oft kallað fram spennu (t.d. Ítalir og Írar í Bandaríkjunum á 19. öld). En það er ekki hægt að bera þessa innflytjendur saman við innflytjendamál í Evrópu samtímans. Í Evrópu eru núna mikil átök um samþættingu múslímskra innflytjenda og hælisleitenda. Þar má sjá að í sumum borgum hefur myndast félagslegt aðskilnaðarferli sem getur orðið uppspretta átaka. Það er þó ekki óumdeilanlegt að innflytjendur sjálfir valdi styrjöldum; vandinn liggur einnig hjá mótstöðu og ótta meirihlutans gegn breytingunum og í misheppnuðu samþættingarferli. Í grunninn er hér verið að berjast um veraldarhyggju, jafnrétti kynja, málfrelsi og einstaklingshyggju. En er þetta nægur efniviður í borgarastyrjaldir framtíðarinnar?
Borgarastyrjaldir springa yfirleitt út þegar þrjú skilyrði eru uppfyllt:
1. Pólitískt réttlæti er talið brostið (ólögmæt stjórn, spillt vald eða skert lýðræði).
2. Félagslegur klofningur er djúpur og tengist sterkum sjálfsmyndum (kynþáttur, trú, þjóðerni, stétt).
3.Hópar telja að þeir hafi raunhæfa möguleika á að berjast (fjármagn, vopn eða utanaðkomandi stuðning).
Bandaríkin. Sumir fræðimenn hafa varað við að pólitísk sundrung, ásamt vaxandi pólitískri ofbeldisnotkun (t.d. árásin á þinghúsið 6. janúar 2021), gæti verið undanfari takmarkaðrar borgarastyrjaldar eða langvinnra óeirða.
Evrópa. Líklegra er að átök taki form borgaralegra óeirða (t.d. Frakkland, þar sem reglulega verða stórar mótmælahreyfingar sem stangast á við lögreglu).
Stór borgarastyrjöld í Vestur-Evrópu eða Bandaríkjunum er þó enn ólíkleg á næstu áratugum ríkin eru rík, með öfluga stofnanir og öryggisstofnanir sem vinna gegn því. En aldrei að segja aldrei.
Saga Rómaveldis segir okkur góða dæmisögu. Stofnanirnar voru mjög öflugar í margar aldir: herinn, skattkerfið, lögin, vegirnir.
Þrátt fyrir það féll það vegna innri hnignunar (efnahagslegur þrýstingur, spilling, sundrung) og ytri áfalla (flutningar Germana, Persar, síðar Húnar).
Lærdómurinn: jafnvel þegar stofnanir virðast traustar, getur kerfið hrunið þegar þrýstingarnir verða of margir á sama tíma.
En ef það verður borgarastyrjöld, þá verður það í Bretlandi.
Bretland er á margan hátt litmus-próf fyrir stöðugleika Vestur-Evrópu, því þar blandast stór múslímsk samfélög (t.d. í birmingham, Bradford, Leicester, austurhluta London). Sterk þjóðernishyggja (Brexit hefur skilið eftir sig djúp pólitísk sár).Efnahagsleg kreppa (verðbólga, húsnæðiskreppa, veikburða opinber þjónusta) og pólitískt vantraust (stjórnmálin klofin og í endalausri ringulreið).
Hver gæti verið kveikjan? Stór hryðjuverkaárás (líkt og í London 2005) sem kallaði fram öfgaviðbrögð en ástandið í dag er þegar mjög eldfimt.
Hryllilegur glæpur (t.d. morð sem tengist trúarlegum eða kynbundnum ágreiningi. Alþjóðlegar krísur, (t.d. Gaza, Kashmir eða ný hælisleitendabylgja).
Hvers konar borgarastyrjöld er líkleg? Ekki klassísk styrjöld með víglínum eins og 16401660 í Bretlandi. Heldur staðbundin götustríð í borgarhverfum, hugsanlega með sjálfskipuðum gæsluhópum (militías) sem verja sitt hverfi. Þetta gæti orðið að lágstyrks átökum sem vara árum saman, svipað og í Norður-Írlandi (The Troubles), nema nú útbreiddara í mörgum borgum.
Bloggar | 4.9.2025 | 16:45 (breytt kl. 17:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. september 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020