Ritlaun listamanna í áskrift

Morgunblaðið er með umfjöllun um listamannalaun rithöfunda í vikunni. Það eru ekki smáræðis upphæðir sem þessir "listamenn" fá og ekki er spurt um gæði verka þeirra. Þeir eru jú frægir og það er nóg til að fá peninga úr almannasjóðum - skattfé borgara. Margir dreymir um að gerast rithöfundar en geta ekki, jú þeir eru "nobody" og þurfa að vinna launavinnu. 

Afkastamiklir rithöfundar en óþekktir - aumingjarnir, fá ekki neitt. Þetta áskriftar fólk er að fá upp undir 12 milljónir per bók...ár eftir ár.....

Tökum ölmusa kónginn fyrir, Andri Snær Magnason.  Hann er búinn að vera á listamannalaunum í 246 mánuði,með 138 milljónir króna í ritlaun (hann er samt ekki "launahæstur") á þessu tímabil en fær 27 milljónir á bók!!! Fær hann sem sagt ekkert af bókasölu? Eða bætist hagnaðurinn af sölu bóka hans ofan á listamannalaunin - lestist: Ölmusuna? Þetta minnir á ölmusa fyrir skólasveina Hóla- og Skálholtsstóla, efnillegir piltar sem þurfa meðgjöf. Við kotbændurnir þurfum að húkta á kotunum og borga fyrir herlegheitin. Þetta fólk hefur örugglega aldrei dýft hendi í kalt vatn til að sjá fyrir sér.

Endum þetta á Nóbels verðlaunahafanum. Halldór Kiljan Laxness fékk bæði styrki og listamannalaun frá ríkinu á sínum ferli en það var ekki fyrr eftir dúk og disk. Á 4. og 5. áratugnum fékk hann skáldastyrki (ríkið veitti árlega ákveðnum skáldum og rithöfundum fjárhagslegan stuðning). Þetta var áður en kerfi listamannalauna eins og við þekkjum það í dag varð til. Árið 1941 samþykkti Alþingi að greiða honum árlegan skáldastyrk til 7 ára, sem var óvenju rausnarlegt miðað við samtímann. Seinna fékk hann ævilang launagreiðslurétt frá ríkinu, svokölluð skáldalaun eða listamannalaun. Það var viðurkenning á stöðu hans sem þjóðskálds og menningarlegu vægi verka hans. Auk þess fékk hann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955, þar sem fylgdi veruleg fjárhæð sem tryggði honum fjárhagslegt öryggi. En Halldór var undantekningin sem sannaði regluna.

 


Bloggfærslur 27. september 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband