Varnarmál hafa verið íslenskum ráðamönnum hugleikin í 250 ár

Ritari hefur skrifað handrit að bók um varnarmál Íslands frá 1600 til dagsins í dag. Ætla mætti að ekki sé mikið að skrifa um en það alsendis rangt. Tökum dæmi. Það væri hægt að skrifa margar bækur um sögu varnarliðsins frá 1951-2006. Það hafa margir Íslendingar skrifað um Ísland í seinni heimsstyrjöldinni, aðrir um Vestur-Íslendinga og þátttöku þeirra í fyrri heimsstyrjöld sem var mikil saga og margt fleira. Hér kemur smá efni úr handritinu.

18. öld. Magnús Stephensen (1762 - 1833); helsti embættismaður landsins á lokum 18. aldar. Hann taldi að Íslendingar ættu að vera vopnum búnir til sjálfsvarnar gegn ræningjum, sérstaklega eftir Tyrkjaránið (1627). Ekki bein krafa um her, heldur heimavarnir.

Svo kom upp alvarleg hugmynd um stofnun íslensks hers. Helstu menn á bak við hugmyndina um íslenskan her í móðuharðindunum eru:

Ove Høegh-Guldberg (1731–1808)Áhrifamikill danskur ráðgjafi og forsprakki í stjórn Dana á síðari hluta 18. aldar. Studdi hugmyndina að stofna her til að tryggja yfirráð Dana á Íslandi.

Hans von Levetzow (1739–1806)Stiftamtmaður Íslands 1770–1793. Aðalmaðurinn í áformunum um íslenskan her. Lagt var til að stofna 300 manna her, launaður með sköttum, til að halda uppi reglu og vernda stjórn Dana. Hann reyndi meira segja tvisvar sinnum að koma áformum sínum áleiðis.

Jón Eiríksson (1728–1787)Íslenskur embættismaður og ráðgjafi í Kaupmannahöfn. Hafnaði ekki hugmyndinni, en sýndi efasemdir um hagkvæmni hennar.

Stefán Þórarinsson (1734–1798)Amtmaður í Suður- og Vesturamtinu. Hvatamaður hugmynda um landher á Alþingi 1785, studdi Levetzow.

Magnús Stephensen (1762–1833)Þá ungur lögmaður (síðar dómari og landfógeti). Tekinn þátt í umræðum, þó að hann hafi síðar orðið áhrifameiri.

Hannibal Knudsen (1752–1795)Danskur embættismaður, rannsakaði ástandið á Íslandi eftir móðuharðindin. Studdi hugmyndir um að styrkja stjórn Dana með herliði.

Georg Christian Oeder (1728–1791).Danskur náttúrufræðingur og embættismaður.  Varðaði um stjórn nýlendna og taldi Ísland þurfa fastari stjórn – þar á meðal með her.

Björn Markússon (1726–1794)Lögmaður, studdi hugmyndina ásamt Levetzow og Stefáni Þórarinssyni.

Í örstuttu máli var rætt á Alþingi 1785 og í framhaldi um að stofna 300 manna íslenskan her. Um 600 manns gáfu sig fram í könnun árið 1788. Vegna fátæktar og ástands eftir móðuharðindin varð ekkert úr áformunum.

19. öld. Jón Sigurðsson (1811 - 1879); barðist fyrst og fremst fyrir sjálfstæði Íslands. Hann nefndi stundum að þjóð með fullveldi þyrfti að ráða yfir eigin vörnum, en lagði ekki fram neina skipulagða herhugmynd.

Á þessum tíma voru líka uppi hugmyndir um þjóðvarnir eða þegnaskyldu (líkt og víða í Evrópu), en þær náðu aldrei festu.

20. öld. Hannes Hafstein (1861 - 1922), fyrsti ráðherra Íslands, var umhugað um landhelgisgæslu og landvarnir, en ekki her í hefðbundnum skilningi. Hann studdi stofnun landhelgisgæslunnar (1914) sem var í raun fyrsta vopnaða sveit Íslands á nýrri tíð.

Valtýr Guðmundsson (1852–1928; Alþingismaður og fræðimaður, einn þeirra fyrstu sem settu fram heildstæða sýn á Ísland sem lykilstöð í norðurhöfum. Taldi að Ísland gæti orðið hernaðarlega mikilvægt fyrir stórveldin og varaði við að Íslendingar sætu varnarlausir ef ekkert yrði að gert.

Tryggvi Þórhallsson (1889 -1935), forsætisráðherra; talaði um að Ísland þyrfti að huga að vörnum sínum í millistríðsárunum, einkum landhelgis- og strandvörnum.

Ólafur Thors (1892 -1964); forsætisráðherra þegar Ísland gekk í NATO 1949. Hann var eindreginn talsmaður þess að Ísland hefði varnir í samvinnu við Bandaríkin, þó hann hafi ekki talað um sjálfstæðan íslenskan her.

Bjarni Benediktsson eldri (1908 -1970); utanríkisráðherra 1947 - 1956, forsætisráðherra 1963 -1970. Hann var einn helsti hvatamaður varnarbandalags við Bandaríkin og NATO. Hann taldi hernaðarvarnir lífsnauðsynlegar fyrir Ísland.

Jónas frá Hriflu (1885 - 1968); áhrifamikill framsóknarmaður. Hann var opinn fyrir hugmyndum um íslenskan varnarher í millistríðsárunum, þó þær næðu aldrei fram að ganga.

Geir Hallgrímsson (1925–1990) – forsætisráðherra og utanríkisráðherra, studdi áframhaldandi veru Bandaríkjahers á Íslandi. Tók þátt í stefnumótun um að styrkja hlut Íslands innan NATO án þess að hafa eigin her.

21. öld. Davíð Oddsson (f. 1948), forsætisráðherra til 2004 - ; einn helsti talsmaður þess að Ísland héldi varnarsamstarfinu við Bandaríkin og NATO, og talaði fyrir mikilvægi þess að Íslendingar hefðu sjálfir eitthvað hlutverk í vörnum, þó ekki eigin her.

Bjarni Benediktsson yngri (f. 1970); sem utanríkisráðherra og síðar fjármálaráðherra hefur hann talað um mikilvægi NATO-aðildarinnar og minnst á að Íslendingar verði að leggja meira af mörkum til varna.

 


Bloggfærslur 26. september 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband