Ritari hefur skrifað opinberlega í rúmlega tuttugu ár um varnarmál Íslands. Hann hefur lagt áherslu á að Íslendingar axli ábyrgð á eigin vörnum, engum er treystandi, ekki einu sinni nánustu bandamönnum. Bandamenn eru góðir út af fyrir sig en þeir geta reynst skeinuhættir, því pólitík þeirra getur dregið örþjóð eins og Ísland inn í hættuleg hernaðar ævintýri.
Þetta á við bæði Evrópumenn (ESB)og Bandaríkin. Báðir aðilar geta verið herskáir, og ef horft er á sögu beggja, hefur ríkt stanslaust stríð í Evrópu síðastliðið árþúsund og Bandaríkin hafa sjálf verið í stöðugum stríðum (útþennsla ríkisins á útjöðrum) og loks út í heim síðastliðin 250 ár. Bjána pólitík er hægt að kalla stríðsbrölt þeirra og það VERÐUR EKKI FRIÐVÆNLEGT næstu áratugi. Það má meira segja fullyrða að lokið á friðarpottinum sé að þeytast af.
Hvar standa þá Íslendingar? Stríð milli Evrópumanna og Rússa og við þátttakendur? Ekki gott fyrir Íslendinga. Bandaríkjamenn fara í stríð í Asíu? Ekki gott fyrir Íslendinga því nú er hægt að skjóta langdrægum flaugum frá Íran eða Kína eða...eitthvað óvina ríki til Íslands.
Það er ekki nóg með að það sé hægt að stefna flugvélaflota til loftárása á Ísland eins og raun var hægt í seinni heimsstyrjöld eða herskipaflota og kafbáta, heldur að senda eldflaugar. Nýjasta nýtt er drónahernaður.
Hugmyndir ritara um eigin varnir Íslendinga er því ekki fjarstæðukenndar eins og ætla mætti. Ritari gerir sér grein fyrir að það er mjög óvinsælt að tala um íslenskar varnir og her, en það er hreinlega bara ekki hægt að hunsa málið endalaust. Heimurinn er kominn til Íslands. Meira segja stefnir í að íslenska lögreglan þurfi að vopnast ef glæparþróunin hefur svona áfram.
Þá koma mótrökin, Íslendingar eru of fámennir, of fátækir eða eitthvað. En það er bara ekki rétt. Ritari skrifaði skýrslu um varnir Íslands út frá mismunandi forsendum. Niðurstaðan er einföld. Íslendingar geta mannað smáher (eða hálf atvinnumanna her) og meira segja komið sér upp eigin loftvarnir á eigin kostnað. Ef hugsað er í það, er lofthelgisrýmisgæsla NATÓ á Íslandi bara sýndarmennska. Nú segir einhver? Jú, koma þessara flugsveita sem eiga að gæta lofthelgina er rækilega auðlýst sem og brottför þeirra. Óvinurinn þarf ekki annað en að fylgjast með fjölmiðlum og miða sínar áætlanir við það! Loftvarnarkerfi í höndum Ísland væri hins vegar alltaf virk og mannað, allt árið um kring.
Munum eftir því að það er nóg af skotmörkum á Íslandi. Allar virkjanirnar, sæstrengir, eldsneytis mannvirki, hafnir, ratsjárstöðvar o.s.frv. Það er ekki nóg að kalla á kjaftafund Þjóðaröryggisráðs Íslands, sem hefur ekkert í höndunum til að gera nokkurn skapaðan hlut, nema að gefa út fréttatilkynningar um hversu Íslendingar eru áhyggjufullir eða segja skamm við Rússa og Ísraela.
Varnarmálastefna Íslands er hreint og beint grín (grínlaust). Skýrsla samráðshóps Alþingsmanna (stjórnmálamenn með enga þekkingu á hermálum!) um varnarmálastefnu er ekki meira virði en blekið sem fór á pappírinn sem stefnan var prentuð á. Ef eitthvað er, er utanríkismálastefna Íslands brjáluð. Það er verið að skipta sér af stríðum út í heimi, sem Ísland hefur ekki baun áhrif á, bara ekki neitt. Eina sem gasprið hefur upp á sig er að espa "óvinina" og beina athyglinni að Íslandi. Músa ríkið Ísland á að þeigja og verja músaholuna í kyrrþei (líkt og Svisslendingar hafa haft vit á). Það tryggir öryggi og frið á Íslandi.
Bloggar | 25.9.2025 | 20:47 (breytt kl. 21:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 25. september 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020