Í mestu byltingu samtímans, gervigreindar byltingunni, hugsa ráðamenn í lausnum 20. aldar. Ekki er enn vitað hvernig hún hefur áhrif á umferðastýringu né hvort bílaflotinn verður sjálfkeyrandi. En það er vita að til dæmis leigubíla þjónustan verður án bílstjóra. Í nokkrum stórborgum eins og San Fransiskó og Los Angeles er slíka þjónustu og heitir hún Waymo. Hér á Íslandi eru menn hangandi í fortíðinni og eru að rífast um erlenda leigubílstjóra sem halda sig vera vegaræningja. Lausnin gæti verið leigubílaþjónusta eins og Waymo bíður upp á.
Ef leigubílar geta verið sjálfkeyrandi, af hverju ekki strætisvagnar? Ef þeir verða sjálfkeyrandi, þá er hægt að hafa fleiri gangandi, því dýrt er að hafa strætisvagnabílstjóra en sjálfrennireiðar ganga kannski á rafmagni.
En hvernig svo sem almennings samgöngurnar verða, þá verður einkabílinn áfram við sögu og bifreiðar atvinnulífsins. Kannski hvorutveggja verði sjálfrennandi en ef svo verður, þurfa þessi farartæki áfram að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins. Fjögurra manna fjölskylda verður eftir sem áður að nota einkabílinn enda fara allir fjölskyldumeðlimir í allar áttir á morgnanna.
Það er nokkuð ljóst að í fyrstu framkvæmdarlotu Borgarlínunnar, frá Ártúnshöfða til Hamraborgar, er lagt upp með að um 71% leiðarinnar verði í sérrými, þ.e. ekki í blönduðri umferð. Í þeim hluta sem ekki verður í sérrými mun verða blandað umferð og Borgarlínan deila akreinum með öðrum umferð. Sumir hlutir leiðarinnar munu þurfa að taka svo kallaðar "akreinar undir Borgarlínu" frá almennri umferð, t.d. á Suðurlandsbraut þar sem fjórar akreinar eru í dag og áform er að stytta þær fyrir bílum á sumum köflum.
En hvað verða margar akreinar teknar frá almennri umferð? Það er ekki vitað enda ekki gefið upp (sjá vefsetur Borgarlínunnar). Á mörgum köflum mun Borgarlínan taka eina eða fleiri akreinar frá almennri bílaumferð, eða breyta tveggja akreinagötum í sérakreinar eða blandaða akreinar/sérrreinar. Á sumum stöðum þar sem eru fjórar akreinar í dag, t.d. Suðurlandsbraut, gæti Borgarlínan tekið eina akrein fyrir sig (t.d. úr 2×2 verði 1×1 + Borgarlína) þ.e. fækkað akreinum fyrir bílum um 1 per stefnu. Á þeim 71% köflum þar sem sérrými er gert ráð fyrir, líklega munu t.d. 1-2 akreinar sem áður voru fyrir bíla verða sérakreinar Borgarlínu, eða almenna umferð fækkað um 1-2 akreinar á ákveðnum götum.
Við Fjörðinn á Strandgötu í Hafnarfirði er strætisvagna miðstöð. Þaðan til Engidal, sem aðskilur Garðabæ og Norðurbæ Hafnarfjarðar á að leggja borgarlínu en hvernig í ósköpunum á hún að komast fyrir, er ráðgáta. Helmingurinn af leiðinni er með aðeins tvær akreinar og þétta íbúabyggð. Hvar er plássið?
Borgarlínan gerir ráð fyrir að akreinar hennar verði í miðreinum. Þvílíka heimsku er varla hægt að hugsa sér meiri. Það á að láta notendur hætta sig yfir akreinar almennrar umferðar til að taka tóma vagna borgarlínunnar. Já, þessi vagnar verða að mestu tómir. 12% markmiðið eru draumórar einhverja skipulagsfræðinginga sem hafa lagst yfir skýrslur og kort og búið til ímyndaða framtíðarsýn byggða á módelum sem eiga ekki við íslenskan raunveruleika.
Bloggar | 22.9.2025 | 09:21 (breytt kl. 10:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. september 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020