Yfirhershöfðingi þýska hersins, Carsten Breuer, er/var í heimsókn á Íslandi, væntanlega í boði utanríkisráðherra Viðreisnar (ekki Íslands) sem hefur vota drauma um inngöngu Íslands í ESB með öllu því sem tilheyrir því, meðal annars hernaðarþátttöku Íslands í hersamvinnu ESB-ríkja. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins segir að heimsóknin hafi verið "...þýðingarmikill liður í að efla tengsl og tvíhliða samstarf Íslands og Þýskalands á sviði varnarmála". Hershöfðinginn kynnti sér m.a. aðstæður á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og Helguvíkurhöfn. Þýsk heryfirvöld beina sjónum sínum að Norður-Atlantshafi og vilja efla varnir á svæðinu. Ástæðan: hættan sem stafar af rússneska hernum.
Þetta virðist vera allt skynsamlegt og eðlilegt í fyrstu af hálfu þýðskra, en við nánari skoðun er ljóst að þýski herinn er pappírs tígur. Hann getur ekki einu sinni varið heimalandið. Þjóðverjar hafa treyst á bandaríska herinn til að verja landið allt frá 1945. Jafnvel þótt Sovétríkin hefðu fallið 1991, varð þar engin breyting á. Samkvæmt Statista voru 35 þúsund bandarískir hermenn staðsettir í landinu 2024. Örherveldið Bretland er með 1300 hermenn í landinu.
Þá komum við að bardagahæfni þýska hersins (Bundeswehr): Hvar stendur herinn í dag?
Samkvæmt nýrri greiningu og opinberum upplýsingum er bardagahæfni Bundeswehr á tiltölulega lágu stigi, stefnandi í betri horfur en með verulegri hindrun. Á manna máli segjast Þjóðverjar ætla að verja meira af vergri landsframleiðslu (GDP) til hermála en árið 2024 var hernaðarkostnaður Þýskalands um 1,9 % af GDP, sem jafngilti um $88,5 milljörðum samkvæmt SIPRI reikningum. Breaking DefenseWikipedia . Árið 2025 hefur Þýskaland hækkað hernaðargjöldin í um 2,4% af GDP (u.þ.b. 86 milljarðar evra). Ætlunin er að fara í 5% markið fyrir 2035 sem er afar óraunhæft, því Þýskaland stefnir í efnahagskreppu (ásamt Frakklandi og Bretland) vegna brjálaða vinstri stefnu í orkumálum og efnahagsmálum almennt - afnám kjarnorkuvera og traust á rússneskri orku (sem þeir eru að vígbúast gegn!!!) og woke hugsunar yfir höfuð. Sjálfgerð efnahagskreppa vegna meingallaðrar hugmyndafræði. Hversu galnir geta menn verið í orðum og verkum?
En spurningin í titli greinarinnar er hvort þýski herinn sé bardagahæfur (Battle-readiness) og svarið er nei, aðeins um 50%.
Fyrir innrás Rússa í Úkraínu var bardagahæfni þýska landhersins um 65%. Nú er hún aðeins um 50%, að sögn Andre Wüstner, formanns Bundeswehr-samtakanna. Fjölmiðlafulltrúi þýska hersins, Eva Högl, staðfesti einnig að skráar hereiningar væru aðeins um 50% bardagahæfar, og benti á alvarlega stöðu varðandi mannafl og ráðningar.
Það er ekki bara skortur á mannskap og þjálfun, skortur er á loftvarnar- og fallbyssukerfum, auk aðgerðanna vegna fjölgunar hermanna og varasveita. Þrátt fyrir nýja auglýsingaherferð, eru ennþá laus þúsundir stöðugilda, um 20,000 manns skortir til að ná markmiðinu um 203,000 manna her.
Þýsk yfirvöld (þrátt fyrir komandi efnahagskreppu) munu eyða meira til hermála næstu misseri. En þýski herinn er lagt frá því að geta sinnt öryggisgæslu á Norður-Atlantshafi, hvað þá að geta varið sjálft Þýskaland.
Heimsókn þýska yfirhershöfðingjans til Íslands, hlýtur því að vera af pólitískum ástæðum, runnar undan rifjum Viðreisnar um að koma Íslandi í ESB og taka þar með þátt í varnarstarfi ESB sem er í skötulíki. Ekkert er talað um að herstöðin á Keflavíkurflugvelli var reist 1951, af Bandaríkjaher, rekin af Bandaríkjaflota og sem flugbækistöð frá árinu 1961. Enn er Ísland undir verndarvæng Bandaríkjahers samkvæmt tvíhliða varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Hvað vill yfirhershöfðingi Þýðverja upp á dekk?
Að lokum, engin hætta stafar af sjálfum rússneska hernum gagnvart Evrópu. Rússneski herinn hefur sannað það að hann ræður varla við að verja eigið land (sjá má það í fyrsta og seinna tsjetsjensku stríðunum) og gríðarlega erfiðleika við að yfirbuga Úkraínu í núverandi stríði. Hvað þá að fara í stríð við 32 ríki NATÓ!
Helsta hættan sem stafar af Rússlandi er kjarnorkuvopnaher landsins (já, sérstök einnig inn rússa hers sem er bara helguð kjarnorkuvopna stríði). Rússlandi stafar í raun eigin hætta af inngöngu Úkraínu í NATÓ, það sem hangir á spýtunni þar er aldar gömul stefna zaranna (keisaranna) að þenja út Rússland, og deila og drottna á jöðrum ríkisins. Pútín er engin undantekning á stefnu forvera sinna síðastliðin 500 ár.
Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli
Bloggar | 27.8.2025 | 18:37 (breytt kl. 18:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 27. ágúst 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020