Hér á þessu bloggi hefur verið farið í hugmyndir Milton Friedman og hvernig hans hugmyndir myndu breyta efnahagsstefnu Íslands til hið betra. En förum aðeins lengra aftur í tímann og til föður hagfræðinnar, Adam Smith, 1723-1790, en hann gaf út tímamóta bókina Auðlegð þjóðanna sem kom út 1776. Þótt liðin séu nærri 250 ár, standa kenningar hans föstum fæti í nútímanum.
Ef við hugsum Ísland 2025 út frá sjónarhorni Adam Smith, þá myndi hann nálgast vandann öðruvísi en Milton Friedman, þó báðir hafi trú á frjálsum markaði.
Smith talar um ósýnilega hönd sem stýrir markaðinum en á þar við um frelsi markaðarins. Smith myndi leggja áherslu á að leyfa einstaklingum og fyrirtækjum að sækjast eftir eigin hagsmunum innan skynsamlegs ramma. Hann myndi segja að ef Ísland 2025 leyfði meira frumkvæði, þá myndi það skapa meiri vöxt og velsæld fyrir heildina. Hann myndi t.d. hvetja til aukins frjálsræðis í útflutningi (vatn, orka, hugverk, sjávarútvegur). Hann væri þó tortrygginn gagnvart einokun og sérhagsmunum sem kæfa samkeppni.
Varðandi stjórn ríkisins, þá fer hann milliveginn, ekki of lítil og ekki of stór. Þar greinir hann sig frá Friedman sem allra minnst ríkisafskipti.
Smith taldi ríkið eiga að hafa þrjú lykilhlutverk:
Verja landið (varnir og öryggi). Friedman er sammmála og allir eru sammála þessu, hvort sem menn eru vinstri- eða hægrimenn.
Tryggja réttarkerfi og eignarrétt. Friedman er sammála og sem nánast allir aðrir.
Byggja og viðhalda almenningsverkefnum sem markaðurinn sinnir ekki sjálfur (vegir, brýr, menntun að hluta). Veit ekki hvort Friedman er sammála þessu, veit um dæmi þar sem hann talar um vegaframkvæmdir og þar sem einkaaðilar eru betri og ódýrari. Vegagerð Íslands er greinilega sammála Friedman, því hún býður út allar vegaframkvæmdir. Að láta atvinnulífið "keppa" þar sem nátttúruleg einokunaraðstaða er fyrir hendi, svo sem lestasamgöngur í t.d. Bretlandi, gengur ekki upp.
Á Íslandi 2025 gæti það þýtt að ríkið ætti að leggja áherslu á innviði (samgöngur, raforkukerfi, fjarskipti) sem grunn til atvinnusköpunar. Það ætti ekki að hafa of mikla hlutdeild í atvinnurekstri, nema þegar markaðurinn myndi ekki sjá sér hag í því.
Smith sér fyrir sér skattakerfi þar sem gætir réttlæti og hóf. Smith var ekki á móti sköttum, en hann vildi að þeir væru:
Hóflegir ekki kæfa atvinnulífið.
Fyrirsjáanlegir ekki breytt af handahófi eins og er gert á Íslandi í dag.
Sanngjarnir allir leggi sitt af mörkum miðað við getu.
Á Íslandi 2025 myndi hann líklega segja við Íslendinga, þið eigið að halda sköttum hóflegum á fyrirtæki og einstaklinga. Einfaldið skattkerfið (forðast flækjur sem skapa undanskot og sérhagsmuni). Auka gagnsæi í ráðstöfun skattpeninga.
Smith telur að framleiðni og vinnusemi sé lykillinn að auði þjóðarinnar. Í Auðlegð þjóðanna lagði Smith áherslu á að auður kemur af vinnuafli og framleiðni, ekki gullforða eða gjaldeyrisvarasjóði. Sjá má þetta í löndum eins og Holland og Japan sem eru snauð af nátttúru auðævum. Fyrir Ísland 2025 myndi hann segja að mikilvægast væri að auka framleiðni í menntun, nýsköpun og sjávarútvegi/orku. Hann hefði eflaust áhuga á að sjá einkaframtakið nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, án þess að ríkið haldi of fast í stýrið.
Þannig myndi Smith segja: "Leyfið Íslendingum að vinna og skapa ríkið á að ryðja brautina, ekki ganga fyrir með sverði í hönd."
En hvað myndi Adam Smith gera í efnahagstöðu Íslands árið 2025? Fyrst og fremst að styrkja grunnstoðir ríkisins sem eru varnir og öryggismál, eignaréttur og dreifing gæða og sinna innviði sem markaðurinn getur eða vill ekki sinna (koma í veg fyrir einokun fyrirtækja á markaði).
Smith myndi einfalda skattkerfið gera það sanngjarnara. Halda fyrirtækjaskatti hóflegum (20% er í lagi, ekki hækka). Einfalda skattkerfið og draga úr sértækum undanþágum. Tryggja fyrirsjáanleika: engar skyndibreytingar sem fæla fjárfestingu. Skattar eiga að vera sanngjarnir: allir leggja sitt af mörkum miðað við getu.
Varðandi frelsi og samkeppni hefði hann ráðlagt Íslendingum að brjóta niður einokun og sérhagsmunakerfi (t.d. í sjávarútvegi, byggingamarkaði og fjármálum). Leyfa nýjum aðilum að komast að borðinu, auka frumkvöðlastarfsemi.
Auka frjáls viðskipti við önnur lönd - útflutningur ekki aðeins bundinn við fisk og ál, heldur líka vatn, hugverk og orkutengd verkefni.
Menntun var Smith hugleikin sem og framleiðni sem lykill að auði. Hann myndi vilja fjárfestingu í menntun sem eykur framleiðni, stærðfræði, vísindi, tækni, tungumál. Menntun á að hvetja til frumkvöðlastarfs, ekki aðeins til starfa í hinu opinbera kerfi. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda, vatn, orka, fiskur → langtímahagsmunir fyrir þjóðina.
Ríkið á ekki að reyna að stjórna hagkerfinu með daglegum íhlutunum. Markaðurinn (ósýnilega höndin) fær að leiða verðmyndun, nýsköpun og atvinnusköpun. Hins vegar tryggir ríkið að leikreglur séu skýrar og jafnar fyrir alla.
Smith myndi segja að auður þjóðarinnar byggir á vinnusemi, ekki peningaprentun. Smith taldi að þjóðir auðgast þegar vinnuafl er notað vel. Ísland á að skapa hvata til vinnu og framleiðni, ekki til óvirkni eða skuldaþenslu. Ekki treysta á gjaldeyrisforða eða skuldabréf því raunverulegur auður er í vinnu, hugviti og framleiðslu.
Endum þetta á Milton:
Milton Friedman um 3 hlutverk ríkisins
Bloggar | 24.8.2025 | 12:25 (breytt kl. 13:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 24. ágúst 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020