Verðbólga er 4% í ágúst, stýrisvextir eru 7,5%. Þetta er alveg galið, því að verðbólga og vextir hafa takmörkuð áhrif á gjörðir einstaklinga.
Fólk verður að kaupa sér fasteign (annað sem er í boði er leigjenda okur). Fasteignamarkaðurinn er frosinn með nýjar íbúðir (of dýrar og engin bílastæði) en mikil eftirspurn eftir gamlar íbúðir. Fasteignamarkaðurinn er tengdur vísitölu og þessi fíll í postulín búðinni skekkir allt. Milton Friedman hefði sagt: "Þið eruð að stýra með skammtímaverkfærum í stað þess að setja skýra, stöðuga peningareglu sem markaðurinn getur treyst."
Fasteignaliðurinn í vísitölu neysluverðs er þar með einmitt risastór "fíll í postulínsbúðinni". Þetta er eitthvað sem Friedman sjálfur hefði tekið mjög gagnrýnið til skoðunar, af þrennum ástæðum.
Á Íslandi er húsnæðisliðurinn hluti af verðbólgumælingu (reiknaður sem húsnæðisverð + vextir), ólíkt mörgum öðrum löndum þar sem aðeins húsaleiga er notuð.
Þetta þýðir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans hækkar vísitölu beint, því vextirnir sjálfir eru hluti af mælingunni. Þannig getur Seðlabankinn með aðgerðum sínum ýtt undir verðbólgu til skamms tíma, jafnvel þótt ætlunin sé að slá hana niður. Þetta er ákveðin mótsögn í kerfinu.
Fasteignamarkaðurinn er ósveigjanlegur þáttur, því fólk þarf að búa einhvers staðar. Ef kaupin eru dýrari og framboð nýrra íbúða sem ekki henta, snýst eftirspurnin að gömlum eignum = verð heldur áfram að hækka.
Þar sem húsnæðisliðurinn er stór hluti vísitölunnar, ýtir þetta undir mælda verðbólgu þó að annar hluti neyslu (matur, þjónusta, raftæki) sé stöðugri.
Friedman hefði líklega talað um "skekkt mælitæki" og sagt: "Þið eruð að beita rangri mælistiku. Verðbólga er peningalegt fyrirbæri ekki afleiðing þess að fólk þarf þak yfir höfuðið." Hann myndi halda því fram að ef peningamagnið væri stöðugt, myndi fasteignaverð ekki þenjast út umfram raunframleiðslu. Að mæla húsnæðiskostnað sem hluta af verðbólgu í gegnum vexti sem bankinn sjálfur stjórnar væri í hans augum hreinlega kerfisvilla.
Og hér kemur að "Fílnum í postulínsbúðinni". Þegar fasteignaverð og vaxtaliður eru inni í vísitölunni, verður Seðlabankinn í raun að elta eigin skugga. Hann hækkar vexti = mæld verðbólga hækkar = hann þarf að halda vöxtum háum lengur. Þetta leiðir til þess sem við sjáum nú; frosinn fasteignamarkaður, þar sem nýjar íbúðir eru of dýrar, gamlar eftirsóttar, og kaupendur fastir milli steins og sleggju.
Þetta er áhyggjuefni, því að ef ritari (sem er bara áhugamaður um hagfræði og aðdáandi Miltons Friedmans), getur séð þetta, af hverju ekki spekingarnir í Seðlabankanum? Hef grun um að þeir sjái þetta líka, en þeir hunsa þennan þátt, því jú, efnahagur Íslands hlýtur ekki eðlilegum lögmálum hagfræðinnar!
Það er kerfilægur vandi í kerfinu, stjórnmálamenn geta ekki tekið af skarið með verðtrygginguna, búrókratar og stjórnmálamenn geta eða vilja ekki taka fasteignaliðinn úr vísitölunni. Með öðrum orðum, þetta er heimatilbúinn vandi.
Bloggar | 20.8.2025 | 10:31 (breytt kl. 10:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. ágúst 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020