Stefna borgar og háskóla gagnvart borgurum

Græðgis væðingin og hugmyndafræðilegt gjaldþrot ræður ferðum stjórnar Háskóla Íslands og borgarstjórnar. Byrjum á H.Í. Það er ljóst að rektor Háskóla Íslands er ekki að rækja skyldur sínar, a.m.k. svarar hún ekki þegar spurt er um akademískt frelsi til máls.

Annað sem er svívirðulegt, en það er gjaldtaka á bílastæðum háskólans, sem var komið á nú í skólabyrjun.  Nú á að sækja aura í bókstaflega tóma vasa stúdenta. Eins og allir vita, fjármagna flestir nemendur sig með námslánum eða vinna með námi, hvorutveggja mjög erfitt.  Námslán nemenda eiga sem sé að borga í sjóði H.Í. Undirritaður er með happdrættismiða í H.Í. en happdrættið er notað til að fjármagna framkvæmdir á vegum háskólans. Þessi miði verður ekki endurnýjaður.

Bílahatrið birtist líka í gjörðum borgarstjórnar, en þegar byggt er, eru aðeins 0,7 bílastæði á íbúð. Það er sem sé ekki gert ráð fyrir að fólk fái gesti í heimsókn eða íbúarnir eigi að berjast bókstaflega um þau lausu bílastæði við viðkomandi hús. 

Báðir aðilar eru með gjörðum sínum að neyða íbúa og nemendur að taka strætó! Þetta er óbein þvingun.  En þrátt fyrir þetta munu margir nemendur eftir sem áður, koma á einkabílnum í skólann. Þeir annað hvort búa langt í burtu eða vegna líkamslegt ástand verða að vera á einkabíl. Sama á við um borgaranna, sérstaklega eldri borgara, þeir verða að vera á bíl til að hafa ferðafrelsi.

Háskóli Íslands vegur ekki aðeins að ferðafrelsinu, heldur líka málfrelsinu. Hvað varð um akademíska frelsið?

Segjum upp happdrættismiðum hjá Háskóla Íslands. Það er eina vopn borgarans, að neita að borga.

Viðbót: Hér er vinstri woke bílhatarar Bretlands að ráðast á bíleigendur sem "menga" of mikið með eftirliti myndavéla. Svo er sekt send heim. Andstæðingar fara um og saga niður myndavélastaura og þeir kalla sig "Blade runners".

Blade runners

Þegar borgarar eru farnir að brjóta lög, eða yfirvöld ganga of langt, er greinilegt að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli borgara og yfirvalda. Held að traust á Alþingi og önnur yfirvöld sé í lágmarki þessa daganna. Sama á við önnur vestræn stjórnvöld sem ganga ansi nærri réttindi einstaklinga/borgara.


Bloggfærslur 19. ágúst 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband