Ísland, þvert á flokka og evrópska dómstóla gildra

Ísland, þvert á flokka virðist vera sér íslensk grasrótarhreyfing en hún er það ekki. Hægt er að setja þessa grasrótarhreyfingu í samhengi við aðrar sambærilegar grasrótarhreyfingar í Evrópu og hér er sérstaklega átt við um Írland, Bretland o.fl. ríki.

Hvers vegna koma svona hreyfingar fram víðsvegar um Evrópu á sama tíma? Já, almenningur er orðinn þreyttur á aðgerðarleysi stjórnvalda og valdaelítunnar í innflytjendamálum. Almenningur vill ekki opin landamæri, því ef þau eru opin, er ekkert velferðaríki né lög og regla. Það sem bindur hendur þjóðríkja og ástæðan fyrir ráðaleysinu í málaflokknum á sér tvær megin orsakir.

Megin orsökin er ESB, sem er ríkjabandlag án lýðræðislegt aðhald. Þegar búríkratar (ókosnir) eiga að taka ákvarðanir fyrir einstaka ríki, verða hagsmunir ríkisins eða ríkja að lúta í lægri haldi fyrir meginhagsmuni alls ríkjasambandsins.

Hin orsökin, sem er í beinum tengslum við ESB, eru dómstólar Evrópu, svo sem mannréttinda dómstóll Evrópu. Þessir dómstólar setja hagsmuni mannréttinda einstaklinga sem eru ekki hluti af Evrópu ofar hagsmunum ríkja, þar með öryggishagsmuni. Dómstólarnir eru bundir af þröngu sjónarhorni, taka ekki tillit til menningu, tungu, efnahag einstakra ríkja, heldur er réttvísin blind. Ofan á þetta eru þessi dómsstólar bundnir af mannréttinda sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fer oftast á skjön við hagsmuni evrópskra þjóðríkja. Ekkert mál fyrir t.d. Afríkuríki að samþykkja slíkan sáttmála, því enginn vill sækja hæli í vanþróuðu ríki, en ásóknin er yfirgengilegt til Evrópu.

En nú er ritari kominn út fyrir efnið. Uppreisn almennings gegn ráðaleysi stjórnmálamanna. Lítum á stutta sögu Ísland - þvert á flokka.

Þessi grasrótahreyfing birtist í mótmælum á Austurvelli 17. júní 2025, þar sem hundruð Íslendinga úr öllum aldurshópum komu saman til að mótmæla stjórnmálaóvilja, sérstaklega í landamæramálum og varðveislu íslenskrar menningar og tungumáls. Í skoðanakönnun sögðust 60% landsmanna styðja þessa hreyfingu. Það sem einkennir þessa hreyfingu er að hún er þverpólitísk, þátttakendur með ólíkar stjórnmálaskoðanir. Gamalt, ungt fólk og fjölskyldur mæta á mótmælafundi og næsti fundur er á morgun.

Ísland - þvert á flokka er aðeins ein af mörgum sambærilegum grasrótarhreyfingum í Evrópu.  Kíkjum á frændur okkar Íra og sambærileg samtök. 32 County Sovereignty Movement er mótmælahreyfing með rót í írskri repúblíkufrjálshyggju, án stjórnmálaflokkastöðu, en með pólitískar kröfur um fullveldi.

Báðar hreyfingarnar eru þverpólitískar. Nú yfir Írlandshaf til Bretlands og lítum á Great British National Protest (GBNP), myndað snemma á árinu 2025 sem grasrótarhreyfing fyrir "samfélagsöryggi, réttláta innflytjendamál og bresk fullveldi". Þessi hreyfing notar samfélagsmiðla (svo sem Facebook, Telegram og TikTok) til að skipuleggja mótmæli í nokkrum borgum eins og Bournemouth, Norwich og Leeds. Þótt þeir afneiti tengslum við öfgahópa, hafa sumir meðlimir verið tengdir fyrri stuðningi við öfgasinnuð eða anti-ísamísk samtök. 

Það er bara þannig að alls konar fólk sækist í slíkar hreyfingar eins og ofangreindar eru. En það eru til ótal margar aðrar grasrótarhreyfingar víðsvegar um Evrópu, sem eru búnar að fá nóg af skrifræðinu, ráðaleysinu (áhugaleysinu?) og að aðkomufólk er forgangs flokkað fram yfir heimamenn. Þetta hefur ekkert með rasisma að gera, heldur þjóðlega samheldni, menningu og tungu og síðan en ekki síst efnahagslegar ástæður sem fær venjulega sófa kartöflu til að standa á fætur og á mótmæli. Jú, þegar gæði velferðasamfélagsins eru af skornum skammti, þá þarf að skammta og deila. Af hverju að vinna alla æfi, borga skatta þegar aðrir sem koma inn og fá allt upp í hendurnar? Eitthvað vitlaust gefið segir fólk og mótmælir.


Bloggfærslur 15. ágúst 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband