Eru nýir tímar fyrir íslensku lögregluna?

Sá spurning vaknar hvort íslenska lögreglan sé að missa tökin á "innanlandsfriðinum", það er röð og reglu í þjóðfélaginu.  Íslenska elítan hefur verið dugleg að skipta um þjóð í landinu og þótt mikill meirihluti fólks sem kemur hingað inn til vinnu eða náms, er harðduglegt og heiðarlegt, fylgir þessum mikla innflutningi - sem má alveg flokka sem þjóðflutninga - margur glæpamaðurinn.

Ef við tökum hlutfall útlendinga meðal fanga sem mælikvarða, þá hefur það aldrei verið hærra á Íslandi en nú.

Í september 2024 var það komið upp í um 28% samkvæmt opinberum tölum, sem er gríðarlega hátt miðað við að útlendingar eru aðeins um 18% íbúanna. Þetta bendir sterkt til þess að þeir séu stóraðilar í alvarlegum brotum.

Einnig er rétt að útköll sérsveitarinnar hafa rokið upp á undanförnum árum, sérstaklega eftir innflutning á skipulagðri glæpastarfsemi frá Skandinavíu og Eystrasaltsríkjum.

Samkvæmt frétt RÚV átti sérsveitin um 2014 um 38 vopnuð útköll, en árið 2023 voru þau um 461, sem er tólfföld aukning. Sem þýðir að meira en eitt útkalla á sér stað daglega allt árið um kring.

Ritari leitar hér á náðir Völvu (því upplýsingar skortir) og spurði um stöðu sérsveitarinnar og hún fann lítið. Hún segir að samkvæmt Wikipedia "var sérsveitin árið 2018 samsett af 46 sérsveitarmönnum, en hún átti að vera fullmönnuð með allt að 55 starfsmönnum. Reglulega eiga sérsveitarmenn að sinna bæði almennum lögreglustörfum og sérverkefnum, en um 75% af vinnutíma fer í lögregluverkefni og um 25% í þjálfun.

Fjöldi morða, rána og innbrota er hærri en áður hefur sést í íslenskri glæpasögu. Lögreglan metur að 15–20 virkir glæpahópar/gengi starfi hér á landi, flest tengd erlendum glæpagengjum. Fjárfesting í lögreglu og mannafla hefur aukist bæði í almennu lögreglunni og sérsveitinni — sem endurspeglar að alvarleiki mála hefur aukist. En því miður eru íslensk stjórnvöld löt við að greina glæpi og deila þeim með þjóðinni.  

Ef til vill þarf sérsveitin að draga sig alfarið úr daglegum lögreglustörfum (með hátt í 450 útköll) og vera til staðar allt árið um kring bara sem sérsveit. Það þyrfti líka að fjölga í henni sem og almennri löggæslu (það er víst gangskör í gangi með það). Sú tilfinning er fyrir hendi að vegna fámennis innan lögrelgunnar eru forvirkar rannsóknir fátíðar og lögreglan veigrar sér við að beita sér af fullu afli gagnvart ýmsum hópum.  

 


Bloggfærslur 14. ágúst 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband