Staðreyndakönnun á álitsgjafa Sýnar og RÚV um glæpi í Washington DC

Fréttastofur Sýnar og RÚV leituðu til álitsgjafar (sem hefur lítið álit á Trump og það skein í gegn), varðandi þá ákvörðun Trump að senda þjóðvarðliða inn í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC.

Álitsgjafinn fann þetta allt til foráttu og það fékk ritara til staðreyndakanna hann; er í raun glæpa alda í höfuðborginni? Hann segir að glæpum fari fækkandi en ef þeir eru í hæstu hæðum, er þá að marka lækkandi prósentu tölu? Völva var spurð: Er í raun mikið um glæpi í borginni (spurði bara um morð og rán) og bað ég hana um að bera saman við aðrar borgir. Þetta er svarið.

1. Washington, D.C.

  • Íbúar: 678.972

  • Morð: 274 → 40,36 morð / 100.000 íbúa

  • Rán: 3.470 → 510,96 rán / 100.000 íbúa

2. Los Angeles, CA

  • Íbúar: 3.820.963

  • Morð: 327 → 8,56 morð / 100.000 íbúa

  • Rán: 8.696 → 227,63 rán / 100.000 íbúa

3. Houston, TX

  • Íbúar: 2.333.346

  • Morð: 339 → 14,53 morð / 100.000 íbúa

  • Rán: 6.814 → 291,99 rán / 100.000 íbúa

4. Tallahassee, FL

  • Íbúar: 199.696

  • Morð: 27 → 13,52 morð / 100.000 íbúa

  • Rán: (nákvæm tala vantar, aðeins til % breyting)

Niðurstaðan er ótvíræð,  Washington, D.C. sker sig úr með mjög háa morðtíðni og langhæstu ránatíðni af þessum fjórum. Álitsgjafinn hefur ef til vill búið (sagðist hafa búið í borginni) í góðu hverfi með lítill glæpatíðni en borgin í heild sinni er höfuðborg glæpa.  Þegar mest var um morð í borginni 1993 var hlutfallið 80 morð per 100 þúsund íbúa en er í dag 40, hlutfallið hefur kannski lækkað en er óviðunandi og ekki höfuðborg Bandaríkjanna til sóma. Það eru ekki bara morð og rán, heldur almennir glæpir og eiturlyfjaneyðsla sem er til skammar.

Það vekur furðu að báðar fréttastofurnar leiti til sama mannsins, sem er greinilega ekki hrifinn af Donald Trump.

Spurningin er, þarf að hreinsa til í borginni eða ekki (og sleppum Trump alfarið úr dæminu)? Ritari hefur hingað til ekki vilja fara til borgarinnar, einmitt vegna glæpa. Hann veigra sig líka að fara til New York, fór seinast fyrir valdatíð Biden.


Ferming er ekki nóg - það þarf kristin fræði kennslu í grunnskólum

Íslendingar afkristnast hratt. Ástæðan er einföld. Fjölmenninga- eða woke stefna stjórnvalda banna kristni fræði kennslu í skólum. Óttast er mismunn eða gefið er í skyn jafnræðisreglan eigi að gilda sem er svo lítið skrýtin afstaða, því a.m.k. 70% Íslendinga eru skráðir í kristna söfnuðu.  

Í raun er verið að fremja misrétti gagnvart þessum stóra hópi með því að vera ekki með kristni fræði kennslu. Heilu kynslóðirnar vita ekki lengur út á hvað kristni gengur. Það er ekki nóg að fermast, það ferli tekur of stuttan tíma til að fá dýpri skilningu. Allt samfélagið er byggt á kristnum gildum og hvernig er hægt að lifa í slíku samfélagi ef menn vita ekki grundvöllinn?

Hvernig er hægt að leysa vandann? Mjög auðveldlega, taka frá tíma í kristni fræði fyrir þá sem eru kristnir í grunnskólum landsins. Hinir, trúlausir og af öðrum trúarbrögðum geta fengið sullið sem nú er verið að kenna í grunnskólum landsins sem kallast "trúarbragða kennsla" sem í dag er n.k. kynning á helstu trúabrögðum heims. Allir hafa gott af því að læra um trú, líka þá sem eru trúlausir. Þeir geta þá a.m.k. rökrætt af viti við hina kristnu!


Bloggfærslur 11. ágúst 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband