Samt haga Íslendingar sér eins og smjör drepi af hverju strái. Í 1150 ára sögu Íslands hefur landið verið á barmi hungursneyðar og stundum gengið í gegnum hugursneyð. Í upphafi 20.aldar var örbyrgð í landinu og það er ekki fyrr en á seinni árum sem Íslendingar sjá til sólar. Samt hrópa verkefnin á okkur og ekki eru til peningar til fyrir aldraða (700 manna biðlisti), öryrkja (einn mest vanræktaðsti hópur landsins sem síst má við vanrækslu), vegskerfið, heilbrigðiskerfið o.s.frv.
Það virkar allt í lagi á yfirborðinu, en er það ekki. Okkar "fullkomna heilbrigðisþjónusta" er svo léleg að það að hitta heimilislæknir krefst mánaðarbið...ef maður fær heimilislæknir yfir höfuð. Bráðadeild Landspítalans yfirfull 24/7/365. Gamla fólkið þarf að vera komið í hjólastól og yfir nírætt til að komast á elliheimili...í nokkra mánuði eða ár áður en það deyr drottni sínum... Guð hjálpi þér ef þú klárar atvinnuleysisbætna tímabilið (sem Bjarni Ben. stytti niður í 2 1/2 ár ) og lenda á féló. Ekkert afturhvarf í almenna samfélagið aftur.
Er hér rétt gefið? Já fyrir þá sem eiga ekkert erindi til Íslands nema til að setjast á velferðakerfi landsins sem er mjög lélegt fyrir og er ekki sambærilegt við norræn velferðarríki. Meira segja seinþreytt fólk og friðsamt möglar á móti og það harðasta lætur sig hafa það að mæta alla leið á Austurvöll til mótmæla. Þá er mikið sagt um seinþreytan Íslendinginn sem vill aldrei mótmæla, tekur hvað sem er....bara ekki endalaust...nú mótmælir hann eins og asninn sem er pískkeyrður....Vér mótmælum allir ætti að vera herópið rétt eins og 1851....
P.S. Ritari ætlaði ekki að taka þátt í umræðunni um innflytjendamál, er ekki á áhugasviði hans. En hann getur ekki bara setið í brennandi húsi og ekkert sagt. Það er vísvitandi verið að gera erfiðara að lifa á þessu landi og það er verið að kljúfa þjóðina og þjóðarsáttina sem hefur ríkt síðan Íslendingar urðu sjálfstæð þjóð 1918. Hverjum er um að kenna? Jú, sögulausum stjórnmálamönnum sem skilja ekki samhengi sögunnar. Til að stýra þjóðfélagi í dag, og fram í framtíðina, þarf að kunna skil á fortíðinni. Ekkert sem við erum að ganga í gengum (þátt fyrir tæknina) hefur ekki gerst áður. Þetta skilja stjórnmálamenn ekki.
Bloggar | 9.7.2025 | 23:30 (breytt 10.7.2025 kl. 11:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í kjölfar efnahagshrunsins 2008, fór fram ákveðið uppgjör og stofnað var til þjóðfundar 2009 og kjörið var "þjóðþing". Verkefni fundarins var að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni.
Verkefnið var verðugt en lítið varð um vitrænar niðurstöður. Blabla um réttlát samfélag (virðing, jafnrétti, heiðarleiki), sem allir voru hvort sem er sammála um. Allt gildi sem við höldum að Ísland hafi þegar. Af hverju varð lítið úr þessu þjóðarátaki? Jú, það vantaði valdið til að framfylgja hugmyndirnar.
Í raun hefði átt að vera bara ein niðurstaða: Þjóðin fái valdið í sínar hendur með þjóðaratkvæðisgreiðslum í ákveðnum málum. Það er eina aðhaldið sem Alþingismenn skilja. Í dag fara þingflokkar, með kannski 20% fylgi sínu fram í andstöðu við hin 80%. Eða niðurstaðan úr ríkisstjórnarsamstarfi er miðjumoð tveggja til þriggja flokka. Sá flokkur sem er frekastur (í dag er það Samfylkingin) nær sínum málum fram. Þetta fyrirkomulag endurspeglar ekki þjóðarvilja eða jafnvel meirihluta álit. Betra er að niðurstaða kosninga sé afgerandi, líkt og sjá má í Bandaríkjunum og Bretland. Kúrsinn er á hreinu.
Á meðan svona er, ræður fólk ekki hvernig þjóðfélagið þróast sem er slæmt. Það getur nefnilega þróast í allar áttir ef enginn áttaviti er fyrir hendi. Munum að ríkið er ekki alltaf fólkið í landinu, heldur lifir það sínu eigin lífi og lifir stundum í andstöðu við vilja fólksins.
Bloggar | 9.7.2025 | 07:35 (breytt kl. 07:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. júlí 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020