Er of auðvelt að fá íslenskan ríkisborgararétt?

Svarið er já. Það er í raun auðvelt að fá íslenskan ríkisborgararétt miðað við margar aðrar þjóðir. 

Hér kemur rökstuðningur fyrir því mati. Engin krafan er gerð um þekkingu á íslenskri stjórnskipan, sögu eða menningu, sem margir myndu telja vera sjálfsagðan hluta af ríkisborgararétti.

Tungumálaprófið er aðeins á A2–B1-stigi, sem er lægra en það sem íslensk börn hafa lokið í 7. bekk. Það þýðir að manneskja getur orðið ríkisborgari með grunnskilning, sem jafnvel myndi ekki duga í grunnskólastarfi.

Svo er gerð skilyrði um búsetu tíma  (7 ár) sem er stuttur miðað við að fá full þátttökuréttindi í þjóðríki með eigin menningu, sögu og tungu. Og undanþáguleiðin um Alþingi gerir mögulegt að sniðganga venjulegt umsóknarferli með stuðningi þingmanna.

Afleiðingar veikra krafna er að samfélagsleg þátttaka verður takmörkuð þegar ríkisborgarar hafa takmarkaðan skilning á samfélaginu sem þeir fá að kjósa í.

Tungumálakunnátta nægir ekki til að taka virkan þátt í umræðu, fjölmiðlum eða menntun barna.

Skortur á menningarlægri aðlögun – fólk getur orðið ríkisborgari án þess að hafa neina hugmynd um sögu þjóðarinnar eða hlutverk Alþingis.

Ójöfnuður gagnvart íslenskum börnum – t.d. þurfa þau að læra íslensku í 10 ár en útlendingur getur tekið einfalt próf og fengið ríkisborgararétt.

Lengja lágmarksbúsetu í 15 ár, nema umsækjandi hafi sýnt fram á djúpa samfélagsþátttöku, vinnu, og íslenskukunnáttu (C1-stig eða hærra).

Skylda próf í íslenskri sögu, stjórnskipun og menningu, svipað og í Bandaríkjunum eða Kanada.

Strangari staðlar um tungumálakunnáttu, sem miða við raunverulegan lesskilning, röklega tjáningu og þátttöku í samfélagslegri umræðu.

Hvað má betur fara?

Endurskoðun á þingleiðinni, þar sem ríkisborgararéttur veittur af Alþingi ætti að krefjast sömu lágmarksskilyrða? Já! Og í raun ætti Alþingi ekki að koma nálægt ríkisborgara veitingu. Mat og veiting ætti að vera í höndum sérfróðra manna, nefndar eða stofnunar sem fer eftir lögum! Sem Alþingi sjálft sniðgengur oft á tíðum við veitingu ríkisborgararéttinda.

Afturköllun ríkisborgararéttar á Íslandi

Á Íslandi er það nánast ómögulegt að afturkalla ríkisborgararétt, jafnvel þótt einstaklingur gerist sekur um alvarlega glæpi, hryðjuverk, eða sýni fullkomna óvirðingu gagnvart samfélaginu.

Þegar ríkisborgararéttur hefur verið veittur, er hann talinn óafturkræfur, nema hann hafi verið fenginn með fölsuðum upplýsingum eða svikum.

Það er engin heimild í íslenskum lögum til að afturkalla ríkisborgararétt á grundvelli hegðunar eftir að rétturinn er veittur – sama hversu alvarleg brotin eru. Það átti að gera bragðabót á þessu en vegna afburðalélega þingstjórnun, þingi dróst fram í júlí og flest frumvörp döluðu uppi og urðu ekki að lögum, þá varð hið veiklulega frumvarp um afturköllun „alþjóðlegrar verndar“ vegna glæpa ekki að lögum. 

Lokaorð

Góður ríkisborgari er ekki aðeins lagaleg staða heldur siðferðileg og samfélagsleg ábyrgð. Það ætti að vera réttur ríkisins að endurskoða ríkisborgararétt ef hann reynist veittur einstaklingi sem reynist ófær eða óviljugur til að uppfylla lágmarks skyldur við samfélagið. Það vantar úrræði gegn afbrotamönnum og þjóðaröryggishættu sem hafa fengið ríkisborgararétt.

 


Bloggfærslur 31. júlí 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband