Fríverslunarsamningar Íslands

Ef Ísland væri í ESB, gæti það ekki gert fríverslunarsamninga.  En það er í EFTA og þessi samtök eru ansi öflug að gera fríverslunarsamninga. En Ísland hefur líka gert samninga eitt og sér. Hér er listi ríkja sem hafa fríverslunarsamninga við Ísland.

Sem aðili að EFTA (ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein): EFTA hefur gert fríverslunarsamninga við yfir 30 ríki og tollabandalög, sem Ísland er aðili að. Nokkrir af helstu samningsaðilum eru: ESB (Evrópska efnahagssvæðið – EES samningurinn, 1994),Kanada, Suður-Kórea, Singapúr, Indland (samningur undirritaður í 2024, beðið staðfestingar), Kólumbía, Mexíkó, Chile, Filippseyjar, Indónesía,

Tyrkland, Egypskaland, Marokkó, Suður-Afríkusambandið (SACU), Úkraína, Gvatemala og Honduras, Mið-Ameríka (hluti ríkja)

Heildarfjöldi fríverslunarsamninga EFTA sem Ísland er aðili að er um 30+.

Einstakir (tvíhliða) fríverslunarsamningar Íslands (utan EFTA):

Ísland hefur einnig gert sértæka samninga (án EFTA) við nokkur ríki: FæreyjarHoyvíkarsamningurinn (gildir frá 2006) Sérlega víðtækur samningur, nær einnig yfir þjónustu og fólksflutninga. BretlandTvíhliða fríverslunarsamningur eftir Brexit Undirritaður 2021, gildir nú. Samkomulag um viðskipti og samstarf (TCA samningur með Bretlandi eftir Brexit)

Ísland í viðræðum eða áhuga á framtíðarsamningum (2025): Bandaríkin – Enginn fríverslunarsamningur enn, þrátt fyrir áhuga. 

Brasilía / Mercosur – EFTA-rík­in, Ísland, Nor­eg­ur, Liechten­stein og Sviss, hafa náð sam­komu­lagi við Mercos­ur-rík­in, sem sam­an­standa af Arg­entínu, Bras­il­íu, Parag­væ og Úrúg­væ, um fríversl­un­ar­samn­ing.

Þetta ættu þeir sem sjá bara ESB að hafa í huga. Heimurinn er miklu stærri en Evrópa. Ef við göngum í ESB, eru við föst í innviðum sambandsins. Viljum við það?

 


Bloggfærslur 3. júlí 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband