Það virðist allt vera í lagi á yfirborðinu í Bretlandi í sumar og þó. Við höfum öll heyrt af óeirðum í borgum Bretlands í fyrra, þegar frumbyggjar landsins fengu loksins nóg og fóru út á götur og mótmæltu. Fjölmiðlar voru fljótir að stimpla þetta fólk sem öfga hægra fólk en þegar nánar var að gáð var þetta bara venjulegt fólk og það sem meira er, allt fólk komið yfir miðjan aldur, ráðsett fólk. Það hefði mátt kalla það gráa herinn fyrir vikið.
En núna eru mótmæli í Bretlandi sem engar sögur fara af í íslenskum fjölmiðlum. Nú eru íbúar smábæja, sem búið er að fylla af hælisleitendum á hótelum, að mótmæla. Ætla mætti að hér séu á ferðinni ungir hægri sinnaðir nasistar, nei, þetta eru konur á miðjum aldri, góðborgarar, löghlýðið og harðduglegt fólk (konur) sem er að mótmæla. Og hvað er það (konurnar) að mótmæla? Jú áreitið sem dætur þeirra verða fyrir af hálfu hælisleitenda og nauðganir. Förum kerfisbundið yfir hvað er að gerast.
Byrjum á Epping í Essex og Bell Hotel. Mótmæli sem voru þegar fyrir gangi tóku dýrari stefnu eftir að hælisleitandi var ákærður fyrir kynferðisafbrot á barnungri stúlku. Yfir 100 mótmælendur söfnuðust saman, báru út flögg, kveiktu flúrljós og köstuðu til lögreglu. Átta lögreglumenn særðust og sex handtökur voru framkvæmdar vegna gruns um ofbeldisverk og eignaspjöll. Epping hefur verið miðpunkturinn í "sumri mótmæla" og nýliðaður vettvangur almennrar reiði yfir húsnæðismálum hælisleitenda. Andmótmælendur (NO Border sinnum Bretlands) voru keyðir inn í bæinn í lögreglufylgd til að mótmæla "kynþáttahatri" kvennanna og fengu rútuferð í boði lögreglunnar úr bænum eftir "vel heppnaða" herferð gegn miðaldra konum í bænum.
Förum yfir í Diss í Norfolk og á Park Hotel. Þann 21. júlí mótmæltu um 60 manns á móti því að karlkyns einhleypir hælisleitendur væru látnir vera með fjölskyldum á Park Hotel. Meðal mótmælendanna voru stuðningsmenn Tommy Robinson og Students Against Tyranny, og mótmælendur gengu undir slagorðum eins og "We want our country back". Við viljum landið okkar til baka.
Það sem er óvenjulegt við þessi mótmæli er staðsetningin, í smábæjum. En svo er ekki fyrir að fara með London í Canary Wharf og Britannia International Hotel. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan fimm stjörnu Britannia Hotel við Canary Wharf, sem ríkið hafði ákveðið að nota sem bráðabirgða húsnæði fyrir hælisleitendur. Mikil lögreglu viðvera var þarna, bæði til að aðgreina andstæðar fylkingar og koma í veg fyrir óeirðir. Já þið lásuð rétt, fimm stjörnu hótel sem hælisleitendurnir búa í.
Og enn komum við að hóteli, Brook Hotel í Norwich. Mótmælin í Norwich hófust friðsamlega, en breyttust fljótt í átök þegar mótmælenda hópur virtist vera hvattur áfram. Hlutum var hent á lögreglu, og aðgerðir lögreglu til að aðskilja fylkingar og koma í veg fyrir uppþot.
Og það eru aðrir staðir kraumandi. Mótmæli hafa einnig átt sér stað í Altrincham, Portsmouth, Bournemouth, og Leeds; flestust tengd hótelum sem rúma hælisleitendur og vaxandi andúð almennings og grasrótarfólks á stefnu ríkisstjórnarinnar en mikill húsnæðisskortur er í Bretlandi þessi misseri.
Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessum átökum og vandlætinu venjulegra borgara? Átök kviknuðu oft þegar hælisleitendur voru ákærðir fyrir alvarleg brot, t.d. kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum (Epping), þar sameinuðust grunur og ótti með andstöðu gegn húsnæðismálum tengdum hælisleitendum. Auðvitað stökkva hægri sinnaðir aðgerðarsinnar á vagninn og taka þátt og hafa verið sakaðir um að "taka yfir" mótmælin og kveikja á uppþotum en því verður ekki mótmælt að það er bara venjulegt fólk sem fer af stað með mótmælin vegna raunverulegan ótta sem er óttinn við glæpi, nauðganir og áreiti við ungar stúlkur en líka vegna "forréttinda hælisleitenda" sem fá allt upp í hendurnar, húsnæði, lífeyrir, ókeypis læknisþjónustu og alls konar þjónustu sem innfæddir verða sjálfir að vinna hörðum höndum fyrir.
Bresk stjórnvöld óttast mjög að yfir sjóði í sumar og víðtækar óeirðir breiðist yfir landið og það verði ekki bara hvíta fólkið sem mótmælir, heldur taki innflytjendur - nýbúar - þátt og gegn mótmælum hinna fyrrnefndu líkt og í fyrra.
Bloggar | 28.7.2025 | 15:55 (breytt kl. 15:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. júlí 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020