Þegar elítan keyrir mál áfram miskunarlaust

Eitt undarlegasta mál sem er á dagskrá stjórnmálanna í dag, er ESB málið. Þetta var ekki kosningamál en er mál málanna í dag. Rautt viðvörunarmerki fyrir kosningar hefði átt að vera hugsanleg samvinna síams tvíbura flokkanna Viðreisnar og Samfylkingar. Í flestum tilfellum hefði það ekki átt að vera hættumerki, þ.e. ef þriðji flokkurinn hefði verið Miðflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn. Allt tal um ESB aðild væri hent út um gluggann og sett í bið þar til undir lok kjörtímabilsins.

En Viðreisn og Samfylkingin fann hinn fullkomna samstarfsflokk. Flokk sem vildi komast til valda sama hvað, Flokk fólksins.  Það heyrist ekki boffs frá flokknum um þetta ESB blæti né vitleysingaganginn í utanríkismálum. Eiginlega öll mál sem eru á stefnuskrá flokksins fóru ekki í gegn á sumarþingi. Til hvers er þá unnið? Eina sem flokkurinn fær er skammir og minnkandi fylgi. Ekki treysta á að kjósendur verði búnir að gleyma í næstu Alþingiskosningum. Áskriftaraðild að flokkum er liðin tíð. Sjá má þetta í lélegu gengi Sjálfstæðisflokksins.

Óskiljanlegt er mikið fylgi Samfylkingar og Viðreisnar. Vilja kjósendur virkilega fara í ESB? Eða fá hærri skatta? Skil þetta ekki. Er ekki svo sannfærður um að málþóf stjórnarandstöðu sé um að kenna lélegt fylgi þeirra.  Fólk hlýtur að taka mið af eigin hagsmunum er það velur flokka, ekki málþóf á þingi. Er allt í ljósrauðu ljósi á himni ESB? Liggur framtíðin þar? Eitt er víst, mál hugleikin stjórnarflokki(um) eru keyrð áfram...sama hvað.


Bloggfærslur 26. júlí 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband