Þórður kakali Sighvatsson er langlíklegastur til að teljast besti hershöfðingi Íslandssögunnar, ef við miðum við eiginlegan hernað, skipulagningu, sigurför og árangur í stríðsrekstri. Hann fæddist um 1210, dó skyndilega í Noregi 1256. Þórður af var ætt Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og bróðir Sturlu Þórðarsonar. Vegna herkænsku var hann leiðtogi Sturlunga í Sturlungaöld (borgarastríði Íslands).
Þórður var einn sjö sona Sighvatar Sturlusonar. Þegar faðir hans og bræður voru felldir á Örlygsstöðum 1238 var hann í Noregi og hafði dvalist þar við hirð konungs.
Stutt samantek á herferli Þórðar
Árið 1242 sneri hann heim og þótt Kolbeinn ungi hefði þá lagt ríki Sturlunga undir sig og réði öllu á Norðurlandi, fór Þórður þegar að safna liði gegn honum. Það gekk hægt í fyrstu en þó fékk hann smátt og smátt menn til fylgis við sig, einkum úr Dölunum og af Vestfjörðum. Í júní 1244 hélt hann með skipaflota frá Ströndum áleiðis til Eyjafjarðar til að reyna að ná föðurleifð sinni, en á sama tíma kom Kolbeinn ungi siglandi úr Skagafirði með mikið lið og mættust flotarnir á Húnaflóa. Upphófst þá Flóabardagi. Honum lauk með því að Þórður hörfaði undan en áður hafði Kolbeinn beðið afhroð.
Kolbeinn lést ári síðar og gaf í banalegunni Þórði eftir veldi föður hans í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Átökum var þó ekki lokið. Brandur Kolbeinsson, frændi Kolbeins unga, tók við völdum í Skagafirði og tókust þeir Þórður kakali á í Haugsnesbardaga 1246.Þórður hafði betur en Brandur féll og lauk þar með veldi Ásbirninga. Þar með réði Þórður öllu Norðurlandi.
Gissur Þorvaldsson, höfðingi Haukdæla og valdamesti maður á Suðurlandi, var annar helsti óvinur Sturlunga en ekki kom þó til átaka á milli þeirra Þórðar, heldur varð það úr að þeir fóru til Noregs og skutu máli sínu til Hákonar konungs. Hann úrskurðaði Þórði í vil og sendi hann til Íslands til að reyna að ná landinu undir veldi Noregs, en kyrrsetti Gissur. Næstu þrjú árin bjó Þórður í Geldingaholti í Skagafirði og var valdamesti maður á Íslandi. Konungi þótti honum þó ganga seint að koma landinu undir krúnuna og var hann kallaður aftur til Noregs 1250, en Gissur sendur heim í staðinn. Þórður var næstu árin í Noregi og líkaði það illa, en konungur leyfði honum ekki að fara heim fyrr en árið 1256. Áður en til heimferðar kæmi varð Þórður þó bráðkvaddur (11. október 1256). Þórður giftist ekki en átti nokkur börn.
Viðurnefnið kakali er talið geta þýtt einhver sem klakar eða gaggar og gæti bent til þess að Þórður hafi stamað. Fleiri skýringar eru þó til á viðurnefninu.
Hvað gerir hann að besta hershöfðingjanum? Það voru nefnilega aðrir ágætir herforingjar á Ísland.
Hann kom landinu öllu undir sína stjórn (1244-1250) Eftir Örlygsstaðabardaga (1238), þar sem faðir hans og bræður féllu, kom hann til Íslands og náði skipulega völdum yfir landinu með styrk, snilld og úthald. Kom til landsins aleinn, kom upp her sem var alltaf minni en óvinaherirnir. Hann vann sigur í Flóabardaga (1244) eina sjóorrustuna sem vitað er um í Íslandssögunni. Hann vann einnig Haugsnesbardaga (1246) mannskæðasta orrustu Íslandssögunnar. Þegar hann kom til baka til Íslands hafði hann nánast ekkert vald en með hernaðarlegri snilld og samheldni tryggði hann sér völd. Hann studdist ekki einungis við vopn, heldur líka pólitíska dómgreind og bandalög. Þórður sýndi agaðan og nútímalegan hernaðarstíl. Hann sýndi miðlæga stjórnun, liðsskipan, notkun útsendara og sveigjanleika í aðferðum sem minna á ríkisvald frekar en hefðbundið goðaveldi.
Þórður fær viðurkenningu Noregskonungs
Eftir að hafa náð landinu undir sig gekk hann til samninga við konung, sem þó bað hann síðar að koma til Noregs sem hann gerði.
Þórður kakali Sighvatsson er réttilega talinn hæfasti herstjórnandi Íslandssögunnar. Hann sameinaði hernaðarsnilli, raunsæi, hugrekki og pólitískan skarpskyggni og náði því sem engum öðrum Íslendingi tókst: að vinna allt Ísland með vopnavaldi og halda því undir sig. Þórður dó skömmu áður en hann fékk leyfi Noregskonungs til heimkomu.
Bloggar | 16.7.2025 | 20:44 (breytt kl. 20:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. júlí 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020