Nýr verkefnastjóri fjölmenningar ráðinn til Hafnarfjarðarbæjar

"Nýr verkefnastjóri fjölmenningar er kominn til starfa. Beislum orkuna og tækifærin sem nýir íbúar færa samfélaginu." segir á vefsetri Hafnarfjarðarbæjar. Hljómar fallega en hvað kostar þetta útsvarsgreiðendur Hafnarfjarðarbæjar? Hvað með að hafa verkefnastjóra íslenskrar menningar?  Þetta kostar nefnilega allt peninga sem koma úr vösum mínum og þínum. 

Hafnarfjarðarbær hefur neitað að veita upplýsingar um hælisleitendamál, hver kostaðurinn er og hversu mikið af húsnæði fer í málaflokkinn. Búið er að kæra málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.  Þetta er nefnilega ekki einkamál pólitíkusa í Hafnarfirði, heldur útsvarsgreiðenda bæjarins sem aldrei hafa verið spurðir út í þessi mál. Svona mál eiga að vera á könnu stjórnvalda landsins, ekki sveitafélaga. Nóg borgum við í útsvar sem er nýtt upp í hámark.  

Svo er það spurning, hvaða fjölmenning er hér að ræða? Þetta hugtak er aldrei útskýrt.  Er hér um að ræða menningu hindúista, búddista sem stendur fyrir utan íslenska menningu? Spyr sá sem ekki veit. Ef þetta er vestræn menning, þá er óskiljanlegt að það þurfi að rækta slíka "fjölmenningu", því að íslensk menning, þótt sérstæð er, er hluti af vestrænni menningu. 

Af hverju er ekki verkefnastjóri íslenskrar menningar? Þarf ekki að rækta þjóðararfinn, tungu og menningu? Bara einhverja óljósa "fjölmenningu".  Gefum okkur að erlendu íbúar Hafnarfjarðar sem setjist að í bænum, séu að 90% hindúistar. Af hverju þarf að hlúa að indverskri menningu, væri ekki nær að verkefnastjórinn kynni íslenska menningu fyrir nýju íbúanna og koma þeim inn í hafnfirskt samfélag?   

Íbúar eiga 100% rétt á að vita í hvað útsvarið fer. Enginn svör hafa fengist og því var leitað á náðir gervigreindarinnar sem fann heldur engin svör.  En hér kemur hluti af svari hennar:

Húsnæðismál og rekstur í Hafnarfirði
  • Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar sér um fæði, gistingu, þjónustu við heilsugæslu og félagsráðgjöf fyrir þá sem eru inniliggjandi samkvæmt samningi stjornarradid.is.
  • Samkvæmt frétt frá janúar 2025, keypti bærinn húsnæði (Kænuna) fyrir 265 milljónir króna – óljóst hvort þetta er ætlað fyrir hælisleitendur eða öðru.
  • Enn fremur eru í Hafnarfirði u.þ.b. 274 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins, auk 21 innselt íbúða frá öðrum leigusölum, svo félagslega hlutverk sveitafélagsins til úthlutunar við fólk í þörf.
Áætlað fjármagn og húsnæðisþörf
  • Ljóst er að Hafnarfjarðarbær hefur sett af fjármagn til leigu- og kaupa húsnæðis fyrir hælisleitendur, þar með talið kaup sem fyrr segir fyrir 265 m.kr.
  • Ekki er hins vegar greinilega sundurliðun um hversu mikið af þessum fjármunum rennur til bæjarins sjálfs, undirbúning eða umsýslu, eða hversu hátt hlutfall af húsnæðinu er bókað fyrir hælisleitendur.
Ábyrgð og mannafla
  • Eins og algengt er hjá sveitarfélögum, fer þjónustuþörf við hælisleitendur ekki aðeins í sérstaka starfsmenn heldur einnig inn í félagsráðgjöf, barnavernd, skóla, heilsugæslu o.fl.
  • Það liggja ekki fyrir opinberar tölur um heildarfjölda starfsmanna eða margs konar sérfræðinga sem Hafnarfjarðarbær hefur ráðist sérstaklega í vegna fjölmenningar- og útlendingamálefna.
 
Tilvísun í gervigreindina lýkur.
 
Það er ljóst af þessu svari að óbeinn kostnaður er mikill. Félagsráðgjöf, barnavernd, skóla, heilsugæslu o.s.frv.
 
Hafnarfjarðabær er bara tekinn sem dæmi, hvernig er þetta í Kópavogi? Í Garðabæ? Annars staðar?

Bloggfærslur 15. júlí 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband