Þessi spurning er áleitin hjá mörgum fræðimönnum og stjórnmálamönnum samtímans. Svona spurning virkar fáranleg við fyrstu sýn þar sem síðasta borgarastyrjöld var um miðja 17. öld en margt spilar hér inn í sem vekur upp þessa spurningu.
Það er þrennt sem getur leitt til borgarastyrjaldar, efnahagsástand, pólitískur óstöðuleiki og menningalegir árekstrar. Miklar þjóðfélagslegar breytingar hafa átt sér stað í Bretlandi síðastliðin ár. Eiginleg þjóðskipti hafa átt sér stað, sérstaklega má sjá þetta í stærstu borgum Bretlands, og sérstaklega London, þar sem hvítir íbúar eru komnir í minnihluta og eru 37% af íbúum borgarinnar. Meirihluti fasteigna í borginni er í eigu Indverja og Pakistana.
Það er kannski ekki slæmt í sjálfu sér að hvítir séu komnir í minnihluta, verra er að menningastríð er hafið á milli tveggja menningaheima, hinn múslimska og hinn kristna. Eins og staðan er í dag, eru kristnir íbúar á undanhaldi, menning múslima allsráðandi í mörgum borgum. Þetta hefur leitt til eldfims ástands eins og sjá mátti í fyrra er hvítir Bretar hófu götuóeirðir í mótmælaskyni er maður af erlendum uppruna réðast á börn og stakk þau. Ástandið er orðið þannig að það þarf bara lítinn neita til að kveikja í púðurtunnunni, eins og t.d. hryðjaverkaárás, "grooming" mál eða annað slíkt. Hvítir saka stjórnvöld um "two tiers system", þar sem tekið er vægara á afbrot minnihlutahópa og ráðist er með markvissum hætti að tjáningarfrelsi einstaklinga.
Á Norður - Írlandi (júníjúlí 2025) áttu sér stað nýjar minnihlutahópaóeirðir, sérstaklega í Ballymena, með rasískum árásum á Rómana og Rúmenum. Þetta er ógnvænleg þróun, en enn er talað um "óeirðir" ekki borgarastyrjöld.
Professor David Betz við Kings College varar við mögulegri borgarastyrjöld innan fimm ára vegna skorts á trausti til stjórnmálakerfisins, hækkandi spennustigs milli borga og sveita, brotnu multisamenlegu samhengi, og veikingu réttarkerfisins hann tekur þetta fram sem möguleikagrad, ekki staðreynd (heimild: Newstarget.com)
Annar þáttur er pólitísk upplausn. Bæði Verkamannaflokkurinn (sumir vilja fjölmenningu og óheftan innflutning erlends fólks) og Íhaldsflokkurinn hafa verið ófærir að ráða við hælisleitenda málaflokkinn. Afleiðingin var að Íhaldsflokkurinn beið afhroð í síðustu kosningum og Verkamannaflokkurinn komst til valda með lágmarks fylgi. Þingmenn Íhaldsflokksins leita nú yfir til UK Reform undir forystu Farage og er í mikilli sókn þessa daganna.
Fjórar megin ástæður fyrir borgarastyrjöld:
Efnahagskreppa verðbólga, húsnæðisvandi, fátækt sem bítur sig fastar í millistéttina; flótti milljarðamæringa úr landi ásamt fjármagni þeirra.
Menningarleg og kynþáttaleg togstreita með djúpstæðum klofningi milli samfélagshópa sem líta ekki lengur á sig sem hluta af sömu heild.
Stjórnkerfisleg vantrú þar sem almenningur telur að kerfið vinni gegn honum, hvort sem það er vinstristjórn eða hægriflokkar.
Trufluð upplýsingaumferð samfélagsmiðlar sem dýpka skotgrafir í stað þess að miðla sameiginlegum veruleika.
Brexit kerfisrask sem átti að lækna, en hefur grafið dýpri gröf. Bretar kusu 2016 að segja skilið við ESB, meðal annars til að takmarka frelsi fólks frá Evrópu til að flytja til Bretlands endurheimta fulla stjórn á landamærum sínum og löggjöf og verja "breska menningu" (mikið notuð tilfinningaleg rök, oft óskýr).
Eftir Brexit: Innflytjendur héldu áfram að koma en nú utan Evrópu. Mestu fjölgun síðustu ára hefur komið frá Indlandi, Nígeríu, Pakistan, Bangladesh og Filippseyjum, ekki Póllandi eða Rúmeníu eins og áður. Kerfið færði sig frá frelsi innan ESB yfir í stigveldi með vegabréfsstigum en vinnumarkaðurinn kallaði enn eftir vinnuafli (heilbrigðisþjónusta, landbúnaður, þjónusta).
Endum á efnahagspúðurtunnunni. Flótti milljarðamæringa og fjármagns úr landinu. Arfa heimskulegt efnahagsstefna Verkamannaflokksins hefur leitt til fjöldaflótta. Það á að herja á milljarðamæringa og atvinnulífið til að fá skatta. Sama stefna og Samfylkingin er með á Íslandi.
Síðasta rannsókn (Henley & Partners og Newâ¯Worldâ¯Wealth) bendir til þess að net útflæði milljónamæringa undanfarin misseri sé yfir 10.000 á ári, með um 10.800 í nettóflutningi árið 2024, sem stafar af stjórnskipulega kipp þ.e. innleiðingu á úrslitum um nonâdom og skattahækkanir.
Þar af hafa 12 þúsund milljarðamæringar flutt úr landi árið 2024 Þessir einstaklingar hafa yfirleitt flutt til ýmissa lága skattlandi t.d. Ítalíu, UAE, Sviss og Bandaríkjanna.
Mörg efnisatriði vekja athygli. Þannig hafi 16.500 milljónamæringar verið sagðir munu yfirgefa Bretland á þessu ári (2025), sem er nýr hæsti árlegur fjöldi í evrópskri samantekt. Þó sumir miðlar, t.d. Guardian, benda á að það sé oft um minna hlutfall að ræða og gögnin geti verið villandi, þar sem byggt sé á LinkedIn og innkomu/útflutningi sem skekkir raunverulegt mynd.
Hér er aðalástæðan fyrir flótta milljarðamæringanna: Abolishing non dom status (nonskattastaða) frá apríl 2025 og hærri fjármagnstekjuskattar, erfðafjár- og eignarskattar - Verkamannaflokkurinn ætlar að skattlegga erlendar tekjur milljarðamæringanna! Sem er eiginlega ólöglegt.
Er borgarastyrjöld framundan? Kannski ekki á næstunni, en líklega má telja Bretland vera áfram "failed state" eins og Bandaríkjamenn eru farnir að kalla Bretland. Miklar líkur og nánast óhjákvæmilegt, eru kynþáttaóeirðir og efnahagsleg niðursveifa.
Bloggar | 14.7.2025 | 08:57 (breytt kl. 11:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. júlí 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020