Staða stjórnarflokkanna - Flokkur fólksins er í fallsæti

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Gallup er staða Samfylkingar sterk. Flokkurinn nýtur mikils fylgis, um 30% og formaðurinn um 60% kjósenda.  Næst kemur Viðreisn og formaðurinn flokksins, en í síðasta sæti rekur Flokkur fólksins og formaður hans. Í þremur neðstu sætum listans sitja ráðherrar Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hvaða sögu segir þetta okkur? Flokkur fólksins veðjaði á rangan hest. Allir bjuggust við að hann færi í samstarf við Miðflokkinn sem á margt sameiginlegt með flokknum en FF er líka vinstri flokkur. Viðreisn og Samfylkingin eru vinstri flokkar og Flokkur fólksins getur ekki keppt við þessa flokka.  Græði formannsins í að sitja í ríkisstjórn, sama hvað (hún sagði það í stjórnarmyndunarviðræðum að hún vildi í ríkisstjórn), hefur kostað flokkinn fylgi. Inga hefur verið lítið sýnileg, aðeins sést klippa á borða á heimilum aldraða en hún hefur ekki varið heilbrigðiskerfið og velferðakerfið. Hún hefur ekki staðið í fæturnar með innflytjendamál (sem tengjast velferðamálum) en óheftur innflutningur hælisleitenda skapar álag á alla innviði stjórnkerfisins. Sumir segja að kostnaðurinn skagi upp í 100 milljarða á ári. Á meðan er Landspítalinn óbyggður, bráðamóttakan yfirfull, 700 aldraðir á biðlistum o.s.frv.

Því miður stefnir Flokkurinn í útrýmingu í næstu kosningum, líkt og Framsókn í Reykjavík, báðir aðilar boðuðu breytingar en urðu bara hluti af kerfinu og varahjól stærri flokka.

Fyrir flokka sem vilja telja sig nokkurn veginn við miðjuna, er dauðadómur að tengjast á einhvern hátt vinstri flokkum. Ritari hefur spáð falli Framsóknar í Reykjavík, alveg frá því að flokkurinn fór í samstarf við vinstri flokkana í borginni og það mun ganga eftir. Hversu heimskulegt var að leyfa Dag B. Eggert að taka fyrstu tvö árin sem borgarstjóri (með augun á Alþingi allan tímann) en hann var orðinn mjög óvinsæll hjá kjósendum í Reykjavík. Svo tók Einar við en of seint. Það væri viturlegt fyrir hann að leita sér að annarri vinnu þegar kemur að næstu borgarstjórnarkosningar. 

Að lokum, margir kjósendur Flokk Fólksins telja sig vera svikna, það er nokkuð ljóst. 


Bloggfærslur 13. júlí 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband