Skilningslaus dómsmálaráðherra - Við viljum ekki fordómafullt samfélag

"Við viljum ekki vera fordómafullt samfélag." Þetta segir dómsmálaráðherra og les illa á spilin. Hún heldur að hún geti komið með Solomonsdóm og sagt að við verðum að gæta okkur á jöðrunum í þjóðfélaginu.

„Við viljum ekki fordómafullt samfélag“

En dómsmálaráðherra er í raun aðeins að tala um einn jaðar, og hann er til vinstri hjá aðgerðasinnum No border. Bloggritari efast um að þessi hópur hafi mikið fylgi á bakvið sig. Helst hjá flokkunum Pírötum og VG sem eru báðir komnir af þing. 

Hins vegar segir 61% þjóðarinnar að nóg sé komið í að hafa landamærin opin. Erfitt er að kalla slíkan meirihluta jaðarhóp. 

Dómsmálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir getur verið áhyggjufull en málið er í hennar höndum.  Verk hennar hingað til vekja ekki mikla traust tilfinningu. Byrjað er á að reka eina manninn sem sinn hefur lögum og haldið uppi landamæragæslu. Hún færir einnig vararíkissaksóknara til vegna woke ríkissaksókara. Hún dregur lappirnar með ný útlendingalög sem bloggritara skilst að hafi farið í gegn á dögunum. Nokkuð sem Alþingi hefði átt að láta fylgja með í síðustu lagfæringum á útlendingalögum fyrir hvað tveimur árum? Þarna er sett límband á rifið blað útlendingamála.

Ef einhver er á jaðrinum er það stjórnmálaelítan sem hlustar ekki á borgara landsins sem hafa látið skýrt í ljós viljann sinn.


Bloggfærslur 3. júní 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband