Hver er risinn í efnahagsmálum - ESB, Bandaríkin eða Kína?

Eins og sjá má af töflunni hér að neðan eru við að tala um þriggja turna tal. Það er ljóst að Bandaríkin bera af í samanburði við ESB og Kína. En helsti veikleikinn er risavaxinn skuldahali ríkisins. Erfitt er að trúa tölum frá Kína, því að síðastliðinn 2500 ár, hafa héraðstjórnir logið að keisaravaldinu um raun framlegð og gera enn undir stjórn kommúnista.

ESB er í sjálfsmorðsleiðangri og tímaspursmál hvenær borgarastyrjaldir hefjast innan einstaka ríkja. Ef sósíaldemókratar sem stjórna ESB í dag leyfa ekki hægri flokkum að komast að völdum, t.d. AfD í Þýskalandi eða Reform í Bretlandi, mun sjóða upp úr. Upp hafa sprottið grasrótarhreyfingar, þar á meðal Íslandi, sem sætta sig ekki við wokismann og opin landamæri ESB.

Ef efnahagsáætlanir Trumps ganga eftir, lækkun skatta á línuna og auknar tollatekjur (það verður flatur 10% tollur á öll lönd eða meira), og trilljóna USD fjárfestingar erlendis frá (sem eru að raungerast í töluðum orðum), þá mun Bandaríkin á ný taka  forystuna og ný gullöld framundan...en þá verður innanlandsfriðurinn að haldast og halda sig frá næstu stórstyrjöld.

Efnahagsmál

 ESBBandaríkin Kína
Stærð hagkerfis~15 billjónir USD~28 billjónir USD~17 billjónir USD
HagvöxturHægur (1–2%)Meðalhagvöxtur (2–3%)Hraður, en hægist (4–5%)
SkuldirÓlíkar milli ríkja – sum mjög skuldug (t.d. Ítalía)Miklar ríkisskuldir (~125% af landsframleiðslu)Opinberar skuldir huldar; raunveruleg skuldastaða óljós
AtvinnuleysiÓjafnt – hærra í suðurhluta ESBLágt (3–4%)Opinbert lágt, en vaxandi ungt atvinnuleysi
SamkeppnishæfniSterk í sumum greinum, en klofningshættaMikil nýsköpun og samkeppnishæfniMikil vöxtur í iðnaði og framleiðslu

Bloggfærslur 12. júní 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband