Pax Americana 80 ára gamalt

Bandaríkin hafa leitt hinn vestræna heim í 80 ár, eftir seinni heimsstyrjöld. Þau hafa sagst varið vestræna menningu og heim með vopnavaldi. Talað hefur verið um Pax Americana. En er það satt og hver er árangur þeirra? Er forræði Bandaríkjamanna á enda? 

Í ákveðnum skilningi hafa Bandaríkin verið forysturíki. Bandaríkin stigu fram sem leiðandi herveldi eftir 1945, sérstaklega eftir fall Sovétríkjanna 1991 á ýmsan hátt. Þau hafa leitt NATO og tryggt hervernd yfir Evrópu gegn Sovétríkjunum (t.d. Berlínarkreppan, Kóreustríðið, og staðsetning herafla í Vestur-Evrópu). Ef þau hefðu ekki verið til staðar, hefðu Sovétríkin tekið Vestur-Evrópu og stöðvast á Frakklands strendur Atlantshafsins. Þau hafa haft yfirráð yfir hafsvæðum og tryggt alþjóðleg viðskiptakerfi sem studdist við bandarískt flotaveldi og þar voru Bandaríkjamenn arftakar breska heimsveldisins.

Þar sem hernaðarátök hafa sprottið upp hafa þau gripið til hernaðar til að fella einræðisherra eða verja bandamenn (t.d. í Kóreu, Kúveit, Júgóslavíu, Afganistan). Það hafa notað "mjúkt vald" (soft power) til að breiða út vestræn gildi – lýðræði, frelsi einstaklingsins, mannréttindi – þó oft í tengslum við eigin hagsmuni, hvort sem viðkomandi ríki hafa viljað vestræn gild og menningu, sjá til dæmis Afganistan.

Þetta hefur verið kallað Pax Americana – svipað og Pax Romana eða Pax Britannica, þar sem stórveldi heldur heimsfrið með yfirburðum sínum. Friður hefur ríkt milli stórra ríkja (sérstaklega í Evrópu) frá 1945, en þó með blóðugum stríðum á "jaðarsvæðum" (proxy wars).

En hver er árangurinn? Árangurinn er bæði jákvæður og umdeilanlegur. Það sem er jákvætt er að það er friður og uppgangur í Evrópu og Japan. Aukin hnattvæðing og milliríkjaviðskipti sem hafa dregið úr fátækt víða. Tækniframfarir, upplýsingafrelsi og miðlun vestrænnar menningar um heiminn. En það sem er neikvætt eða umdeilt er Misheppnuð stríð (t.d. Víetnam, Írak, Afganistan) sem hafa kostað ógrynni lífa og spillt trúverðugleika Bandaríkjanna. Stuðingur við einræðisherra ef það hentaði hagsmunum þeirra. Tvískinnungur gagnvart mannréttindum þegar hagsmunir eru undir.

En þá er það spurningin hvort forræði Bandaríkjamanna sé á enda? Um það vitum við ekkert. En ef horf er á söguna má sennilega sjá hnignun eða umbreytingu á forystuhlutverki þeirra. Kína eflist bæði efnahagslega og hernaðarlega og hefur eigið kerfi bandamanna og stofnana (BRI, SCO) en kannski er Kína bara pappírtígur.

Bandaríkin eru klofin innanlands pólitískt og missa trúverðugleika utanlands (t.d. brotthvarf frá Afganistan, óstöðug stefna milli forseta). Helmingur Bandaríkjamanna deila ekki sömu gildi og hinn helmingurinn.  Helmingur er Repúblikanar sem styðja hefðbundin gildi og menningu en stór hluti hins hlutans styður í raun ný-marxískar hugmyndir sem í raun leiðir til tortímingar hefðbundinnar bandarískrar menningar án þess að nokkuð ákveðið komi í staðinn. Um þessar mundir fer mikil valdabarátta fram og ef hinn íhaldssami helmingur verður undir, er hætt á borgarastyrjöld eða klofningu Bandaríkjanna. Íhaldshlutinn er ofan á um þessar mundir. Annar vandi er að Bandaríkin eru skuldug og standa frammi fyrir demógrafískum og efnahagslegum áskorunum. Bandaríkin hafa misst áhrif á mörgum sviðum, t.d. í Mið-Austurlöndum og Afríku þar sem Kína og Rússland eru að skora þá á hólm.

Hins vegar ráða þau enn mestu hernaðarlegu og tæknilegu getu heims, hafa sterk bandalög og áhrif á alþjóðakerfið – sérstaklega með dollarann og alþjóðleg viðskipti. Þannig að við erum líklega að sjá fjölskautað valdakerfi (multipolar world), ekki endilega hrun Bandaríkjanna, heldur nýjan veruleika þar sem þau verða ekki lengur óumdeilanlegt yfirvald. Ef það er eitthvað sem fellir Bandaríkin, er það innanlandsófriður.

En hvað veit bloggritari?


Bloggfærslur 9. maí 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband