Endalok seinni heimsstyrjaldar í dag. 80 ár síðan styrjöldinni lauk. Hvers ber að minnast og varast?
Í dag, 7. maí 2025, eru liðin nákvæmlega 80 ár frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með formlegri uppgjöf nasista þann 7. maí 1945, sem gekk í gildi kl. 23:01 að kvöldi 8. maí og markaði það sem margir minnast sem sigurdaginn í Evrópu (VE Day).
Hvers ber að minnast?
Ótrúlega mannfórn og hörmungar styrjaldarinnar ber að minnast. Um 6070 milljónir manna létust, þar af milljónir saklausra borgara. Stríðið leiddi til útrýmingarbúða, þjóðarmorða (sérstaklega á gyðingum), sprengjuárása á borgir og djúpstæðra sársauka í öllum heimsálfum. Baráttunnar gegn fasisma og alræði lauk með lok styrjaldarinnar en baráttan gegn kommúnistmans hélt áfram í kalda stríðinu. Kannski lauk seinni heimsstyrjöldinni með lok kalda stríðsins og frelsun Austurtjaldsins - Austur-Evrópu. Það segja Austur-Evrópubúa einu rómi.
Seinni heimsstyrjöldin var átök milli lýðræðisríkja og alræðisríkja. Hún minnir okkur á að frelsi, mannréttindi og lýðræði eru ekki sjálfgefin, heldur þarf stöðugt að verja þau. Þó bandamenn hafi haft mismunandi markmið og stjórnarhætti (t.d. Bandaríkin og Sovétríkin), þá tókst þeim að vinna saman til að sigra nasismann (baráttan við kommúnistismans tók og stóð í 56 ár). Það undirstrikar mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu þegar hún er rétt miðuð. Endurreisnar Evrópu og stofnun stofnana til friðar. Meðal annars Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar urðu til í kjölfar styrjaldarinnar en því miður hafa þessar stofnanir reynst gagnlitlar. Sérstaklega S.þ. sem hefur aldrei getað stillt til friðar. Þessar stofnanir voru þó stofnaðar til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtækju sig.
Hvers ber að varast?
Að gleyma sögunni eða endurskrifa hana. Afneitun á helförinni, fegrun nasismans eða rangfærslur um aðdraganda stríðsins eru hættulegar þróanir. Minningin um seinni heimsstyrjöldina verður að byggjast á staðreyndum og heiðarlegri greiningu.
Tregðu til að bregðast við yfirgangi er enn gegnum gangandi. Stríðið kenndi okkur að hunsun eða friðkaup (eins og gagnvart Hitler fyrir 1939) getur kallað yfir heiminn enn verri hörmungar. Aðgerðarleysi gegn árásarhneigðum ríkjum getur kostað mikið.
Tæknilegum hörmungum og kjarnorkuvopn. Stríðið endaði með kjarnorkusprengju. Sú ógn hangir enn yfir mannkyninu og minnir á nauðsyn þess að takmarka vígbúnað og beita visku í alþjóðamálum en kannski koma kjarnorkuvopn í veg fyrir alsherjarstríð (e. total war) í dag. Nýjasta nýtt eru átök Pakistana og Indverjar síðastliðna daga eða Úkraínustríð en menn vita hvað gerist ef kjarnorkuvopn eru beitt.
Niðurstaða
Að minnast loks seinni heimsstyrjaldarinnar er ekki aðeins að heiðra þá sem féllu, heldur að endurnýja fyrirheit okkar um að verja lýðræði, berjast gegn alræði og tryggja að hörmungar fortíðar verði ekki framtíð annarra. Það er skylda kynslóða framtíðar að læra af reynslunni því friður krefst minningar, en einnig ábyrgðar.
Sagt er að þegar kynslóðin sem barðist er látin og farin yfir móðuna miklu, taki nýjar kynslóðir við sem þekkja ekki hörmungar fortíðarinnar og þær eru dæmdar til að endurtaka mistök fortíðar. Líkt og barn sem er tabula rasa, endurtekur sagan sig, því að stundum þurfa menn að upplifa hörmungar til að forðast þær í framtíðinni.
Því miður dugar ekki tal um hættur. Þetta hefur bloggritari brýnt fyrir blogglesendur að við þurfum að undirbúa okkur fyrir næsta stríð, því það kemur! Íslendingar eru ekki tilbúnir fyrir stórstyrjöld þótt stjórnvöld þykjast vera að undirbúa sig. Þjóðaröryggisráð er brandari, því miður, með fólk sem litla sem enga þekkingu á nútíma hernaði. Bloggritari getur ekki séð að gert sé ráð fyrir allar mögulegar sviðsmyndir framtíðarátaka í plönum íslenskra stjórnvalda.
Bloggar | 7.5.2025 | 19:13 (breytt kl. 19:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. maí 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020