Það kemur ekki á óvart að Björn Bjarnason verji dómsmálaráðuneytið gagnvart ummælum Úlfars fyrrverandi lögreglustjóra í viðtalsþættinum Spursmál á Morgunblaðinu. Hann er varðhundur Sjálfstæðisflokksins, það er ljóst er skrif hans eru lesin en hann styður flokk sinn, sama hversu hægri sinnaður hann er eða í hina áttina, woke-sinnaður. Flokkurinn hefur bara alltaf rétt fyrir sér enda ættarflokkur Engeyinga.
En hann er líka varðhundur stjórnkerfisins sem hann var svo lengi hluti af og er helst að minnast dómsmálaráðherra tíðar hans. Þarna er hann að verja ráðuneyti sitt (fyrrverandi) og kerfisins í formi ráðuneytisstjóra. Hann getur varla verið hlutlaus en það sýnir hversu blaðamennska er á lágu stigi að ekki er grafið dýpra fyrir skoðunum Björns.
Það er ekkert málefnalegt við brottrekstur Úlfars. Hann gerði dauðasynd embættismannsins, en það er að segja innan frá brotalamir kerfisins opinberlega og í fjölmiðlum. Svona menn eru kallaðir "whistleblowers" á ensku og eru verndaðir af bandarískum lögum. Hér á Íslandi er menn hraktir úr starfi ef þeir birtast opinberlega og greina frá vanköntum á íslensku stjórnkerfi. Vægasta formið er að horfa fram hjá viðkomandi er stöðuhækkun er framundan en oftast er gerð kerfisbreyting þannig að viðkomandi starf verður "óþarft" eða þarfast "breytingar" og þar með þarf að auglýsa stöðuna. Viðkomandi sem er kominn í ónáð fær ekki stöðuna eða hent út á landi í eitthvað krummaskuð.
Það er ekki bara fyrrverandi dómsmálaráðherra sem ver "kerfið" heldur einnig núverandi dómsmálaráðherra. Báðir ráðherrar ættu að flétta upp í orðabók og að hugtakinu ráðherraábyrgð. Hvað það þýði. Bandaríkjamenn hafa orðatiltækið að "the bucket stops at the top" eða ábyrgðin liggur efst og það er á ábyrgð ráðherra hvers tíma að sjá til þess að lögum er framfylgt ekki einstakra embættismanna að eigin frumkvæði. Það er alveg skýrt að flugfélög eigi að skila inn farþegalistum og hefur legi fyrir í 9 ár en samt á að breyta lögum til þess að svo verði gert! Svo kennir dómsmálaráðherra Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn um málþóf og flokkarnir styðji ekki frumvarpið!
Til marks um að menn hafi ekki verið að vinna störf sín er að eitt árið komu hingað til lands 4000 þúsund manns og sóttu um stöðu flóttamanna sem er risahópur, jafnvel fyrir milljóna þjóðir eins og eru á hinum Norðurlöndum. Af hverju kom allur þessi hópur allt í einu? Jú, það spurðist út í hinum stóra heimi að hér væru opin landamæri. Fólk frá Venesúela gat keypt sér pakkaferðir (aðra leiðina) í gegnum "ferðaskrifstofur" til Íslands, en þar gat fólk við komuna pantað sér hælisvist hjá íslenskum yfirvöldum, svona til að borga upp ferðina og haft það náðugt á meðan mál þeirra velktist um í kerfinu í 2 ár eða lengur. Hverjir sváfu þá á verðinum í kerfinu?
Að lokum. Fyrrverandi lögreglustjóri reyndi hvað hann gat, gegn ráðalausu stjórnkerfi eða óvirku, að stoppa í götin og þakklætið var brottrekstur. Það ættu fleiri að taka pokann sinn, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins væri sá fyrsti og ber mestu ábyrgðina en einnig ríkislögreglustjóri.
Bloggar | 26.5.2025 | 08:19 (breytt kl. 09:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 26. maí 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020