John Bolton um varnir Íslands

Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, ráðleggur Íslendingum að fara varlega að Trump. Beini hann sjónum sínum að Íslandi muni hann komast að því að hér sé enginn her. Íslensk stjórnvöld þurfi að undirbúa sig fyrir athygli forsetans.

Bloggritari hefur fylgst með John Bolton í áraraðir.  Maðurinn er svo kallaður stríð haukur, alltaf tilbúinn í að fara í næsta stríð en þegar Trump var og er ekki tilbúinn að leysa átök með stríði, snérist Bolton gegn honum og maðurinn var rekinn með skömm. Hann er greinilega kominn langt niður þegar hann lætur aktívistan Bjartmar Odd Þeyr Alexandersson, svo kallaðan rannsóknarblaðamann hjá Heimildinni, sem var í prófkjöri fyrir stjórnleysingjanna í Pítötum taka viðtal við sig. Eða kannski áttaði hann sig ekki á að þeir eru á sitthvorum enda stjórnmálanna?

Sem dæmi um vitleysuna sem vellur upp úr Bolton er eftirfarandi fullyrðing: "Bolton lýsir ákvörðunum Trumps sem handahófskenndum og segir forsetann ekki fylgja neinni heimspeki né setja sér stefnu í þjóðaröryggismálum."  Þetta er bara rangt. Trump vill koma á friði í heiminum, ekki vegna þess að hann er friðardúfa, heldur vegna þess stríð eru slæm fyrir viðskipti.  Trump er og verður alltaf kaupsýslumaður.  Fyrirtækið hans er núna Bandaríkin.  Sem forstjóri (forseti) þolir hann ekki taprekstur. Stríð leiðir alltaf til taps. Hann vill því koma á friði.

En Bolton hefur rétt fyrir sér með Grænland. Trump mun aldrei taka landið með hervaldi en hann mun sölsa undir sig námurekstur landsins eins og hann er að gera í Úkraínu. Og það er rétt hjá Bolton að augu Trump munu beinast að Íslandi, fyrr eða síðar, líklega síðar, því hann verður upptekinn fram á næsta ár. En þegar blaða bunkinn er horfinn af skrifborði sporöskju herbergisins, og honum fer að leiðast, fer hann að skoða heimskortið og sér þá Ísland. 

Bolton leggur til að Íslendingar efli Landhelgisgæsluna og veri viðbúnir þegar Trump snýr sér að Íslandi. Bloggritari er ekki svo viss um að það verði gleðileg samskipti, því líklegt er að hann krefjist að bandarískur her hafi hér varanlega hersetu. Viljum við það? Nei, bloggritari telur að það sé óráð! Bandaríkjamenn munu draga okkur inn í sín átök, ekki endilega þau sem koma okkur við.  Það er því nauðsynlegt að halda varanlegu setuliði frá landinu. Ef við getum sýnt fram á að við getum varið landið að minnsta kosti á friðartímum, fáum við ef til vill að vera í friði.

Er Þorgerður Katrín fær um að eiga við Trump í beinni útsendingu frá Hvíta húsinu með heimspressuna yfir sér? Veit hann ekki (með öflugustu leyniþjónustu í heimi og virku sendiráði á Íslandi) af afstöðu hennar gagnvart Bandaríkjunum? Hún er nefnilega ekki vinsamleg.

Trump mun krefjast "fair share" af Íslendingum þegar hann sér að þeir eyða aðeins 0,15% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Þetta veit utanríkisráðherra og er að undirbúa sig með því að skipa ráðherraskipaða öryggis- og varnarmálanefnd.

Svo er það hinn vandinn. Skessustjórnin er harðákveðin í að fylgja Evrópusambandinu fram í rauðan dauðann (í bókstaflegri merkingu) hvað varðar Úkraínu og inngöngu í ESB og þar með möguleikan á að Evrópuher verði stofnaður. Bloggritari telur að þá fyrst munu Íslendingar koma sér upp íslenskum her (að kröfu ESB sem við fylgjum í blindni í gegnum EES samninginn).

Ef Evrópuher verður stofnaður, það er næsta óhjákvæmilegt, þá verður Ísland að slíta á naflastrenginn við Bandaríkin. Og Evrópuherinn verður mun veikari en sá bandaríski, og því verður gerð skýr krafa um að Íslendingar axli ábyrgð á eigin varnir.

Varar Íslendinga við að vekja athygli Trumps


Bloggfærslur 24. maí 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband