Í ansi breyttu þjóðfélagi, með miklum innflutningi erlends fólks, verður eðlisbreyting á því. Einsleitni og samheldni hverfur. Inn í þessum stóra hópi útlendinga (sem koma í gegnum hálf opinna landamæra) leynist margur svartur sauðurinn. Sumir eru tengdir mafíustarfsemi en aðrir hryðjuverkahópum.
Spurningin er því hvort að lögreglan sem er ansi fáliðug ráði við hóp manna (hvort sem þeir eru erlendir eða íslenskir), sem hafa illt í huga? Það má minnast þegar tveir hryðjuverkamenn sem settu allt á annan enda í París með hryðjuverki 2015, fóru til Brussel og voru teknir þar. Það þurfti 200 belgíska lögreglumenn til að hreinlega að umkringja tvo einstaklinga. Það þyrfti allt tiltækt lögreglulið höfuðborgarsvæðisins til að ráða við tvo einstaklinga.
Samkvæmt nýjustu opinberu upplýsingum frá Alþingi voru árið 2023 alls 895 starfandi lögreglumenn á Íslandi, þar af 704 menntaðir lögreglumenn. Á höfuðborgarsvæðinu hefur fjöldi lögreglumanna dregist saman frá árinu 2007, þegar þeir voru 339, niður í 297 árið 2023, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað verulega á sama tíma. Sjá slóð:
Þetta þýðir að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu er um 1,2 á hverja 1.000 íbúa, sem er lægsta hlutfallið á landinu.
Þó að nákvæmar tölur um skiptingu lögreglumanna milli götulögreglu og lögreglumanna sem sinna skrifstofustarfa séu ekki opinberar, hafa fulltrúar lögreglunnar bent á að í dag séu stundum færri en 20 lögreglumenn á vakt á öllu höfuðborgarsvæðinu, sem þýðir að aðeins 45 lögreglubílar séu tiltækir fyrir allt svæðið. Þetta er stórkostleg fækkun frá árum áður þegar það voru 2-3 lögreglubílar í Hafnarfirði einum og sami fjöldi í Kópavogi. Þá er eftir Reykjavíkurlögreglan. Engar tölur eru til en áætla má að á árunum 1980 til 1990 hafi fjöldi lögreglumanna í Reykjavík verið á bilinu 250300, en nákvæmar tölur eru ekki tiltækar. Samkvæmt upplýsingum frá 2019 voru 273 lögreglumenn starfandi á höfuðborgarsvæðinu, og þessi tala hefur staðið í stað í raun í áratugi, aðeins rokkað til um tugi.
Bloggritari er að gerast áhyggjufullur vegna sífellt fleiri frétta um umsvif erlendra glæpagengja og jafnvel hryðjuverkamanna. Ræður íslenska lögreglan við þetta? Samkvæmt upplýsingum frá árinu 2019 voru 46 lögreglumenn starfandi í sérsveit Ríkislögreglustjóra. Þá var gert ráð fyrir að sveitin hefði 52 liðsmenn, en vegna niðurskurðar hafði þeim fækkað í 41! Þetta er eina vopnaða liðið sem Íslendingar hafa yfir að ráða.
Hefur bloggritari ekki bara rétt fyrir sér að það þarf að stofna heimavarnarlið sem getur brugðist við óvæntum hættum? Það gæti a.m.k. hjálpað lögreglunni ef út af bregður.
Bloggar | 23.5.2025 | 17:56 (breytt kl. 18:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinstri snillingarnir í borgarstjórn, sem eru illa haldnir af bílahatri, neyðast eftir sem áður að leyfa bílaumferð um borgina! Það er að segja ef þeir vilja vera kosnir aftur!
Þeir hafa reynt allt til að tefja umferð, fækkað akreinum, lagt fleiri þúsund hraðahindranir, ekki lagað götur eða malbika, sett umferðljós á hraðbrautir, fækkað bílastæðum bæði opinber stæði og hjá einstaklingum, ekki sett upp mislæg gatnamót (t.d. á gatnamótum Bústaðarvegar og Breiðholtsbrautar) neitað að uppfæra umferðaljós á erfiðustu gatnamótum landsins með gervigreind o.s.frv.
En nú er svo komið að þeir verða (tilneyddir) að gera eitthvað varðandi Miklubraut og Sæbraut. Nú er verið að kynna neðanjarðar stokk - umferðastokk upp á einn km. til að létta á gatnamótum.
Þetta hljómar vel en ef vel er skoðað, eru vinstri villingarnir að leggja stein í götu Þrándar. Í raun er ekki verið að bæta við akreinum, heldur að grafa þær niður! Á yfirborðinu á að vera græn svæði. Jippí, við vinnum segja þeir, 1-0 fyrir bílahatara gegn bíleigendum! En svo vantar húsnæði eftir x mörg ár. Þá verður farið í "þéttingu" byggðar og ofan á verða byggðir steinkumpala blokkir upp á 10 hæðir.
Er hægt að fara aðra leið? Já, t.d. mislæg gatnamót og engan stokk. Eða hreinlega að hafa þennan stokk neðanjarðar en halda akbrautum ofanjarðar eftir sem áður.
Þessa hugmyndafræði á að beita annars staðar, í gegnum Garðabæ og Miklubraut. Á meðan eiga bílaeigendur að anda að sér bensín stybbu í umferðastokkunum! Mjög grænt eða þannig!
Og kostnaðurinn! Það eru alltaf til peningar í dýrustu umferðalausnirnar hjá Íslendingum. Jú, umferðamannvirkin þurfa að vera smart í útliti eða falin augum manna! Eða niðurgrafin, svo latté lepjandi 101 liðið þurfi ekki að horfa upp á umferðamannvirki, en getað dáðst að hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum berjast áfram í norðan storminum! Já, við erum svo umhverfisvæn! Má bjóða meira latté?
Bloggar | 23.5.2025 | 08:23 (breytt kl. 08:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 23. maí 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020