Á þessu bloggi hafa ríkisfyrirtækin RÚV og ÁTVR - Vínbúðin verið tekin fyrir og skömmuð fyrir lélega viðskiptahætti. ISAVIA er enn eitt ríkisapparatið sem sér um reksturinn á Keflavíkurflugvelli.
Fyrirkomulagið ohf = opinbert hlutafélag, er ekkert annað ríkisrekstur. Það væri alveg eins gott að gera þetta að ehf (einkahlutafélag) og innleiða samkeppni, í áfengissölu (Vínbúðin) og fjölmiðlarekstri (RÚV) en erfiðara er að eiga við ISAVIA (rekstur Keflavíkurflugvallar), því ekki er hægt að setja upp tvær flugstöðvar á sama blett! Það þyrfti því að setja þetta ohf undir hatt stofnunar.
Ríkisstarfmennirnir sem eru í stjórn ISAVIA eru ekki fremar en aðrir ríkisforstjórar og stjórnarmenn starfi sínu vaxnir (ekki okkar peningar eða okkar hagsmunir, komum málinu frá okkur!).
Nú er að koma í ljós að fríhöfnin sem telst vera sérstakur og lokaður markaður er komin í hendur erlends fyrirtækis með slæmt orðspor. Þýskt fyrirtæki Heinemann er að taka yfir reksturinn og byrjar ekki vel. Það byrjar á að kúga birgja (íslenska) sem eru örsmáir og vanmáttir með að taka meira af framlegð til sín áður hefur tíðkast.
Þetta er bagalegt því að ÁTVR hefur framselt smásölurekstur sinn (ríkiseinokun) til einkafyrirtækis sem er í einokunarstöðu. Það er engin samkeppni á Keflavíkurflugvelli. Það væri annað ef það væru tvær fríhafnir á flugstöðinni. Samkeppniseftirlitð hlýtur að taka málið í sínar hendur (er vantrúaður að eitthvað gerist).
Það er vandi að sjá hvort er verra, ríkisfyrirtæki í einkarekstri eða fyrirtæki með einokunarstöðu. Hvorutveggja jafn slæm fyrirbrigði og neytandinn verður alltaf undir. Fyrirtæki sem skipta við Heinemann hljóta að þurfa að hækka verð sín til að lifa af, þ.e.a.s. ef Heinemann leyfir það.
Annars er fríhöfnin ansi dýr, t.d. sælgæti og annar varningur og bloggritari er t.d. hættur að grípa varning með við komuna til landsins.
Bloggar | 2.5.2025 | 11:47 (breytt kl. 18:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 2. maí 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020