Evrópa á fleygiferð?

Vísir og DV reka áróður fyrir inngöngu í ESB. Nokkrir potindátar fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið skrifa reglulega um hversu mikil paradís sambandið er. Einn þeirra er Thomas Möller.

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Í grein Thomasar dregur hann upp dökka mynd af Bandaríkjunum í samaburði við Evrópu. Bandaríkjamenn/-forseti eru vondir í varnar- og tollamálum við Evrópumenn. Vísindamenn flýja hátækni þjóðfélag Bandaríkjanna í evrópska paradís (hlátur). 

En í raun gengur ESB frekar illa. Þeim gengur illa að ráða við ólöglegan innflutning fólks sem hefur verið svo mikill að evrópsk menning er á undanhaldi.  Mikil hætta er á borgarastyrjöldum í frekar náinni framtíð.

Í varnarmálum er ESB með allt  niður um sig, 500 milljóna bandalag ræður ekki við Rússland sem er með 140+ milljónir íbúa og er þurfalingur á aðstoð Bandaríkjanna.Flest ESB-ríki eru einnig í NATO, og raunveruleg öryggisvernd kemur aðallega þaðan — sérstaklega frá Bandaríkjunum.  ESB hefur ekki eigin her heldur treystir á samvinnu milli aðildarríkja. Ósamstaða er í öryggismálum. Ríki hafa mismunandi áherslur og pólitíska vilja til að veita fé eða mannafla. Evrópa hefur lifað snýkjulífi á BNA í NATÓ en hingað og ekki lengra segir Trump. Menn verða auðvitað fúlir þegar þeir þurfa að taka upp veskið.

Hvernig gengur með hagvöxtinn? Hægur hagvöxtur er í  sambandinu. Mörg ESB-ríki (sérstaklega í suðurhluta Evrópu) glíma við hægan vöxt, háa skuldastöðu og atvinnuleysi. Ójöfn þróun milli landa er mikil. Norðurlönd og Mið-Evrópa (t.d. Þýskaland, Holland) standa sig betur en suðurríki eins og Ítalía, Grikkland og Spánn. Lítil nýsköpun miðað við Bandaríkin og Kína og er Evrópa komin langt á eftir hvað varðar gervigreind. Evrópa á í erfiðleikum með að keppa við bandarísk og kínversk stórfyrirtæki í gervigreind, örflögum, netöryggi og stafrænni þróun. Þeim vantar alþjóðleg stórfyrirtæki. Engin evrópsk tæknifyrirtæki eru sambærileg við Google, Apple, Microsoft eða Tencent. Vegna miðstýringar er hæg ákvarðanataka og regluverkið hamlar hraða nýsköpun (Ísland er eins og það sé snýtt úr nös ESB í þessum málum og fremst meðal sósíalistaríkja). Orkan er dýr í Evrópu. Orkuverð í Evrópu er hærra en í Bandaríkjunum og Asíu, sem dregur úr samkeppnishæfni. Allt vegna "grænna orkukosta" sem eru rándýrir. Evrópa er of háð Rússlandi um orku og þarf að skríða fyrir Rússum á sama tíma og þau eru að herja á þá í Úkraínu! Þvílík mótsögn.

Vegna þess að ESB er marghöfða þurs er stjórnsýsluákvarðanir flóknar og hæg ákvarðanahraði. Vaxandi efasemd meðal almennings í sumum ríkjum (t.d. Ungverjalandi, Póllandi, jafnvel Frakklandi) um ágæti sambandsins nema hjá Valkyrjustjórn (Skessustjórn) Íslands. Erfiðleikar eru við stækkun ESB og samþættingu nýrra ríkja (t.d. Vestur-Balkans). Í þetta stjórnarhíti vilja íslenskir ráðamenn fara í sem fyrst og afsala sér fullveldi íslenska ríkisins.

Ef Evrópa er á fleygiferð, þá er hún á fleygiferð til helvítis. Vilja Íslendingar fara í þá vegferð með evrópsku bræðrum sínum?

 

 

 

 


Bloggfærslur 14. maí 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband