Áætlað er að heildarvöruviðskipti Bandaríkjanna við Kína hafi numið 582,4 milljörðum dala árið 2024. Vöruútflutningur Bandaríkjanna til Kína árið 2024 nam 143,5 milljörðum dala, sem er 2,9 prósent lækkun (4,2 milljörðum dala) frá árinu 2023. Þetta er gríðarlegur viðskiptahalli milli ríkjanna Kína í hag.
Office of the United States Trade Representive
Það er því ljóst að það hallar á Bandaríkin í viðskiptum við Kína og Kínverjar eru meira háðir viðskiptum við Bandaríkin en öfugt. Kína þjáist því meira vegna tollastríðsins.
Bandaríkin og Kína tilkynntu 90 daga hlé á flestum nýlegum tollum sínum á hvort annað, sem ýtir undir vonir á Wall Street um að viðskiptastríð tveggja stærstu hagkerfa heims muni kólna.
Sameinaðir tollar Bandaríkjanna á kínverskum innflutningi verða lækkaðir í 30% úr 145%, en gjöld Kína á bandarískan innflutning munu lækka í 10% úr 125%, að sögn ríkjanna snemma á mánudagsmorgni. Þetta eru umtalsverðir tollar eftir sem áður.
Embættismenn hittust í Genf um helgina í fyrstu viðræðum sínum augliti til auglitis síðan Donald Trump forseti setti á óvænta tolla 2. apríl, þegar hann lagði 84% tolla á kínverska innflutninga, leiðrétti þá í 125% skömmu síðar og hækkaði þá enn frekar í 145% daginn eftir.
Nýi 30% tollurinn er samanlagður af 20% tollinum sem Trump lagði á snemma á öðru kjörtímabili sínu vegna meintra vanrækslu Kínverja við að draga úr flæði fentanýls og 10% alhliða tollinum sem hann hefur lagt á nánast allan erlendan innflutning.
Kínverjar voru háværir og sögðust ekki ætla að láta kúga sig en verkin tala. Þeir urðu að koma að samningsborðinu.
Það sem er verra í stöðunni fyrir Kína er að bandarísku stórfyrirtækin, Apple þar fremst, eru að flytja frá Kína og til annarra ríkja, svo sem Indlands eða Bandaríkjanna. Sama hver útkoman er úr þessu tollastríði, fyrirtækjaflóttinn er raunverulegur, ekki bara bandarískra heldur annarra ríkja einnig. Þau eru ekkert að koma til baka. Þessi þróun var hafin áður en Trump komst til valda. Kínverski neytenda markaðurinn er nefnilega ekki svo dýrmætur og ætla mætti, því að ráðstöfunartekjur almennings eru litlar og einkaneyðsla sú minnsta í þróuðu hagkerfi vegna sparnaðar almennings.
Efnahagsstefna Xi, sem er ríkisstýrður "kapitalismi" er að bíða skipbrot. Aðlögunarhæfnin er minni en í almennu kapitalísku hagkerfi vegna miðstýringar. Efnahagssamdrátturinn í Kína var löngu hafinn áður en Trump komst til valda. Of fjárfesting í byggingaiðnaðinum (almenningur má ekki fjárfesta í hverju sem er) og atvinnuleysi meðal ungs fólks er að valda vandræðum. Skuldasöfnun ríkisins er mikil. Yfirgangur á Kínahafi pirrar nágranna Kínverja og einangrar þá efnahags- og stjórnmálalega. Með lækkun fyrirtækjaskatta og A.I. byltingunnar er dyrnar opnar í Bandaríkjunum fyrir þau fyrirtæki sem vilja fara "heim".
Skilnaðurinn tveggja stærstu efnahagskerfa er í fullum gangi en uppgjör skiptabúsins tekur sinn tíma.
Bloggar | 13.5.2025 | 08:25 (breytt kl. 08:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. maí 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020