Trump er að slá öll met í aðgerðum forsetaembættisins fyrst 100 daganna í embætti. Hann er annar forsetinn til að taka tvö kjörtímabil með fjögur ár á milli sem gaf honum gríðarlegan tíma og tækifæri til að endurskipuleggja sig og hvernig síðara tímabilið á að vera.
Fyrsta sem hann gerði, var að velja rétta fólkið í kringum sig. Margir utangarðsmenn voru valdir í ríkisstjórnina en tryggt fólk. Sama var ekki að segja um fyrra tímabilið þar sem margir stungu hann í bakið. Nú þekkir hann Washington, hvernig kaupin gerast á eyrinni o.s.frv.
Með samstillta ríkisstjórn og meirihlutann í báðum deildum Bandaríkjaþings eru honum allir vegir færir í eitt ár sem er stuttur gluggi. Það er því gengið hratt til verka, forsetatilskipanir fljúga út um gluggann í skæruhrífu og viðskiptaskrúfann skrúfuð á alla putta efnahagskerfis alþjóðasamfélagsins.
Þetta er nú að bera árangur. Kínverjar hafa gengið til samningsborðs og sömdu um 90 daga vopnahlé í viðskiptastríðinu á meðan samningum er náð.
Önnur tímamót er að Pútín og Zelenskí eru að fara að hittast í vikunni í fyrsta sinn sem stríðið byrjar. Það ætti því að styttast í stríðslok. Hvort Trump eigi allan heiðurinn er spurning en ef það væri ekki fyrir stjórn hans, væri stríðið að stigmagnast og enginn friður í sjónmáli næstu misseri.
Houtínar í Jemen hafa lúffað fyrir loftárásum bandaríska flotans og er aðeins friðvænlegra á siglingaleiðum meðfram landið.
Svo er það spurning hvort að Íranir þrjóskist við og neita að láta af kjarnorkuvopna áætlun sinni? Ef ekki, þá vita þeir hvað bíður þeirra. Sameiginleg árás Ísraela og Bandaríkjamanna.
Nú þegar karlinn getur litið upp úr vinnunni, þá getur hann kvartað. "Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotunni - "heimsklassa aumingjar" segir í frétt/slúður DV vegna gagnrýnenda.
Forsagan er sú að Trump rifti samningi við Boing vegna kaupa á nýjum forsetaflugvélum og sagði að þær væru of dýrar.
"Það að varnarmálaráðuneytið sé að fá 747 flugvél AÐ ÓKEYPIS GJÖF til að koma í stað 40 ára forsetaþotunnar, og það tímabundið og fyrir opnum tjöldum, fer svo í taugarnar á spilltu demókrötunum að þeir krefjast þess að við borgum TOPPVERÐ fyrir vélina," skrifaði forsetinn á Truth Social og bætti við að demókratar væru heimsklassa aumingjar.
Það er álitamál með hvort þiggja megi þessa gjöf (forseti Íslands fær reglulega gjafir) en hægt er að taka undir að demókratar séu a.m.k. heimsklassa taparar.
En eitt er víst, Trump er að keyra efnahagskerfi Bandaríkjanna í fluggír og friðvænlegra er umhorfs þegar þetta er skrifað. Ælti karlinn fái núna Nóbelinn? Ekki fékk hann verðlaunin fyrir Abraham friðargjörðina (sem á að halda áfram með á árinu).
Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna Heimsklassa aumingjar
Bloggar | 12.5.2025 | 17:12 (breytt kl. 17:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 12. maí 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020