Engin kreppa í Bandaríkjunum segir Larry Kudlow - heldur góðæri

Larry Kudlow á Fox Business segir fréttir af samdrátt í Bandaríkjunum vera falsfréttir. Fyrirtæki eru að fjárfesta á fullu á meðan alríkisstjórnin er að spara. Neyðsluvörur fara lækkandi og orkugjafi atvinnulífsins - jarðeldsneytið, þ.e. olíu- og gasverð hríðlækkað. Mikil fjárfesting er í atvinnutækjum og verksmiðjum á sér stað núna og á fundi Trumps með risafyrirtækjum og fulltrúum þeirra í gær þakkaði hann þeim fyrir að ætla að fjárfesta í Bandaríkjunum fyrir billónir dollara og allt að 8 billjónum sem hann segist vita af. Þess má geta að alríkis útgjöldin eru um 6,75 billjónir dollara. 

Þessar fjárfestingar taka tíma að tikka inn en eru þegar farnar að hafa áhrif á væntingar. Á sama tíma er á leiðinni umfangsmikar skattalækkanir á almenning og fyrirtæki af hendi Bandaríkjaþings og afnám reglugerða fargansins. Það má jafnvel búast við að atvinnulífið fari á yfirsnúning. 

Bandaríkin eru nú að endursemja tolla við tugir ríkja á þessari stundu og ekkert þeirra ætlar í tollastríð við þau nema Kína sem neyðist til að koma að samningsborðinu fyrr eða seinna. Þetta mun skila inn meiri tekjur fyrir ríkissjóð BNA og meiri útflutning bandarískra fyrirtækja. Spurningin er: Gullöld framundan fyrir bandarískt efnahagslíf?

P.S. Eru Íslendingar að reyna að semja við bandarísk stjórnvöld?


Bloggfærslur 1. maí 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband