Trump hefur ítrekað í viðtölum og á blaðamannafundum að "fyrstur kemur, fyrstur fær" stefnu sína. Það þýðir að þeir sem koma fyrstir fá besta samninginn. Þeir sem koma síðast lélegustu kjörin. En það er ekki nóg að koma, í sumum tilfellum verður ekki endursamið og í öðrum verður það gert.
En hvað er Ísland að gera til að tryggja stöðu sína og koma í veg fyrir 10% tolla? Ekkert heyrist af því opinberlega. Hefur enginn hringt í Hvíta húsið? Er íslenski sendiherrann starfi sínum vaxinn? Hver er núna sendiherra? Samningsstaða Íslands ætti að vera sterk, því Bandaríkjamenn flytja meira inn en Íslendingar út til Bandaríkjanna. Varnarsamningurinn er mikilvæg samnings tilboð.
Þessi áhættusama tollastefna virðist vera að borga sig. Aðeins 3 þjóðir hafa boðað tollastríð við BNA. Held að Kína sé í þeim hópi.
Kínverjar eru aðalskotmark Trumps. Viðskiptahallinn er stjarnfræðilega hár, Kínverjum í vil. Það eru tollar á bandarískar vöru og hafa alltaf verið. Þeir eru kannski ekki háir, 10-20% en það er ekki það sem veldur vanda. Kína hefur beitt ýmsum tæknilegum viðskiptahindrunum á bandarískar vörur, sérstaklega í tengslum við viðskiptadeilur milli landanna. Þessar hindranir, oft nefndar óbeinar viðskiptahindranir, fela í sér stjórnsýslulegar tafir, auknar skoðanir og kvótakerfi sem takmarka innflutning ákveðinna vara. Rannsóknir sýna að á árunum 2018 og 2019 voru slíkir óbeinir tollar ábyrgir fyrir um 50% af heildarsamdrætti í innflutningi Kína frá Bandaríkjunum.
Ef Kínverjar ætla að fara í viðskiptastríð við Bandaríkin, munu þeir sannarlega tapa því. Margar af þeim vörum sem áður voru framleiddar í Kína eru nú framleiddar í ríkjum eins og Víetnam. Þessi þróun hófst fyrir löngu og mun halda áfram, sama hvort tollastríð verður eða ekki. Framleiðslukostnaður er orðinn of hár í Kína. Annað sem ógnar framleiðsluyfirburði Kína er gervigreindarvæðingin og vélmennavæðingin. Ódýr vinnuafl, sama hversu ódýrt það er, getur ekki keypt við vélmenni sem vinna allan sólarhringinn kauplaust. Það er sannarlega að verða iðnbylting (sú fjórða) og hún er ekki hagstæð þjóðum sem bjóða upp á þrælavinnuhald í alþjóðasamkeppni.
Versta fyrir Kína er að vörur sem þeir eru að selja til Bandaríkjanna má kaupa annars staðar. Hún kann að vera dýrari í upphafi en samkeppnin mun lækka þessar vörur á endanum. Framleiðslan verður annað hvort komin til Bandaríkjanna eða annarra ríkja sem hafa hagstæð kjör við Bandaríkin.
Bloggar | 9.4.2025 | 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 9. apríl 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020