Forsendur EES-samningsins frá 1992 brosnar?

Svarið hlýtur að vera já í einföldu svari. En út á hvað gekk samningurinn í upphafi?

Í fyrsta lagi er það fjórfrelsið. Frjáls för vöru, þjónustu, fjármagns og fólks. Í öðru lagi fengu EFTA þjóðirnar markaðsaðgang án aðildar. EFTA-lönd (eins og Ísland, Noregur og Liechtenstein) fengu aðgang að innri markaði ESB án þess að taka fulla þátt í pólitískri samþjöppun sambandsins. Í framkvæmd hafa EFTA ríkin verið reglutakar en hafa enga reglusetninga rétt. EFTA-ríkin samþykkja stóran hluta löggjafar ESB – en hafa ekki atkvæðisrétt við mótun reglna. Það síðarnefnda er alveg galið.

Allir viðurkenna að breytingar hafa orðið og þar með forsendurnar. En hvernig hafa þær breyst?

ESB hefur breyst úr efnahagssamstarfi í pólitískt bandalag. Maastricht-sáttmálinn (1993), Lissabon-sáttmálinn (2009) o.fl. hafa fært sambandið dýpra inn í sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu, dómsmál, mannréttindi og jafnvel hernaðarmála. EFTA-löndin taka ekki þátt í þessari pólitísku samþjöppun – en eru samt bundin af mörgum hliðaráhrifum hennar. EES-samningurinn nær ekki til nýrra kjarna ESB-samstarfs:

  • Schengen, evran, bankaeftirlit, orkusamband, stafrænt regluverk og fleiri sameiginleg kerfi hafa ýmist orðið að sérsamningum eða útilokað EFTA-ríkin. 
  • Þetta hefur skapað aukin utanfrá-ásókn á regluverk – þar sem EFTA-löndin þurfa að innleiða reglur sem þau hafa engin áhrif haft á og sem byggja stundum á forsendum sem eru þeim óviðkomandi. 

Valdajafnvægi hefur hallað verulega en árið 1992 var hlutfall EFTA og ESB-ríkja nánast jafnt í EES. Í dag eru aðeins 3 EFTA-ríki innan EES, á móti 27 ESB-löndum. Þau eru því í raun orðin reglutakar á evrópska innri markaðinum.

Af hverju endurskoða EFTA-ríkin ekki samninginn? Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi hagfræðilegur stöðugleiki. Samningurinn tryggir óhindraðan markaðsaðgang að stærsta viðskiptasvæði heims. Fyrirtæki á Íslandi (og sérstaklega í Noregi) hafa byggt viðskipti sín á þessari aðstöðu. Pólitísk tregða og ótti við óvissu. Breyting á EES-samningnum gæti opnað kassa Pandóru – þar sem ESB krefjist harðari skilyrða, aðgangstolla eða endursemja verði öll kerfin upp á nýtt. Ótti við "Brexit-vandann" hefur dregið úr löngun til róttækra breytinga.

Í öðru lagi hefur ESB lítil áhuga á að opna samninginn. Frá sjónarhóli ESB hentar núverandi staða þeim ágætlega: þau ráða reglunum og fá samt aðgang að EFTA-markaðnum. Ef EFTA-ríkin vilja breyta miklu – gæti ESB einfaldlega hafnað eða beðið þau um að ganga í sambandið í staðinn.

Í þriðja lagi erum við með innlend pólitíska tvíhyggju. Á Íslandi er hvorki meirihlutavilji fyrir aðild að ESB né fyrir útgöngu úr EES. Þetta þýðir að EES-samningurinn situr áfram sem eins konar millileið af nauðsyn, en ekki af hugsjón.

Niðurstaðan er að EES-samningurinn hefur ekki breyst mikið formlega – en hann hefur aflagast í verki þar sem hann heldur ekki lengur utan um meginþróun ESB-samstarfsins. EFTA-ríkin standa því utan við pólitískan samruna, en innan við regluverk – í sífellt erfiðari stöðu.

Áhættufælni íslenskra ráðamanna (saga Íslands í 1000 ár) hefur leitt til stöðnunar og viljaleysi til að leiðrétta ranga stefnu. Við sættum  okkur við "hvað sem er", líka bókun 35 sem er á skjön við íslenska stjórnarskrá.  það má færa sterk rök fyrir því að bókun 35 við EES-samninginn stangist á við íslensku stjórnarskrána – sérstaklega ef litið er til dómsvaldsins og fullveldisins eins og það birtist í stjórnarskránni, einkum 14., 59. og 70. gr.

En hvað hefur Hæstiréttur Íslands sagt um aðild Íslands að EES? Ekkert beint en í Hrd. 1999:1916 (svokallaður Vatneyrardómur), sagði Hæstiréttur: "Það er ekki hlutverk dómstóla að meta hvort þjóðréttarskuldbindingar skuli ganga framar landslögum." Sannkallaður Salómon dómur og þar með frýjar hann sig ábyrgð sem hann ber sem æðsti verndari íslenskrar laga.

Þar með er ljóst að ef Alþingi samþykkir lög sem brjóta í bága við EES-reglur, þá ganga þau lög framar – nema íslensk lög séu túlkuð til samræmis við EES-samninginn. Þetta þýðir að formlega séð hefur bókun 35 ekki réttaráhrif á íslenskum grunni – nema íslensk lög geri ráð fyrir því. En: framkvæmdin í reynd hefur oft verið sú að stjórnvöld og dómstólar líta svo á að EES-reglur verði að fara fram yfir íslenskan rétt, jafnvel þótt það standist ekki í orði kveðnu. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Þess vegna verðum við að hafna bókun 35 verði lögfest. En hún verður lögfest af sósíalistastjórninni sem nú er við völd sama hvaða rök verða færð á móti.

 

 

 


Bloggfærslur 21. apríl 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband