Skattlandið Ísland

Hæstu skattar á byggðu bóli eru á Íslandi. Þrátt fyrir það sér sósíalistastjórnin sem nú er við völd ástæðu til að leggja meiri skatta á borgara landsins, fyrirtæki og ferðamenn. Það á að skattleggja sjávarútveginn frekar, það á að skattleggja ferðaþjónustan frekar og það á að skattleggja borgaranna frekar með innviðasköttum. Fyrir eru ofurskattar. 

Athuga verður að skattlagning er ákveðin valdbeiting. Unnið fé borgarans sem hann vinnur sér inn er tekið að hluta til með valdboði. Skattlagning verður því að vera sanngjörn og réttlát.  Þetta er kjarni málsins. Hvað er sanngjörn skattlagning? Kíkjum á rök meistarans, Milton Friedmans. 

Friedman segir að skattar dragi úr hvata til vinnu, sparnaðar og fjárfestinga. Háir skattar fækka hvötum til að vinna og frumkvöðlastarfsemi. Þeir draga úr hvata fólks til að taka áhættu eða vinna meira. Friedman líkti skattheimtu við: "A system that rewards doing nothing and punishes doing something."

Svo eru það hin rökin að skattféið sé ekki vel varið af hálfu ríkissins. Hann segir að ríkisvaldið eyði alltaf verra en einstaklingurinn. Þekktasta setning hans á þessu sviði er:

"There are four ways to spend money"

1. You spend your own money on yourself → most efficient.

2. You spend your own money on someone else → less careful.

3. You spend someone else’s money on yourself → wasteful.

4. You spend someone else’s money on someone else → worst of all (government).

Með öðrum orðum: Ríkisvaldið eyðir peningum með minni skilvirkni en markaðurinn.

Stjórn Trumps er að fara eftir stefnu Friedmans hvað varðar skattastefnu en ekki í tollamálum. Kem inn á það í næsta pistli. En Trump stjórnin boðar skattalækkanir sem Friedman væri hrifinn af.

Friedman segir að skattalækkanir eru efnahagsleg örvun en ekki útgjaldatap fyrir ríkið og væri leið til að virkja markaðinn.

Þegar einstaklingar fá að halda meira af eigin peningum, verður til fjölgun starfa og aukin framleiðsla, sem stundum leiðir til meiri tekna til ríkisins til lengri tíma.

Hugsuðurinn Thomas Sowell er sammála Friedman að mestu leyti. Hann segir að skattar dragi úr virkni efnahagslífsins, sérstaklega hjá frumkvöðlum og millistétt. Sowell segir að há skattlagning „refsi“ vinnusemi og umbunarsöm hegðun. Líkt og Friedman telur hann að ríkið skekki eðlilegan hvata með því að hækka skatta og flytja auð yfir í óskilvirka opinbera geira.

Sowell segir að ríkisvaldið valdi oft fleir vandamálum en það leysir. "The first lesson of economics is scarcity. The first lesson of politics is to ignore the first lesson of economics." Hann gagnrýnir harðlega "lausnir" stjórnvalda á efnahagsvanda sem oft leiða til meiri skuldasöfnunar og tortryggni gagnvart markaðnum.

Lág skattheimta + eignarréttur = siðferðileg grundvöllur frelsis!Sowell telur að efnahagslegt frelsi sé forsenda pólitísks frelsis – og það fæst aðeins ef fólk fær að halda því sem það vinnur fyrir.

Sowell og Friedman telja báðir að skattkerfi ætti að vera einfalt, fyrirsjáanlegt og hvetjandi – ekki refsing eða jafna niður. Þetta munu íslenskir og erlendir sósíalistar aldrei skilja.


Bloggfærslur 17. apríl 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband