Skoðanakannanir eru ágætar út af fyrir sig en tækla kannski alveg veruleikann.
Það kemur ekki á óvart að meirihluti landsmanna er á móti stofnun íslensks hers. Ástæðan er einföld, allir vita stofnun slíks hers kostar mikla fjármuni og hver vill borga meiri skatta? Önnur ástæða er að mannskapur verður hugsanlega tekinn úr atvinnulífinu sem er einnig óvinsælt. Þriðja ástæðan er að Íslendingar eru hæst ánægðir með hermenn annarra þjóða verndi Ísland, hugsanlega með eigin lífi ef til styrjaldar kemur.
Hver myndi vilja breyta slíku lúxus ástandi? Þurfa ekki að gera neitt, ekki borga neitt og ekki fórna neinu. En raunveruleikinn er harður húsbóndi. Hvort sem Íslendingum líkar betur eða verr, verður að verja landið. Annað er veruleikafirring.
Senda verður skilaboð út í heim, til þeirra sem hafa illt í huga (nóg til af þeim) að hér sé garðurinn varður, farið eitthvað annað með ykkar illu áform. Við eigum fullt af vinum sem vilja verja okkur (sem við skýlum okkur á bakvið). Svo getur "verndin" verið þröngvað upp á okkur, sbr. samskipti Bandaríkjamanna við Grænlendinga. Hafa Grænlendingar eitthvað val?
Evrópumenn hafa vaknað af ljúfu draumástandi sem hefur varað síðan í stríðslok seinni heimsstyrjaldar, sem er að láta aðra verja sig, ekki borga, ekki gera neitt eða fórna neinu. Það er ekki lengur í boði, heldur ekki fyrir Íslendinga.
Íslendingar verða að átta sig að þetta er ekki eins og fara út í matvöruverslun, þar sem hægt er að velja og hafna. Það er ekkert val. Annað hvort verja Íslendingar landið sitt sjálfir eða láta aðrar þjóðir gera það. Ókei, Íslendingar vilja að aðrir gera það. En getum við treyst "vinum" okkar fyrir öryggi okkar? Getur bandalag við þessa vini leitt okkur á veg stríðs?
Svona skoðanakönnun er því marklaus, því að hún gefur til kynna að það sé val í boði. Nær væri að spyrja: "Vilt þú stofna til íslensks hers ef NATÓ leysist upp? Ef svo, hvort vilt þú að Ísland verði hluti af Evrópuher eða haldi áfram með tvíhliða varnarsamninginn við Bandaríkin?"
Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður
Bloggar | 16.4.2025 | 12:22 (breytt kl. 12:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 16. apríl 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020