Hafa verður í huga að Trump hefur verið að talað frá á áttunda ára um að útlendingar séu að ræna Bandaríkin. Fyrst voru það Japanir en nú eru það Kínverjar. Trump er að leggja allt undir í þessu tollastríði og hann má ekki tapa (finnst honum), því þá er hann búinn að vera alþjóðlega. Hann gæti alveg eins farið til Mar-O-lago og eytt restinni af forsetatíð sinni þar í einangrun.
Þetta er stríð, efnahagsstríð, sem Bandaríkjamenn hafa verið að tapa síðan 2001 eða síðan Kína gekk í WTO. Þeir hafa því engu að tapa þannig séð. Ætla þeir að leyfa Kínverjum óáreittum að verða mesta viðskiptaveldi heims? Nei segir Trump.
Það ríki sem á meira undir útflutning til hins ríkis á meira á að hætta. Kínverska hagkerfið er útflutningsdrifið. Kína reiðir sig mikið á útflutning og Bandaríkin eru einn stærsti markaður þess. Tollar á kínverskar vörur gera kínverskar vörur síður samkeppnishæfar og risatollar gerir þær ókauphæfar.
Áframhaldandi viðskiptaspenna fælar fjölþjóðleg fyrirtæki að fjárfesta í Kína og meira segja kínversk fyrirtæki fjárfesta eins það sé enginn morgundagurinn í Víetnam.
Kína má eiginlega ekki við þessu viðskiptastríði. Hagvöxtur Kína er að hægja á sér þegar vegna innri vandamála (skulda, lýðfræði), svo að tollastríð eykur þrýstinginn. Langvarandi efnahagslegt álag skapar félagslega ólgu - eitthvað sem kínverski kommúnistaflokkurinn má ekki við.
Fyrir Bandaríkjamenn er dæmið annað og felst fyrst og fremst í hækkuðu vöruverði. Neytendaverð hækkar. Gjaldahækkanir eru oft sendar til neytenda, sem gerir vörur dýrari. Kína hefur tilhneigingu til að hefna sín og það getur komið harkalega niður á bandarískum landbúnaðarútflutningi - eitthvað sem bitnar pólitískt á Miðvesturríkjum. Truflanir á birgðakeðju, bandarísk fyrirtæki eru mjög bundin kínverskri framleiðslu, svo að aftenging er hvorki auðveld né ódýr.
En stóra myndin hjá Trump er þessi: fækka reglugerðum, gerða Bandaríkin orkufrjáls og -útflutningsþjóð. lækka skatta, fá erlent fjármagn til Bandaríkjanna (Trump segir 4 billjónir sé að koma til Bandaríkjanna í erlendri fjárfestingu) sem og bandarísk fyrirtæki (frá Kína sérstaklega), draga úr ríkisútgjöldum með D.O.G.E. og gera Bandaríkin að framleiðsluríki á nýju í stað Kína. En er þetta hægt? Bara það að minnka ríkisapparatið og gera BNA að orkuframleiðslu risa mun lækka vöruverð.
Það skiptir líka máli hvort ríki heims hallar sér að Kína eða Bandaríkin. Nú er Xi að ferðast um Asíu til að afla bandamanna og byrjaði á hinu mikilvæga Víetnam. sem er þegar er búið að lýsa yfir vilja til tollalaus viðskipti við Bandaríkin.
Með því að þrýsta á Kína gætu Bandaríkin flýtt fyrir endursendingu eða "vinaþjónustu" birgðakeðja til bandamanna (Víetnam, Indland, Mexíkó) og fengið þau ríki þannig til liðs við sig.
Trump þarf að sýna bandamönnum (og keppinautum) að BNA er alvara með viðskiptasanngirni og að vinna gegn einræðislegum fyrirmyndum. Trump stjórnin segist vera að tala við 90 þjóðir og ætla að gera 90 viðskiptasamninga á 90 dögum (nýjasta talan er 130 þjóðir - er Ísland þarna?). Ef þetta tekst og og ESB semur við Bandaríkin, er Kína einangrað og hefur e.t.v. tapað þessu stríði. Enginn vill Yuan í viðskiptum en allir dollar. Þetta á eftir að koma í ljós.
En eitt er ljóst að áframhaldandi viðskiptamótel sem er milli Bandaríkjanna og Kína er á enda. Það að Trump hafi viljandi farið af stað í þetta stríð strax í upphafi valdaferil sinn, sýnir að hann ætlar sér að vinna. Hann mun gefa eftir þar sem við á, á meðan Bandaríkjamenn eru að ná vopnum sínum ( til dæmis fá framleiðslu farsíma og aðra tæknivörur til Bandaríkjanna eða vinveittra landa) en fullur sigur er markmiðið.
Kemur svolítið á óvart að Kínverjar hafi bitið strax á öngullinn og fara í stríð. Önnur taktík sem þeir hefðu getað farið var og semja (eins og gert var 2017) við Kanann en efna ekki neitt. Draga á langinn og þreyja þorrann á meðan Trump er við völd. Ætli Trump leyfi þeim að beita þessari taktík? Líklega ekki og þetta hafa Kínverjar séð. Hann hefur ansi langan tíma til að umbylta efnahagskerfi Bandaríkjanna (4 ár) og gera Bandaríkjamenn óháða kínversku innflutningi.
Að lokum: Tollastríð er tap-tap til skamms tíma efnahagslega, en Bandaríkin munu líklega hagnast betur ef það endurmótar alþjóðleg viðskiptanet í þágu þeirra. Kína hefur meira að tapa á næstunni, en hefur einnig tækifæri til að aðlaga sig ef stjórnmálakerfi þess leyfir það.
Bloggar | 15.4.2025 | 10:09 (breytt kl. 19:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 15. apríl 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020