Tvö í gangi og tvö stríð yfirvofandi?

Hægt gengur að semja um frið í Úkraínu.  Pútín virðist vera að tefja en kannski er hugsunin að taka eina lokasókn áður en samið verður um frið. Þar sem olíuverð fer lækkandi, er stríðinu sjálfhætt eftir x mánuði. Búast má við friði á næstunni bara þess vegna. 

En það virðast vera tvö stríð í uppsiglingu. Viðræður Bandaríkjamanna við Írani gæti verið sjónarspil, þ.e.a.s. að Kaninn getur sagst hafa reynt friðarleiðina en hún var ekki fær vegna þvermóðsku Írana. Nema friðarvilji Trumps sé einlægur.  Þeir síðarnefndu eru ekki líklegir til að afhenda þessar 10-20 kjarnorkusprengjur sem þeir eru að setja saman.  Það virðist því stefna í stríð. Bandaríkjamenn hafa safnað miklu herliði í Miðausturlöndum og eru hernaðarlega tilbúnir að fara strax í átök. Engin tilviljun að Netanjahu var nýverið í heimsókn í Bandaríkjunum. Báðar þjóðirnar munu gera árás ef af verður. 

Nú þegar Trump hefur málað Kínverja út í horn með viðskiptastríði, gæti Xi ákveðið að láta drauminn rætast að ráðast á Taívan. Kínverjar eru að smíða lendingapramma sem myndu henta í innrás og náðst hafa myndir af. En það er alltaf talað um árið 2027 sem hugsanlegt ártal.

En þetta væri gífurlega áhættusamt fyrir þá, því herinn er alls óreyndur, þó hann sé vel vopnum búinn. Síðasta stríð var við Víetnam 1979 sem þeir töpuðu. Ástæðan fyrir stríðið var að Víetnam var sakað um að misþyrma og hrekja kínverskættaða borgara úr landi, sem Kína taldi móðgun. Kína hóf því árás 17. febrúar 1979  en þá réðust 200.000 kínverskir hermenn með skriðdrekum og stórskotaliði yfir landamærin og sóttu að 6 héruðum í norður-Víetnam. Víetnamar beitti skæruhernaði. Þótt flestir víetnamskir hermenn væru í Kambódíu, þá var varnarliðið í fjallahéruðunum harðgert og kunnugt landinu. Víetnamar beittu taktik sem þeir höfðu þróað gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum. Kína vann nokkrar borgir en mannfallið var mikið. Þá héldu þeir ekki landvinningunum heldur lýstu yfir hafa veitt andstæðingum sínum "refsingu" og drógu sig til baka eftir um mánuð.

Spurningin er hvort Kínverjar telji sig vera tilbúna í átök reynslulausir? Ekki það að menn séu lengi að læra inn á stríð, rétt eins og Rússar og Úkraínumenn þurftu að læra.

Á bakvið tjöldin hefur tollastríðið sem hefur aðeins varað í nokkra daga, valdið kínversku efnahagslífi miklu efnhagstjóni. Pantanir hafa hætt að berast og verksmiðjur eru að lokast. Fyrir var efnahagurinn bágborinn og samdráttur í gangi þótt ekki hafi verði talað um það opinberlega. Kínverjar eru mjög háðir útflutningi og ef stríð brýst út, lokast landið inni.

Kannski má bæta við hugsanlegt stríð milli Tyrklands og Ísraels.  Það er mikil spenna á milli ríkjanna. 

En vonandi er þetta rangt mat og ekkert stríð verður. Það græðir engir á stríði og þetta er ekki það sem mannkynið þarf á að halda.


Bloggfærslur 13. apríl 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband