Fríverslunarsamningur við Bandaríkin og lækkað vöruverð á bandarískar vörur

Viðskiptastríð Trumps við umheiminn kann að reynast Íslendingum hagstætt (íslenskum neytendum).  Bandaríkjamenn flytja meira til Íslands en við til þeirra. Bandarískir bílar og morgunkorn og ótal aðrar vörur munu lækka í verði ef íslensk stjórnvöld semja við Kanann.

En hafa íslensk stjórnvöld vaknað af þyrnirósasvefninum? Nei. Nú er að berast fréttir úr vesturheimi að Trump er búinn að fresta tolla á þær 75 þjóðir sem hafa haft samband við Hvíta húsið og viljað semja. Enn og aftur, hvar eru íslensk stjórnvöld?

RÚV er þegar með gamla frétt í kvöldfréttum sínum um hlutabréfamarkaðinn, talar um efnahagskreppu en við þessar fréttir um frestun hafa hann farið upp.

Sósíalistastjórnin (ekki Valkyrjustjórn), Samfylkingin = sósíalistaflokkur, Viðreisn = sósíalistaflokkur og Flokkur fólksins = sósíalistaflokkur) hefur bara áhuga á inngöngu í ESB, sama hvað. Og á skattahækkunum. Forstjóri Icelandair spyr hvort ríkisstjórnin lifi í raunheimi því það á að skattleggja ferðaþjónusta, sjávarútveginn og vegakerfið. Hækka skatta er svarið við illa reknum ríkiskassa. Ekki aðhald eða stækka þjóðarkökuna (hún minnkar við aukna skattheimtu á ferðaþjónustuna). Ísland er eitt dýrasta ferðamannaland í heimi. Það er fallegt en fólk verður að hafa efni á að ferðast hingað.

 


Bloggfærslur 10. apríl 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband