Bill O´Reilly, fréttahaukurinn sem hefur greint bandarískt þjóðfélag í 50 ár og þekkir Trump persónulega, segir að Trump sé adrenalínsfíkill. Hann vill að allt gerist á stundinni og það megi sjá af seinni forsetatíð hans. Trump veit alveg hvað hann vill núna, ekkert er í veginum eins og í síðustu forsetatíð. Leysa átti Úkraínu stríðið á einum degi, taka yfir Grænland með hervaldi ef þeir hlýddu ekki strax o.s.frv.
Þetta er bæði kostur og ókostur. Kostur að vandamálin leysast strax eða farið í þau á stundinni. En ókostur þegar menn eiga við refi eins og Pútín, sem virðist spila undanhalds spilið. Það er að segja hann gefur eftir þar sem það skiptir engu máli (vopnahlé á Svarta hafi), tefur málið því að Rússar eru í sókn og heldur Trump góðum með "vilja" til samningaviðræðna. Spurning hvort Trump hafi þolinmæði í þetta lengi.
Sama gildir um tollastefnu hans. Hún er áhættusöm, því þótt Bandaríkjamenn hafa verið teknir í bakaríið um áratuga skeið í tollamálum, þá er allsherjar tollastríð við alla hættulegt útspil. En hann er eins og áhættu spilafíkillinn, reiðubúinn að taka áhættu.
Stefna hans gagnvart NATÓ mun hafa langvarandi afleiðingar. Trump heldur að Bandaríkjamenn þurfi ekki bandamenn, en það er rangt. Bestu bandamenn hans eru Evrópumenn sem eru núna reiðir og svekktir. Þeir munu hugsa Bandaríkjamenn þeigandi þörf. Fyrsta sem þeir gera er að hætta að kaupa orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Síðan önnur hergögn. Þeir eru þegar byrjaði að huga að öðrum kaupum.
Evrópumenn verða sjálfbærir um eigin varnir, þótt það taki nokkur ár. Bandaríkjamenn munu þurfa á bandamönnum að halda ef þeir fara í stríð við Kína. Munu Evrópumenn koma til aðstoðar, þegar Evrópuherinn er kominn á koppinn og tollastríð geysað í áraraðið? Þetta kallast að skáka sjálfan sig út í horn. Stórveldi eins og Bandaríkin og Róm á sínum tíma, þurfa á bandamönnum að halda. Næsti Bandaríkjaforseti mun ekki getað brúað trúnaðarbrestinn sem nú er orðinn og Bandaríkin og Evrópa eru að fara í sitthvora áttina. Kjarnorkuvopnum í Evrópu verður fjölgað í kyrrþei.
Það er ekki það að Evrópusambandið sé dansandi á rósum, arfa vitlaus orkustefna, innflytendastefna, tæknistefna, miðstýring og wokismi er að drepa sambandið. Ráðist er á lýðræðið og málfrelsið með því að taka (eða reyna) hættulega andstæðinga úr umferð eins og sjá má í Frakklandi, Þýskaland og Rúmeníu. Þetta er tilraun sósíaldemókrata sem hafa stjórnað Evrópu um áratuga skeið, til að koma í veg fyrir að hægri jaðarflokkar komist til valda. En á hvaða kostnað? Lýðræðisreglna og málfrelsis?
Evrópusambandið er marghöfða þurs sem hættulegur öllum sem koma nálægt honum. Valkyrjustjórnin er ESB stjórn og þangað á að reka lýðinn - okkur, inn á næstu árum. Margoft í sögunni hefur verið reynt að gera Evrópu að einu ríki - heimsveldi. Alltaf hefur þetta endað með að þegar slíkt veldi fellur og þá fellur það með látum og í frumeindir.
Bloggar | 1.4.2025 | 09:01 (breytt kl. 14:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. apríl 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020