Við höfum séð ótrúlega umpólun á pólitískri stefnu Bandaríkjanna á innan við 2 mánuðum. Stefna ríkisstjórnar Trumps, er gerólík þeirri sem hann stundaði á fyrra kjörtímabilinu. Þá var hann nýgræðingur á sviði stjórnmála, raðaði ekki réttu fólki í kringum sig og mótspyrnan, bæði innan og utan eigin flokks, var meiri en hann réði við.
Trump náði að mestu sínum pólitískum stefnumálum á fyrri kjörtímabili en covid faraldurinn tryggði að hann næði ekki endurkjör. Við tók skelfileg stjórn Bidens, sem gerði ekki neitt og það að gera ekki neitt, hefur afleiðingar. Litlu einræðisherrarnir hugsuðu sig til hreyfings og létu til skara skríða.
Það er tvennt sem veldur þessari gjörbreyttu stefnu Trumps. Annars vegar rétt slapp Trump við að vera drepinn. Þetta hafði grundvallar breytingu á hegðun hans. Hann veit sem er, að hann hefur takmarkaðan tíma og þessu getur lokið á augnabliki.
Hins vegar veit Trump að hann er á seinna kjörtímabili, hann þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri og því geti hann farið sínu fram að vild. Demókrataflokkurinn er algjörlega sundraður og ekki má búast við mikilli andstöðu frá þeim, aðra en kjánaleg mótmæli eins og við ræðu Trumps á Bandaríkjaþingi.
Trump hefur haft átta ár til að skipta út andstæðingum sínum úr flokknum og nú er svo komið að andstæðingar hans innan flokksins má telja á annarri hendi.
Með fullt umboð kjósenda, hann vann fjölda kosninguna og fjölda kjörmanna ótvírætt, hefur hann umboð til verka.
Nú kom Trump vandlega undirbúinn til verka, með 4 ára undirbúning og 4 ára reynslu frá fyrra kjörtímabili. Hann vinnur því hratt og sjaldan eða aldrei hafa menn séð eins mikinn hraða á verkum ríkisstjórnar.
Trump hefur markmið. Þeim skal náð, jafnvel með ruddaskap og vinaslit. Við erum að sjá valdapólitík eins og hún var stunduð í Evrópu á 19. öld og hún gíndi yfir öllum heiminum, nýlendukapplaupið mikla og stórvelda pólitík. Munurinn er að nú höfum við fjölmiðla og netið sem fylgist með í rauntíma hráskinnaleik stórveldanna. Við getum meira séð leiðtoga (Úkraínu) tuktaðan til í beinni en áður (t.d. Hitler gerði í Tékkóslakíu) á bakvið tjöldin.
Eins og staðan er í dag virkar rudda pólitíkin vel. Heimurinn er í höndum Trumps. En spyrja verður að leikslokum. Trump mun ekki ná öllum sínum markmiðum, til þess er heimurinn of flókinn og menn ekki allir strengjabrúður sem hægt að sjá fyrir með viðbrögð. Fyrir okkur Evrópubúa eru þessi umskipti ekki skemmtileg eða gleðileg. Okkur er hótað tollum, brotthvarf herverndar Bandaríkjanna o.s.frv.
En það er einn kostur við rudda pólitík, en hún er að hún hristir fólk til raunveruleikans. Fyrir Evrópumenn er hann að þeir eru algjörlega undir hæl Bandaríkjanna um varnir í áratugi og þeir hafa vanrækt að rækta eigin varnargarð. Bandaríkjamenn eru óvinir þeirra efnahagslega og efnahagsstríð er framundan við BNA.
Annað er að sósíaldemókratíska stefna þeirra sem hefur verið við lýði undanfarna áratugi er á endastöð. Þeim hefur tekist að eyðileggja evrópskt lýðræði (yfirþjóðlegt vald ESB), málfrelsi, menningu, grunngildi og efnahagsstefnu vegna ný-marxíska hugmyndastefnu sem hefur aldrei átt samleið með raunveruleikanum. Evrópumenn verða e.t.v. að skipta yfir í stórveldapólitík nauðugir og úr því koma stórveldi eins og Frakkland, Bretland, Rússland og Þýskaland.
Bloggar | 9.3.2025 | 13:42 (breytt kl. 14:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. mars 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020