Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að ef stríð brytist út gæti lögregla beitt heimildum sínum til að kveða almenning til verkefna undir umsjá lögreglu. Þessi leið hugnast honum betur en hugmyndir um stofnun hers. Sjá slóðir:
Gætu kallað til á hættustund og
Lögregla gæti kallað til fleiri hundruð óbreytta Íslendinga ef allt fer í skrúfuna
Þarna er Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra að vísa til laga um almannavarnir. Sjá í viðhengi hér að neðan.
Með fullri virðingu fyrir manninum, þá er Karl ekki átorítet um herfræði né sérfræðingur um varnarmál. Lögregluskólinn gerir hann ekki að hernaðarsérfræðingi. En honum er velkomið að leggja orð í belg, en hann má þá vænta mótrök.
Eitt þeirra er að það er arfa vitlaust að kalla út óþjálfaðan almenning, með enga reynslu eða getu til að taka að sér, hvað?, starf hermanna? Það er ekki útskýrt í fréttum. Vonandi er hann að vísa til hjálparsveitarmanna (sem hafa þjálfun í björgunarstörfum en ekki í hermennsku) en ekki óbreyttra borgara en jafnvel þeir eru með enga þekkingu eða getu til að starfa á stríðstímum. Og það er of seint að virkja mannskap eftir á!
Þetta minnir bloggritara á Volkssturm sveitirnar í Berlín 1945. Volkssturm sveitirnar voru stofnað í október 1944 að skipun Adolfs Hitlers og var hugsað sem síðasta varnarlið Þýskalands. Það samanstóð af körlum á aldrinum 16 til 60 ára, sem ekki höfðu þegar verið kallaðir í herinn. Þeir fengu oft litla sem enga herþjálfun og voru oft vopnaðir úreltum eða ófullnægjandi vopnum, eins og skotvopnum frá fyrri heimsstyrjöld eða einföldum skotvopnum eins og Panzerfaust. Þessi "herafli" var stráfelldur enda bara að þvælast fyrir Rauða hernum við yfirtöku Berlín.
Skárri hugmynd væri að stofna hér heimavarnarlið, á stærð við undirfylki sem fengi a.m.k. mánaðarþjálfun árlega á launum en foringjarnir væru atvinnuhermenn. Árlegur kostnaður er um hálfur milljarður króna. Með öðrum orðum væri hér liðsafli, reiðbúinn, á hliðarlínunni, sem hægt er að kalla út á klst. Heimvarnarliðsmenn starfa hina 11 mánuði sem óbreyttir borgara og þessi liðsafli hefði engin áhrif á gangverk íslenskt atvinnulífs. Athugið að varnarmálafjárlög eru núna 6,8 milljarðar króna og hálfur milljarður lítill í því samhengi. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa á að skipa slíkar varaliðssveitir meðfram hefðbundinn herafla en fáir vita af því að samanlagt hafa þær yfir 1 milljón manna undir vopnum í dag.
En nóta bene, það væri skársti kosturinn að stofna hér elítu hersveit um 100 manns. Ef einhver telur það lítið, þá má líta á Navy Seal sérsveitirnar sem ávallt eru fremstir í víglínunni og innihalda átta SEAL Teams sveitir en aðeins eru um 2,400 virkir bardagahermenn innan heildarinnar.
Viðhengi:
"VII. kafli. Borgaralegar skyldur á hættustundu. 19. gr. Almenn borgaraleg skylda.
Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 1865 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. 1) [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.] 2)
Kveðja má þá sem eru á aldrinum 1618 ára eða eldri en 65 ára til starfs skv. 1. mgr., ef þeir óska þess sjálfir....."
Bloggar | 25.3.2025 | 20:44 (breytt kl. 21:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggritari hóf að skrifa á blogginu fyrir rúmum fjórum árum. Ætlunin var að "skrifa sig til skilnings" á einhverju málefni sem bloggritari er að lesa hverju sinni. Í stað þess að lesa ófullnægjandi fréttir með engu samhengi, vill bloggritari vita "allt" í kringum fréttina. T.d. af hverju hófst Úkraínu stríðið og hver er forsagan?
En þegar skrifað er svona á opinberum vettvangi, er ekki hjá því komist að einhver nennir að lesa efnið! Það þótt oft á tíðum er efnið tyrfið og höfðar ekki sérstaklega til hins almenna lesanda.
Blogg sem bloggarar skrifa, lifir aðeins einn dag á blog.is og er þá horfið sjónum lesenda. En þó ekki. Blogggreinin eða pistillinn lifir nefnilega sjálfstæðu lífi áfram um ókomna tíð á netinu. Bloggritari hefður því fengið símhringingar frá blaðamönnum en ekki síðan en ekki síst lesendum þessa bloggs varðandi gamlar greinar.
Ég vil því þakka lesendum Samfélags og sögu fyrir að nenna að lesa pistlanna mína og fyrir að hringja í mig og ræða málin sem þeim er í huga og þeir hafa lesið á bloggsíðu minni.
Bloggar | 25.3.2025 | 08:14 (breytt kl. 16:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. mars 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020