Tvíhugsun (e. doublethink) er geðklofa hugsunarháttur samtímans

Í bókinni 1984 hugsaði Orwell vandlega um mátt tungumálsins. Newspeak, uppfundið tungumál skáldsögunnar, er sérstaklega hannað til að stjórna hugsunarferlinu með takmörkuðum orðaforða og kerfi grimmilegrar einföldunar sem kemur í veg fyrir flókna hugsun eða tjáningu hvers kyns hugtaks sem er ekki í samræmi við rétttrúnað alræðisstjórnarinnar.

Það er eins og vinstrisinnaðir wokistar (lesist: ný-marxistar) hafi tekið bókina til fyrirmyndar en ekki til viðvörunnar.  George Orwell skrifaði bókina til að vara okkur við hættur sósísalismans sem ávallt getur af sér alræðisstjórnun á samfélaginu og sérstaklega einkalíf borgarans. Orðum og hugtökum er beitt markvisst til að stjórna hugsunum okkar hinna sem erum ekki woksinnar eða marxistar. Nóta bene, held að margir fatti ekki að þeir eru skilyrtir af þessu kennikerfi enda er það gert með óbeinum hætti í gegnum skólakerfið.  

Kíkjum á hvernig stóri bróðir misbeitir tungumálið. Orwell benti á hvernig ríkisstjórnir nota útúrsnúninga til að hylja raunveruleikann (t.d. "friðarráðuneytið fyrir stríðsmál). Í dag nota stjórnvöld og fjölmiðlar einnig mildað orðalag, svo sem: "Enhanced interrogation" = "bætt yfirheyrsla" sem er í raun pyntingar. Eða "Restructuring" í stað "layoffs" sem þýðist endurgera en þýðir í raun uppsagnir.

Svo eru það algjör endaskipti á þýðingu hugtaka. Dæmi: Tvíhugsun er að hafa tvö mótsagnakennd hugtök í huganum samtímis. Vera með stríði og á sama tíma á móti. "Raunveruleikaeftirlit", kölluðu þeir það í Newspeak.

Svo er það hugtakið hugsunarglæpur sem ný-marxistarnir hafa tekið upp á sína arma. Bannað er að nota röng hugtök og reynt er að afmá óæskilegar hugsanir. Þú mátt til dæmis ekki segja neitt ljótt um transfólk eða jafnvel að hugsa neikvætt um það. Tek fram að bloggritari hefur ekkert á móti trans eða annað fólk. Skilgreiningin er að hugsa eitthvað sem brýtur í bága við ákveðnar skoðanir stjórnvalda.

Markmið Newspeak og nýmarxista er að þrengja hugsunarsviðið. Að lokum munum við gera hugsunarglæpi bókstaflega ómögulega, því það verða engin orð til að tjá hann.

En versta sem ný-marxistarnir hafa gert okkur er að segja okkur að lýgi sé sannleikur. Til dæmis að það eru til 72 kyn, þegar nátttúran segir okkur að þau séu tvö og við getum auðveldlega skilið það og séð með eigin augum. Það að ætla okkur að taka undir lýgina er mesta ósvífa sem maður hefur séð. En þeir eru ekki einir, þeir eiga sér fyrirmyndir í nasistum og kommúnistum.

 


Bloggfærslur 21. mars 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband