Um þetta geta flestir verið sammála en meira nær bloggritari ekki að saman sama sig við málflutning Tjörva Tchiöth sem er doktorsnemi í sagnfræði.
Tjörvi: Enginn ávinningur fyrir Ísland að taka þátt í hernaði
"Tjörvi sagði að hugmyndir um að Ísland stofnaði eigin her væru langt frá raunveruleikanum. Hann benti á að Ísland væri lítið land með takmarkaða efnahagslega burði og að rekstur herafla væri gríðarlega kostnaðarsamur. Hann sagði að jafnvel þótt herdeild yrði stofnuð væri ólíklegt að hún gæti gegnt raunverulegu hlutverki í varnarstefnu Vesturlanda og að í staðinn yrði hún háð utanaðkomandi stuðningi bæði fjárhagslega og hernaðarlega."
Og hver er lausn Tjörva? "Í máli Tjörva kom fram að frekar en að ræða um stofnun hers eða herskyldu ætti að beina athyglinni að því hvernig Ísland gæti tryggt öryggi sitt á raunhæfan hátt. Hann sagði að ef áhyggjur væru af varnarstöðunni væri skynsamlegra að efla borgaralega viðbúnaðargetu og landhelgisgæslu frekar en að reyna að skapa hernaðarlegt afl sem hefði enga raunverulega getu til að hafa áhrif í alþjóðlegum átökum. Hann sagði að varnarmál ættu að byggjast á skynsemi og raunhæfum aðgerðum frekar en táknrænum yfirlýsingum um aukinn hernaðarstuðning."
Í raun er Tjörvi ekki að segja neitt nýtt, það þrátt fyrir breytta heimsmynd, og við eigum áfram að efla borgaralega viðbúnaðargetu og landhelgisgæslu. Hvað á hann við með því? Stækka lögregluna og bæta varðskipi við? Efla löggæslustofnanir? Þarna er auðveldlega skautað fram hjá veruleikanum. Við erum að ræða hermál, ekki löggæslumál.
Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst er á annarri skoðun en vinstri sinnaðir sagnfræðingar. "Í fyrsta lagi veit ég hreinlega ekki um neinn sérfræðing á sviði varnar- og öryggismála sem lítur á herleysi sem styrk," segir Bjarni í viðtali við Morgunblaðið, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, samstarfskona hans á Bifröst, gagnrýndi málflutning hans og sagði að styrkur Íslands fælist í hyggjuviti og pólitískum lausnum, frekar en hervaldi. Og hann heldur áfram: "Fyrir utan það að Ísland er ekki herlaust. Önnur ríki eru með herafla hérlendis og hafa séð um varnir landsins," segir Bjarni.
Raunsæið og tilfinningasemi takast á í varnarmálum
Þetta er kjarni málsins og hér eru staðreyndir:
- Ísland er ekki hlutlaust land og er í hernaðarbandalagi - NATÓ.
- Ísland er með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin og ef þau síðarnefndu fara að berjast í kringum Ísland, er landið þar með þátttakandi!
- Það er NATÓ herstöð á Íslandi og hún er á Keflavíkurflugvelli.
- NATÓ-hersveitir eru öllum stundum á Íslandi, 24/7/365. Þær eru ekki hér til skrauts, heldur til varnar Ísland.
- Fjárlög til varnarmála eru í ár um 6,5 milljarðar króna og um 100 Íslendingar starfa beint við varnartengd verkefni og þar er LHG ekki meðtalin.
- Landhelgisgæsla Íslands - löggæslustofnun, hefur tekið að sér varnarmál landsins. Hún sinnir loftrýmisgæslu (sem her gerir að jafnaði) og rekur loftvarnarkerfið. Hún sinnir öðrum varnartengdum verkefnum, svo sem umsjón varnaræfinga o.s.frv. Hún er þar með löggilt skotmark í næsta stríði.
Helsti vandi Íslendinga í varnarmálum er stjórnsýslulegur. Það að utanríkisráðuneytið sinnir varnarmálum í hjáverkum með varnarmálaskrifstofu er vandamál. Það að Ríkislögreglustjóri hefur hluta af varnarverkefnum á sinni er líka vandamál. Og það að Landhelgisgæslan sinnir vörnum Íslands er vandamál.
Það að hafa sett öll varnarmál undir einn hatt, Varnarmálastofnun Íslands var skynsamlegt skref en vanhugsað að leggja niður. Bjarni talar um varnarmálaráðuneyti, það er líka leið ef það væri íslenskur her hér en Varnarmálastofnun dugar fyrir núverandi ástand. Þetta geta Íslendingar gert nú þegar í dag.
Og svo eru það rök Tjörva um að Ísland geti ekki tekið þátt í eigin vörnum, er rökleysa. Af hverju ekki?
Tökum líklega sviðsmynd. Undan öllum innrásarherjum koma hermdarverkasveitir sem eiga að eyðileggja innviði. Undirfylki íslensks hers myndi ráða við slíkar sveitir á meðan beðið er eftir hjálp. Líklegra er þó að hér verði gerð hryðjuverkaárás því að hryðjuverkamenn ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og hann er það á Ísland ef ætlunin er að ráðast á NATÓ. Glæpahópar geta gert hér mikinn ursla.
Íslendingar geta að lágmarki hjálpað til við að vakta GIUK hliðið sem LHG gerir nú þegar með ratsjárstöðvarnar fjóru. LHG er nú að huga að setja upp litlar færanlegar ratsjárstöðvar til að vakta landhelgina og fiskimiðin. Annað sem Íslendingar gætu gert er að taka að sér kafbátaeftirlit og það getur LHG auðveldlega tekið að sér í núverandi mynd og rekið P 8a Poseidon kafbátaeftirlitsvél með stuðningi NATÓ (og slá þar með tvær flugur í einu höggi, hægt er að vakta landhelgina um leið).
En hverjar eru raunverulegar varnarþarfir Íslendinga (annað en að verja NATÓ-herstöðina á Keflavíkurflugvelli)?
Jú, loftvarnarkerfi fyrir Suður-Ísland. Er það óraunhæft? Tökum tvö loftvarnarkerfi fyrir. Annars vegar NASAMS (Bandaríkin/Noregur). Það er hannað sem loftvarnir gegn flugvélum, stýriflaugum og drónum. Drægnin er ~25-50 km (fer eftir eldflaugum, t.d. AMRAAM eða ESSM). En nú komum við að kostnaði. Batteríð kostar um ~20-50 milljónir USD. Eldflaugar kosta um 1-2 milljónir USD stykkið. Kostir kerfisins er að það hefur þegar verið notað í NATO-löndum, m.a. við vernd Washington D.C. Hægt að nota mismunandi eldflaugategundir eftir þörfum. Minni drægni en Patriot og Iron Dome í Ísrael.
Patriot eldflaugakerfið (Bandaríkin). Það er hannað sem varnir gegn stýriflaugum, eldflaugum með langdræga sprengihleðslu og flugvélum. Drægnin er ~70-160 km (fer eftir eldflaugum) Kostnaðurinn á batterí er ~1 milljarður USD. Eldflaug kostar 3-4 milljónir USD stykkið. Kostirnir eru að kerfið veitir fullkomnustu vörnina gegn langdrægum eldflaugum. Hefur verið notað í fjölmörgum stríðum með góðum árangri. Gallarnir eru að það er mrjög dýrt. Krefst umtalsverðs viðhalds og mannafla.
Ísland myndi líklega þurfa 2 batterí (eitt á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Suðurnesjum).
Hver væri fjöldi hermanna á batterí? Áætlað 15-25 manns á hvert batterí í vaktavinnu (miðað við NATO-staðla). 2 batterí = 30-50 hermenn í samtals rekstri. Þar að auki þyrfti auka mannskap fyrir viðhald, birgðastjórnun og varalið → heildartala um 50-70 manns. NASAMS loftvarnir fyrir Suðvestur-Ísland myndu krefjast um 50-70 manna fast herlið í vaktakerfi.
Ef Ísland hefði varaliðssveitir(Reserve Force), gæti hluti þeirra verið í hlutaðstarfi (t.d. æfingar nokkrum sinnum á ári). Bandaríkin/NATO gætu aðstoðað við rekstur og þjálfun í byrjun, eins og gert hefur verið fyrir Úkraínu.
Hvaða kerfi hentar Íslandi best?
Ef markmiðið er að verja borgarsvæði gegn eldflaugum, drónum og stýriflaugum; væri NASAMS hagkvæmasti kosturinn. Ef hættan er helst frá skammdrægum eldflaugum (eins og Iron Dome var hannað fyrir), þá er Iron Dome besti kosturinn. Ef Ísland þyrfti vernd gegn langdrægum eldflaugum væri Patriot eina raunhæfa lausnin, en kostnaðurinn er mjög mikill. En Bandaríkjamenn gætu gefið okkur þetta og þeir myndu líta á þetta kerfi sem varnarkerfi fyrir Ameríku sem það er.
Engin af þessum hugmyndum er óraunhæf. Eina sem til þarf er pólitískur vilji og hugsa út fyrir boxið. Íslendingar hafa haft höfuðið í sandi síðan 1949, sjá ekkert og heyra ekkert, og vonast eftir að bandamenn (við sáum þá að verki í efnahagshruninu 2008 eða þegar Kaninn yfirgaf Ísland einhliða 2006) komi Ísland til varnar. Það gæti verið vilji bandamönnum til þess en geta þeir komið þegar á reynir? Íslendingar gætu neyðst til að taka af skarið nauðugir. Líklegt er að Repúblikanar verði við völdin næstu 8 ár ef J.D. Vance tekur við af Trump. Hann er ekki síður herskár en Trump. Hvað verður þá um Evrópu og Ísland þar með?
Bloggar | 2.3.2025 | 13:23 (breytt 3.3.2025 kl. 10:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mikil saga á milli Rússland og Úkraínu. Þessi átök eru svæðisátök og snúast ekkert um að Pútín vilji halda áfram og ráðast á restina af Evrópu.
Þegar Evrópuleiðtogar segja að Pútín muni snúa sér næst að Austur-Evrópu, er það hræðsluáróður. Rússar eru smáveldi en með stórt kjarnorkuvopnabúr (sem er trygging gegn innrás en ekki árás á önnur ríki). Að ætla sér að ráðast á NATÓ ríki, með eða án Bandaríkjanna væri pólitískt sjálfsmorð en ríkin eru um 30 talsins.
Það að Rússar hafa aðeins tekið 20% af Úkraínu á þremur árum sýnir og sannar það. Tökum dæmi því til stuðnings. Innrás Þjóðverja í Sovét-Úkraínu árið 1941. Þetta var hluti af Barbarossa-aðgerðinni sem hófst 22. júní 1941. Þjóðverjar fóru hratt fram og náðu mikilvægum úkraínskum borgum á nokkra mánuði:
Lviv féll 30. júní 1941 (Vestur-Úkraína). Kænugarður, höfuðborgin, féll 19. september 1941 eftir mikla umsáturbardaga þar sem yfir 600.000 sovéskir hermenn voru teknir til fanga. Kharkov var tekin 24. október 1941. Odessa, lykilhöfn í Svartahafi, hélt út til 16. október 1941, eftir tveggja mánaða umsátur. Sevastopol á Krím bar viðnám til 4. júlí 1942, eftir átta mánaða umsátur.
Í lok október 1941 var megnið af Úkraínu undir stjórn Þjóðverja, nema Krímskaga sem var ekki að fullu sigraður fyrr en um mitt ár 1942.
Þannig að það tók um það bil 4 til 5 mánuði fyrir Þjóðverja að ná meirihluta Úkraínu á sitt vald, með fullri stjórn eftir um það bil ár. Pútín er enn fastur í Austur-Úkraínu eftir þrjú ár.
Bloggar | 2.3.2025 | 11:15 (breytt kl. 12:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 2. mars 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020