Seðlabanki Íslands á gullforða. En það kemur kannski á óvart að hann er geymdur í Lundúnum. Maður spyr sig hvort það sé fullvalda ríki sem geymir allan gullforðann sinn utan landsteinanna? Gullforðinn er hluti af gjaldeyrisforða segir Seðlabankinn.
Seðalbankastjóri segir að gullforðinn hefur verið nýttur í ákveðnum samningum erlendis með reglulegu millibili en þeir samningar hafa gefið af sér ákveðna ávöxtun. Gullforðinn hefur þannig verið geymdur erlendis í fjölmarga áratugi frá því fyrir eða um síðari heimsstyrjöld, þ.e.a.s. í Bretlandi. En hvað eiga þeir mikið af gulli? Þeir eiga 300 tonn.
Gullforði Seðlabanka Íslands er u.þ.b. 2 tonn árið 2012 eða um 6 grömm á hvern Íslending. Það gerir hann að 95. stærsta opinbera gullforða heims, stærri en gullforðar Albaníu, Jemens og Hondúras. Er það lítið? Einu sinni var gengi gjaldmiðils tryggt með gullfæti (trygging í gulli). Bandaríkjadollari minnkaði gildi sitt um leið og Bandaríkjamenn hættu að binda hann við gullfót í tíð Nixons.
Sum sé, gull sem hlutfall af heildar gjaldeyrisvaraforða var aðeins 2%. Spurning er hvort það sé nóg? Til samanburðar áttu Norðmenn 52 tonn árið 1940 en þeim tókst með ævintýralegum hætti að forða honum úr landi er nasistar réðust inn í landið. Sá forði dugði til að halda uppi útilagastjórn Norðmanna og uppbyggingu atvinnulífsins eftir stríð.
Í ljósi þess að rafmyntir eru komnar til sögunnar, gengi gjaldmiðla rokkar til og frá (með enga veðtryggingu í gulli), væri ekki svo vitlaust að Seðlabanki myndi hækka hlutfalls gulls í gjaldeyraforða sínum úr meira en 2%. Gull hefur alltaf haldið gildi sínu í gegnum árþúsund.
Bloggar | 19.3.2025 | 15:14 (breytt kl. 18:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 19. mars 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020