Ris og hnignun Alþingis

Alþingi Íslendinga sem stofnað var formlega 930 e.Kr. var löggjafarsamkunda Íslendinga. En það var ekki bara löggjafi, var líka dómstóll. Aðalhlutverk þess var að "rétta lög". En svo komu hnignunarskeið. Alþingi missti löggjafarvald sitt í áföngum eftir að Ísland gekk undir danska konungsvaldið árið 1662 með einveldi konungs. Formlega hætti Alþingi að setja lög árið 1800, þegar það var lagt niður af dönskum stjórnvöldum.

Í raun var Alþingi búið að missa löggjafar hlutverk sitt að hluta til strax eru Íslendingar gengu Noregskonung á hönd.  Þar sem þjóðfélagið var mjög staðnað, giltu sömu lög um aldir. En kyrrstætt þjóðfélag er aldrei algjörlega kyrrstætt. Einhverjar breytingar urðu eftir því sem tímanum leið. 

Þá var til leið sem kallast Alþingissamþykktir sem jafngildu lögum (sama og Aþingisályktanir okkar tíma).  Þetta form var ríkjandi á síðmöldum og fram á nýöld. Alþingissamþykktir voru reglur sem Lögrétta samþykkti og höfðu lagagildi, sérstaklega ef þær fengu staðfestingu konungs.

Annað form sem Alþingi hafði voru Alþingisdómar. Þetta voru úrskurðir sem Lögrétta kvað upp og gátu einnig haft lagagildi ef þeir voru viðurkenndir sem fordæmi.

Þessar samþykktir og dómar voru mikilvægar fyrir réttarkerfið á Íslandi á miðöldum, sérstaklega þar sem ný lög voru ekki sett oft, heldur þróaðist rétturinn með þessum hætti. Konungurinn þurfti oft að staðfesta stærri breytingar, en í sumum tilvikum voru alþingissamþykktir teknar gildar án konungsstaðfestingar, ef þær voru samræmdar gildandi lögum. Á þessu tímabili komu einnig konungsbréf (tilskipanir frá Danakonungi), sem höfðu lagagildi og oft tóku fram fyrir íslenskum lögum.

Alþingi missti löggjafarvald sitt í áföngum eftir að Ísland gekk undir danska konungsvaldið árið 1662 með einveldi konungs. Aumingaskapur Íslendinga gagnvart erlendu valdi birtist í formi ályktanir eða bænaskrár. Þær höfðu ekki lagagildi nema dönsk stjórnvöld eða konungur náðsamlega samþykkut þær. Eftir endurreisn Alþingis árið 1845 starfaði það sem ráðgefandi þing, en hafði ekki löggjafarvald og ályktanir og bænarskrár teknar upp á ný. Lagasetning á Íslandi á 15. öld var því blanda af eldri íslenskum lögum og nýjum fyrirmælum frá Danakonungi.

Fullt löggjafarvald fékk Alþingi aftur árið 1874 með nýju stjórnarskránni sem Kristján IX gaf Íslendingum. Þá fékk þingið rétt til að setja innlend lög um öll málefni Íslands nema þau sem vörðuðu utanríkismál og hernað, sem voru áfram á hendi Dana. Með fullveldi Íslands 1918 og síðan lýðveldisstofnun 1944 fékk Alþingi fullt og óskorað löggjafarvald.

Glæsilegt! Nú erum við fullvalda þjóð og ráðum okkur sjálf. Eða hvað? Íslendingar voru ekki fyrr búnir að fá þessi réttindi, þegar þeir afsala þau í hendur yfirþjóðlegra stofnana og ríkjasambanda.

Það gerðist fyrst er við gengum í Sameinuðu þjóðirnar. Við þurfum að lúta mörgum alþjóðasamþykktum og -lögum. Tökum dæmi:Ísland er aðili að fjölmörgum mannréttindasáttmálum Sameinuðu þjóðanna, t.d.Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (ICCPR, 1966), Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (ICESCR, 1966), Barnasáttmála SÞ (1989) og Samningi SÞ gegn pyndingum (1984). Alþingi hefur skuldbundið Ísland til að fylgja þessum reglum, og íslenskir dómstólar geta tekið mið af þeim við túlkun laga.

Verra er þegar við þurfum að lúta EES samningum og valdaafsali með bókun 35. Þegar Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið (EES) árið 1994, skuldbatt ríkið sig til að taka upp ákveðnar reglur Evrópusambandsins (ESB) í íslensk lög. Bókun 35 í EES-samningnum kveður á um að EES-reglur hafi forgang yfir íslensk lög ef árekstur verður milli þeirra. Þetta þýðir að Alþingi hefur í raun samþykkt að lagaákvæði sem stangast á við innleiddar EES-reglur verða að víkja.

Þó hefur verið haldið fram að Alþingi geti í orði kveðnu neitað að innleiða einstakar reglugerðir, en í reynd myndi það raska samningnum og leiða til viðbragða frá EES/EFTA-ríkjunum.

Önnur dæmi um framsal valds

Schengen-samstarfið (1996): Ísland samþykkti reglur um sameiginlega landamærastjórnun ESB, sem fela í sér skuldbindingar um vegabréfaeftirlit og upplýsingamiðlun.

Þróun innan EES: Eftir 2000 hefur framsal löggjafarheimilda til stofnana eins og ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) og EFTA-dómstólsins aukist, þar sem þessar stofnanir geta haft áhrif á íslenskt lagakerfi með túlkun sinni á reglum.

Hvað þýðir þetta fyrir Alþingi?

Alþingi er enn löggjafarvald Íslands en hefur framselt hluta valdsins til alþjóðlegra stofnana.

Þetta þýðir að Alþingi samþykkir oft lög sem eru byggð á reglum sem hafa þegar verið mótaðar erlendis (t.d. af ESB).

Þetta hefur vakið umræður um fullveldi Íslands og hvort frekari framsal gæti krafist stjórnarskrárbreytinga.

Þannig hefur þróunin frá 20. öld og fram á 21. öld fært lagasetningarvald að hluta til yfirþjóðlegra stofnana, þó Alþingi hafi enn formlega lokaorðið í íslenskum lögum.


Bloggfærslur 18. mars 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband