Reykjavík er staður sem maður reynir að forðast í lengstu lög. Það er erfitt að ferðast um borgina. Það er rukkað fyrir allt í fröken Reykjavík. Ef bílnum er lagt, þarf að borga háar upphæðir. Ef keyrt er um borgina þá eru endalaus ljósagatnamót (og gangbrautaljós á Miklubraut!) og lítið reynt að snjallvæða götuvita. Úr þessu skapast umferðaumþveiti og tímatap.
Nú þegar keyrt er eftir stofnbrautum, er eins það sé keyrt eftir járnbrautteinum, svo djúp eru hjólförin á götunum. Í rigningu má vegfarandi þakka fyrir að fljóta ekki út í kant. Þá verður honum litið til hliðar og sér hann þá hraðbrautir hjólreiðastíga. Rennisléttar og vel gerðar, tvíbreiðar og með fallegum brúm yfir götur. Ekkert til sparað fyrir þá fáu sem hætta sig út í rysjótt veður á hjólum og geta það heilsunar vegna.
Þá komum við að hraðahindrunum (umferðahindrunum) borgarinnar. Það er til nægur peningur í að leggja stein í götu borgaranna en ekki í að sópa götur. Ómögulegt er að komast að því hversu margar hraðahindranir eru í borginni. Hér kemur vísbending frá vefsetri Eiríks Jónssonar GUNNLAUGUR TALDI HRAÐAHINDRANIR Í REYKJAVÍK:
Á árinu 2025 verða endurgerðar eftirtaldar hraðahindranir:
- Við Álfheima í Laugardal
- Við Skeiðarvog í Laugardal
- Við Listabraut í Háaleitis- og Bústaðahverfi
- Við Langarima í Grafarvogi
- Í Norðurfelli við Fannarfell
- Í Norðurfelli við Eddufell
- Í Suðurhólum
- Í Austurbergi við Suðurhóla
- Í Vesturhólum við Arahóla
Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er 200 milljónir króna. Markmiðið með verkefninu er að bæta öryggi og aðgengi vegfarenda segja snillingarnir í Reykjavík. Hver umferðahindrun kostar um 20 milljónir. Það er hægt að malbika drjúgan spotta fyrir þann pening.
Hér er ekki verið að segja að hraðahindranir eigi ekki rétt á sér við vissum aðstæðum, t.d. við skóla. En eru þær bara ekki orðnar of margar? Ein á 100 metra milli bili eins og kom hér fram að ofan. Það má til dæmis koma með fleiri undirgöng eða göngubrýr.
Bloggar | 16.3.2025 | 11:45 (breytt kl. 12:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. mars 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020